Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þarf að leysa strax

Þetta er bara mál sem ríkisvaldið þarf einfaldlega að leysa strax! - Nema ætlunin sé að hér á landi verði teknar upp einhverjar kínverskar fæðingatakmarkanir.
mbl.is Ljósmæður segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomnir City!

Já City á Skagann, ekki slæmt. við munum eftir Aberdeen tvisvar með Ferguson í forystu. Svo var það Barcelona, Köln tivsvar og svo fullt af liðum frá Kýpur. Það yrði gaman að fá City í heimsókn.- Velkomnir!
mbl.is ÍA getur mætt Manchester City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oj-nýkarað lamb!

Þessir sem kalla sig matgæðinga! - verði þeim að góðu. Hef ekki áhuga sjálfur, margar ástæður fyrir því. Óskar getur ábyggilega fundið margt girnilegra til að bjóða fólki en nýkarað lamb, oj!
mbl.is Mjólkurlamb kynnt matgæðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað getum við gert?

Auðvitað er eðlilegt að Jón Ásgeir flytji eitthvað af starfsemi sinni út fyrir landssteinana. Davíð Oddsson hefur unnið að því undanfarin ár að flæma þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes á burtu. Honum hefur tekist það núna. Okkur öllum til tjóns - Hvað getum við hin gert til að flæma Davíð Oddssson í burtu?  - Hann er með ríkisstjórnina í herkví. - Hann heldur okkur í fjötrum vaxtaokurs. - Hann er einfaldlega helsti vandræðagripur landsins og við þurfum að losna við hann. - Við þurfum að senda hann úr landi....en hvert?...það vill örugglega enginn taka við honum......
mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómenn taka þátt í olíukostnaðinum

Auðvitað minnkar núna áherslan á togveiðar. Olían kemur ekki til með að lækka aftur og rétt hjá útgerðinni að huga að olíusparandi veiðum með kyrrstæðum veiðarfærum. Taka uppsjávarfiskinn í nót, gleyma kolmunna, leggja línu og net, veiða á færi, sem er náttúruleg vænlegasti kosturinn. - Ég var á Snæfellsnesi í vikunni og talaði meðal annars við þá Runna og Rikka hjá útgerð Guðmundar Runólfssonar. Þar er verið að taka í notkun nýja toghlera sem spara orku Poly-Ice hlera með nokkurs konar flöpsum, sem minnka mótstreymi. www.skessuhorn.is - Svo er Eggert hjá HB-Granda að tala um olíustyrki, hvurslags bull. Eina útgerðin sem fær olíustyrki er sú íslenska og hún fær þann styrk frá sjómönnum sem borga hluta launa sinna í olíukostnað útgerðar. Það þekkist hvergi annarsstaðar.

Á loðnumiðum Á nótaveiðum, þær eru orkusparandi


mbl.is Olíuverð minnkar veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða andsk....aðila

..misskilningur milli aðila sem voru að skilja. ....dæmigert orðalag frá lögreglu eða lögfræðingi. Þetta aðila tal endalaust af  hverju má ekki segja: ...þarna var misskilningur milli fólks sem var að skilja.....þetta er óskiljanlegt, svona orðagjálfur, þegar hægt er að nota einföld íslensk orð.
mbl.is Ekki ákært í kattarmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakna Möggu úr útvarpinu

Mikið er það gott að hún Magga ætli að halda utan um þessa verslunarmannahelgi. Verst að ég sakna þess að heyra ekki lengur í henni í útvarpinu. Hún hlýtur að hætta þar því ekki gengur það upp að vera þáttastjórnandi í útvarpi og stjórnandi einnar stærstu bæjarhátíðar landsins. - Gangi þér vel Magga!
mbl.is Öðru vísi stemning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blankir ofurlaunamenn

Æ, Æ;Æ - eru nú menn orðnir blankir, sem keyptu þessar ofuríbúðir á sinum tíma og þóttust þess megnugir að borga meira en allir aðrir fyrir að búa á Lindargötu nútímans,. Það þótti nú ekkert flott hjá þessu liði í eina tíð! - Þarna eru meira að segja "kommar" sjötta og sjöunda áratugarins. Skammist ykkar og farið í venjuleg hverfi með allri alþýðu þessa lands.- Hjörleifur Guttomsson! - Einu sinni vorum við samherjar - Hvar ertu nú?


mbl.is 101 Skuggahverfi dæmt til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægja þarf á skuldahölunum

Eru menn ekki einfaldlega að keyra of hratt með þessi æki í eftirdragi (70 er hámarkið). Einn tók fram úr mér um daginn. Ég var á um 90 km hraða og hann flaug fram úr með stóra hestakerru aftan í Krúsernum sínum, sennilega 4 hestar um borð. Hann hefur örugglega verið á 140 þegar hann flaug fram úr. - Þetta er ruglað lið. - Sem heldur sig yfir aðra hafið - Það þarf einfaldlega að hægja á þeim sem eru með stóra skuldahala í eftirdragi. 
mbl.is Hestakerra valt í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er íslenskt dóm(p)skerfi í lagi?

Þessi dómur Héraðsdóms Reykjaness er undarlegur í meira lagi. Manninum er ekki refsað fyrir margföld brot á siglingalögum, lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarlaga og áhafnarlögum. Þetta fær hann allt fellt niður af því að hann var með haug af dópi um borð. - Auðvitað eru þetta tvö aðskilin mál og hann á að fá refsingu fyrir bæði - Hvað mega hinir segja, sem hafa verið sektaðir fyrir að hafa farið á sjó sama dag og haffærniskírteinið rann út, þeir sem hafa farið út á sjó á smábátum án tilskilinna réttinda. Nú þarf heilt pungapróf til að stýra smábáti, sem smástrákar voru taldir fullfærir um fyrir nokkrum árum. - Lausnin er að vera með fullt af dópi um borð. - Þá sleppa menn! - Segiði svo að íslenskt dóm(p)skerfi sé í lagi!
mbl.is Vanrækti að tilkynna um ferðir skipsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband