Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Afskiptaleysið fyrirfram ákveðið

Hvar er heilbrigðisráðherra? - Það er engu líkara en honum komi ekki við þegar stór hluti nauðsynlegrar þjónustu stærsta sjúkrahúss landsins lamast. - Eða ríkisstjórnin öll og þingheimur? Líklega hefur nú verið boðað til sérstaks fundar á Alþingi af minna tilefni en þessu.

Allt virðist í hnút. Forsvarsmenn spítalans hnika ekki frá áður teknum ákvörðunum, sem hátt í hundrað hjúkrunarfæðingar geta ekki sætt sig við. Því virðist ljóst að hjúkrunarfræðingarnir hætti störfum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Afskiptaleysi ráðamanna bendir til þess að þeim sé nokk sama þótt neyðarástand skapist á Landspítalanum. Þar geti verið gott að hafa allt í kaos og leysa svo málið með ohf eða einkavæðingu. Skítt með allt það fólk sem hefur unnið óeigingjarnt starf við að byggja upp þá frábæru heilbrigðisþjónustu sem þar er.


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir missa sig alveg

Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um hvað getur gerst þegar verið er að etja löggustrákunum út í svona hasar. - Þeir virðast alveg missa sig. - Menn mega ekki einu sinni taka myndir úti á víðavangi. - Nei fyrir alla muni ekki efla þessar sérsveitir og óeirðalöggur.
mbl.is Lögreglan eyddi gögnum af farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert gas! gas! gas! en tókst samt

Krakkarnir hlýddu og ekkert gas notað bara gamla góða aðferðin að ræða við fólk af skynsemi. Ofbeldi borgar sig aldrei og á engan rétt á sér. -  Þetta eru ágæt skilaboð til þeirra sem halda að allt sé leyst með öflugri sérsveitum og jafnvel hersveitum. - Venjuleg gamaldags lögga, yfirveguð og skynsöm, það er málið.


mbl.is Rýmingu lokið á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi geyma þeir spreyið núna

Hvað ungur nemur gamall temur. - Held þetta sé rétt með farið. - Er nú að koma í ljós að unglingar sjá það sem fyrir þeim er haft og fara eftir því? - Það gerist nú ekki alltaf. - Ekki kemur fram í fréttinni hvort einhver yfirlýstur tilgangur er með þessu rölti þeirra um hraðbrautir Reykjavíkur. Kannski bara álíka merkilegur tilgangur og hjá þeim sem voru að kasta eggjum og steinum við Norðlingaholt. - Ætla rétt að vona að löggan haldi ró sinni og úðabrúsarnir þeirra fari ekki á loft núna. - Líklega dugar ekki neftóbak á þetta heldur, það er ekki víst að krakkarnir kunni að meta það.

Eflaust eru þau bara að lyfta sér upp frá tilbreytingaleysinu í skólunum.


mbl.is Ungmenni tefja umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það einhver spurning?

Margt hefur nú verið undarlegt í fréttum undanfarna daga þegar hefur verið fjallað um hasarinn á Suðurlandsvegi. Þetta er þó eitt það allra skrítnasta. Sá sem kýldi lögguna við gamla strætóportið verður að öllum líkindum kærður. - Að öllum líkindum? - Það er nú frekar vægt. Auðvitað á að kæra mann sem lemur annan mann, hvort sem sá hinn sami er lögga eða ekki.

Ofbeldi á bara ekki að líðast og þennan karl á náttúrlega að kæra strax og láta hann taka út refsingu fyrir það sem hann gerði. Það á ekki vera nein spurning.


mbl.is Líklega ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt að vera óþekkur í loftinu

Óþekkt loftfar já. Það er ekki gott ef einhver er óþekkur í loftinu. Þar þurfa allir að vera stilltir ef ekki á illa að fara. En samkvæmt fréttinni tékkuðu Bretar á þessu og komust að því að þetta loftfar væri líklega rússneskt. - Ekki í fyrsta skipti sem Rússar eru óþekkir. - Kannski var þetta loftfar bara óþekkt flugvél.
mbl.is Óþekkt loftfar á íslenska flugstjórnarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir bara tóku af skarið

Er þetta ekki svolítil einföldun hjá afbrotafræðingnum að segja þetta bundið við aðstæður einyrkja í atvinnurekstri? Þar hefur þetta vissulega mikil áhrif en víða annarsstaðar líka. Hann telur þarna upp atriði sem hreinlega eiga við allan almenning, ekki bara eldsneytisverðið heldur lækkun krónunnar, sem ekki veldur bara því að gjaldeyristengd lán hækka heldur allur innfluttur varningur líka.

Þetta allt saman kemur svo inn í hina illræmdu lánskjaravísitölu því forsendur fyrir henni eru þannig að eftir því sem því sem almenningur hefur það verr, þá hækkar hún. Hinir sem feitari eru fjárhagslega fitna hins vegar enn frekar. Þetta verður kannski ekki allt eins áþreifanlegt strax og hækkun gengistryggðu lánanna.

Þetta, ásamt fleiru sem stjórnvöld hafa látið reka á reiðanum, hefur valdið því að aðgerðir bílstjóranna fengu talsverða samúð almennings. Jafnvel þótt aðferðirnar bitnuðu á almenningi. Slagsmál, eggjakast, lögregluofbeldi og allt það sem fylgir eru svo bara aukaverkanir sem koma upp við svona mótmæli og geta líka komið upp við fullkomlega lögleg mótmæli eins og verkföll.

Bílstjórarnir voru fyrstir til að finna þetta á eigin skinni eins og afbrotafræðingurinn bendir á. Þeir létu til skarar skríða en í raun hefði verið ástæða fyrir margar aðrar starfsstéttir að fara af stað.


mbl.is Mótmælin ekki merki um breytt viðhorf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held mig við þjóðtrúna núna

Vonandi lætur það gott á vita að vetur og sumar frusu saman hér við Eyjafjörðinn í nótt. - Ég ætla í það minnsta að halda mig við þjóðtrúna núna. - Hún er alltaf góðra gjalda verð þrátt fyrir öll vísindi. - GLEÐILEGT SUMAR !
mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarúði! - GAS !!! - GAS!!! - GAS!!!

"Eins og komið hefur fram þurfti lögreglan m.a. að beita varnarúða", þetta er orðrétt í fréttinni. Af öllum fréttamyndum að dæma var lögreglan ekki í vörn þarna. Hún var í sókn. Þótt oft hafi verið sagt að sókn sé besta vörnin þá átti það ekki við þarna. Ef þetta var varnarúði þá var greinilega verið að misnota hann í dag. -  GAS !!! - GAS!!! - GAS!!! 


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá höfum við það - Það er rétt að bregðast við með ofbeldi

Forsætisráðherra telur að lögregla hafi brugðist rétt við í dag. - Hvað á hann eiginlega við? - Er ofbeldi það sem koma skal hér á landi? - Ástæðan fyrir harkalegum árásum lögreglunnar í dag  er í raun aumingjaskapur liðsmanna Geirs. - Annar úr liði Geirs, sjálfur yfirmaður lögreglunnar Björn Bjarnason, segir lögregluna hafa sýnt langlundargeð fram að þessu. Hvað er langlundargeð í hans huga? Er það þolinmæði til að geta beðið þess að beita ofbeldi.

Málið snýst ekki bara um lögreglu og trukkabílstjóra. Það snýst um það að ráðamenn þjóðarinnar fari niður úr þeim fílabeinsturni sem þeir sitja í og þar er enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar undanskilinn. Þeir ætluðu að þegja trukkabílstjóra í hel en nú hefur lögreglunni verið beitt á þá og aðra sem fylgdust með. Stjórnleysið varð algjört um leið og lögreglan hóf "aðgerðirnar", bæði hjá lögreglu og öðrum sem á staðnum voru. Þessi djöfulgangur bauð hættunni heim og lögreglan virtist koma með þeim tilgangi á staðinn ef marka má orð lögreglumannsins, sem fréttamenn Stöðvar 2 og RÚV töluðu við í dag. "Við látum verkin tala". - Þetta voru þeirra verk - Þau voru ógeðsleg og eiga ekkert skylt við að halda uppi lögum og reglu. Þetta var ofbeldi- Skammist ykkar, bæði lögregla og yfirvöld. -

GAS!!! - GAS!!! - GAS!!! það er víst þannig sem á að bregðast rétt við.


mbl.is Lögregla brást rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband