Blankir ofurlaunamenn

Æ, Æ;Æ - eru nú menn orðnir blankir, sem keyptu þessar ofuríbúðir á sinum tíma og þóttust þess megnugir að borga meira en allir aðrir fyrir að búa á Lindargötu nútímans,. Það þótti nú ekkert flott hjá þessu liði í eina tíð! - Þarna eru meira að segja "kommar" sjötta og sjöunda áratugarins. Skammist ykkar og farið í venjuleg hverfi með allri alþýðu þessa lands.- Hjörleifur Guttomsson! - Einu sinni vorum við samherjar - Hvar ertu nú?


mbl.is 101 Skuggahverfi dæmt til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já hvar er Hjörleifur nú ?

Sá hinn sami og lét virkja Blöndu og hafði ekki einu sinni selt rafmagn í einn ljóshund þegar byrjað var að virkja.

Níels A. Ársælsson., 27.6.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nilli. Þetta er hvorki rétt né sanngjarnt hjá þér. Hjölli má eiga það sem hann gerði gott, sem er fjölmargt, en nú er hann í djúpum skít út af þessum háhýsum á Skúlagötuströnd.

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Neddi

Bíðum nú við, eiga menn bara að sætta sig við gallana af því að þeir eiga peninga?

Ef verktakinn skilar af sér gölluðu verki þá á hann að sjálfsögðu að bæta fyrir það algjörlega óháð því hvað kaupandinn á mikla peninga.

Neddi, 27.6.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ætli herra Guttormsson sé ekki kominn álíka langt frá alþýðu landsins og þeim hugsjónum sem hann lagði upp með og frú Gísladóttir er sínum. Merkilegast þykir mér þó hversu langt menn komast á skömmum tíma. Og djúpt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.6.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...ókey Neddi ég dreg aðeins í land í þessu efni en gangi þér vel í mótorhjólakrúsinu til Seyðis... 

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 03:52

6 Smámynd: Haukur Viðar

Þetta er allavega handónýtt að utan. Gekk þarna um í gær og skoðaði götótta klæðninguna frá öllum hliðum hússins. Þarna blasir ullin við allan hringinn.

Haukur Viðar, 28.6.2008 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband