Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Nokkrir dagar

Rétt hjá Ólafi Ragnari. Það liggur svo sem ekkert á. Alþingismenn hafa tuðað um þetta í eitt ár og eru komnir í hring í því þannig að nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli.
mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað á Ólafur Ragnar að ræða við þetta fólk ef hann finnur tíma til þess. Hann hefur sínar skoðanir á öllum málum og getur skilað þeim með sóma.

Annað mál er svo hversu marktækar undirskriftir á netinu eru.


mbl.is Kanna möguleika á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn

Jamm og gott og vel, þetta er það sama og við heyrðum í upphafi ársins sem er að líða. Endalaust.  Á að vera endalaus annálaritun í þessu ísbjörgunarmáli? - Ég bara spyr.- Legg til að ríkisstjórnin segi af sér og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur taki við. Það eru flokkarnir sem virðast geta leyst málin núna að eigin sögn.
mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjósleðar

"Snjósleðamenn sprettu úr spor...." segir í myndatextanum með þessari frétt. Æ algengara verður að vélsleðar séu kallaðir snjósleðar í fjölmiðlum. Það má alveg til sanns vegar færa að þeir séu það en hins vegar er þetta mjög ónákvæmt í fréttaflutningi því snjósleðar eru margvíslegir. Þar má nefna magasleða, skíðasleða, snjóþotur og m. fl.
mbl.is Nóg að gera við snjómokstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta þarf að samþykkja svo hægt sé að moka flórinn

Hvað ætli þingmönnum flokkanna, sem stóðu fyrir einkavæðingu bankanna og komu okkur rækilega á hausinn, takist að þæfa þetta mál lengi? Þeir ættu að skammast sín og afgreiða þetta mál strax svo hægt sé að fara að moka íhalds- og framsóknarflórinn af alvöru og byggja upp þjóðfélagið að nýju. 
mbl.is Lokaumræða um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Gleðileg jól. Kveðja héðan af Skaganum í besta veðri

.P1010043


SVN stendur sig

Þetta er til fyrirmyndar hjá Síldarvinnslunni og ástæða til að óska Gunnþóri Ingvarssyni framkvæmdastjóra og stjórn SVN til hamingju með þessa ákvörðun. Síldarvinnslan var á sínum tíma stofnuð á félagslegum grunni til atvinnuuppbyggingar á Norðfirði og hefur alltaf staðið undir þeim kröfum sem gerðar hafa verið til hennar af samfélaginu. Margir voru farnir að óttast að samfélagsstuðningurinn glataðist þegar Samherji eignaðist ráðandi hlut í fyrirtækinu en Samherji hefur sýnt á Akureyri að menn gleyma ekki upprunanum og það sýnir sig núna.

Til hamingju Norðfirðingar með að eiga ennþá traust fyrirtæki sem hugsar um þá sem vinna hjá því og byggja það upp sem og samfélagið allt.


mbl.is Síldarvinnslan greiðir launauppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona virkar kvótakerfið

Svona virkar bara þetta fáránlega kvótakerfi. Samherjafrændur höfðu áður verið duglegir við að auka kvóta Akureyringa og auðvitað á kostnað annarra byggðarlaga, þó líklega mest með Guggunni frá Ísafirði. Svo kom Guðmundur vinalausi og hann er nú búinn að flytja ÚA kvótann til Reykjavíkur. Þetta gerist víðar. Kvóti Akurnesinga er nú nánast allur kominn til Reykjavíkur en áður höfðu Akurnesingar náð til sín stórum hluta af kvóta Sandgerðinga. - Svona er fáránleikinn í þessu öllu og engin ástæða til að vorkenna Akureyringum frekar en öðrum í þessum efnum.
mbl.is Akureyri hefur tapað mestum kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengja launahækkanir við það sem gerist hjá ASÍ

Það er ótrúlegt hversu langt út fyrir allt velsæmi þessi pirringur stjórnarandstöðunnar nær. Er ekki kominn tími til að þetta fólk setjist niður og íhugi í hvaða veruleika íslenska þjóðin er? Þau þurfa ekkert endilega að velta sér upp úr því hvers vegna við erum í þessari súpu, því má sleppa. Allur almenningur er að taka á sig launaskerðingar og atvinnumissi. Hvers vegna eiga æðstu embættismennirnir að spila frítt í þessu?

Kjararáð hefur aldrei úrskurðað laun æðstu embættismanna þjóðarinnar í nokkrum takti við þann raunveruleika sem almenningur í landinu hefur horft upp á. Alltaf hafa úrskurðirnir verið langt ofan þess sem gerist almennt. Hvernig væri að breyta nú til og binda laun þeirra sem heyra undir kjararáð við þróun launataxta aðildarfélaga ASÍ? Það er þó raunhæf viðmiðun við allan almenning í landinu.


mbl.is Allt að því lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón og séra Jón

Ríkisstarfsmennirnir Jón og séra Jón búa við sömu götuna. Jón er með 200 þúsund á mánuði og séra Jón 700 þúsund krónur. Þeir eru ríkisstarfsmenn með meðaltalslaun upp á 450 þúsund. Þeir ættu því að hafa það að meðaltali gott. Eða er það ekki?  

Þetta meðaltalsrugl á engan rétt á sér. Nær væri að birta hve margir ríkisstarfsmenn eru með 150-250 þúsund á mánuði og svo framvegis og láta viðmiðun hópanna hlaupa á hundrað þúsund krónum. 


mbl.is Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband