Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Stýrivextina niður núna

Er þá ekki kominn tími til að lækka stýrivextina svo um munar. Þeir hafa hvort sem er aldrei virkað í vísitölutryggðu íslensku hagkerfi á sama hátt og þeir gera í venjulegum hagkerfum þjóða. Nú er tími til að fara með stýrivextina niður og það verulega.
mbl.is Afnám gjaldeyrishafta hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvað rugl

Hvaða bölvað rugl er þetta í löggumönnum á Austurlandi. Þeir hafa ekkert með svona stórhættulegt ofbeldistæki að gera frekar en aðrar löggur. Það er marg búið að sýna sig að misjafn sauður eru í mörgu fé lögregluþjóna þót þeirra á meðal séu margir sem treystandi er fyrir svona tóli þá eru því miður alltof margir í lögreglustétt sem ekki er treystandi fyrir að meðhöndla svona græju. Kærumál á hendur lögreglu undanfarið sýna það. Notið bara gömlu aðferðina sem löngum hefur reynst góðlegum löggum landbyggðarinnar vel: Talið fólk til.
mbl.is Lögreglan á Austurlandi vill líka fá Taser valdbeitingartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á að meta allt á einu bretti

Ég get ekki með nokkru móti skilið hvers vegna heildarpakkinn er ekki metin saman. Það verður ekkert álver án raflína og engin þörf fyrir raflínu án álvers. Þetta er allt einn og sami pakkinn og því á að meta umhverfisáhrifin af þessu öllu á einu brettu. Þar skiptir engu afstaða til álvers í Helguvík sem mér finnst að eigi að klára fyrst leyfi hafa verið veitt til að byrja á því. Það er ekki hægt að koma endalaust aftan að þeim sem hafa gert samninga hér á landi.
mbl.is Kæra ákvörðun um Suðvesturlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hógværir sægreifar

Þeir eru alltof hógværir sægreifarnir hjá LÍU. Það ætti að auka þorkksvótann strax um 50-100 þúsund tonn. Það eru engin rök til gegn því. Ef makríll verður kvótasettur þarf að gera það út frá einhverjum öðrum forsendum en gert hefur verið þegar nýjar tegundir hafa verið kvótasettar. Ef sama aðferðin verður notuð við kvótasetningu þá fá örfá ryksuguskip allan kvótann. Það þarf að tryggja sjávarbyggðum landsins og smábátum hlutdeild í makrílnum enda gengur hann upp í fjörur víða við Vestuland.
mbl.is Vilja veiða loðnu og meiri þorsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningarnir renna út

Biskup hefur bara ekki við að punga út peningum. Þeir renna nú út úr þjóðkirkjunni vegna klúðurs á báða bóga. Líklega er þetta eina stofnunin á landinu sem hefur svo digra sjóði að hún er aflögufær með peninga.
mbl.is Prestur fær dæmdar bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vert að athuga

Þetta er svo sem ágætis hugmynd hjá Héraðsmönnum sem vert er að athuga. Gallinn er bara sá að þegar verkefni eru flutt frá ríki til sveitarfélaga fylgir yfirleitt ekki nóg af peningum með. Yfirstjórn Vegagerðarinnar á Austurlandi var flutt til Akureyrar fyrir nokkrum árum og þetta er ein leið til að ná henni aftur inn í fjórðunginn. Þetta er kannski snúnara með flugvöllinn, en þó, það má örugglega markaðssetja þennan besta flugvöll landsins betur og nýta til tekna alla þá möguleika sem hann býður upp á.
mbl.is Vilja vegagerð og flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhætt að margfalda þessar tölur

Séu þessar brottkaststölur í samræmi við aðrar tölur frá Hafró þá er örugglega hægt að margfalda þær talsvert. Auðvitað er þetta bein afleiðing kvótakerfisins hvað sem pínulitlir karlar hjá LÍÚ segja. Þeir koma alltaf til með að verja það en auðvitað þarf að skoða hvort ekki er hægt að hliðra til í þessum efnum. Það þarf að veiða meira af smáfiski einfaldlega af því að of mikið er af fiski í sjónum sem stækkar ekkert frekar. Lausnin er ekki að loka smáfiskasvæðum, það gerir ekkert gagn, finna þarf leiðir til að mönnum verði kleift að koma með þennan fisk í land og að þeir fái eitthvað fyrir hann.
mbl.is Fiski fyrir hundruð milljóna króna hent í sjóinn í fyrra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af númerum?

"Bíllinn skemmdist það mikið að hann var tekinn af númerum." - Er ekki fljótlegra að taka númerin af bílnum heldur en bílinn af númerunum? - Vona samt að fólkið hafi ekki meiðst alvarlega. Hálka í vetrarbyrjun er lúmsk.
mbl.is Einn slasaðist í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siglufjörður höfuðborgin?

Er þá Siglufjörður orðinn höfuðstaður landsins?
mbl.is Kristján í starfi forsætisráðherra í fjarveru Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilyrða kvótaúthlutun við manneldisvinnslu

Hvernig væri nú að skilyrða þann makrílkvóta sem úthlutað verður við manneldisvinnslu en ekki setja allt til gúanóskipa eins og verið hefur. Það mætti taka eitthvað frá fyrir smærri báta en Norðurlandaþjóðirnar veiða talsvert af þessum góða matfiski á smábáta.

Annars kemur fram í fréttinni að pínulítill karl ætlar að ráðstafa einhverju af þessu. „Ef makríllinn er farinn úr norskri lögsögu má vel vera að við getum leyft þeim að veiða eitthvað innan íslensku lögsögunnar,“ sagði Friðrik.


mbl.is Ísland ekki með á makrílfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband