Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Af hverju var þá Þórhallur að blása?

Var að hlusta á fréttir RÚV áðan, þar sem Þórhallur Þorsteinsson formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs fór mikinn yfir því að NMT-sendinum á Slórfelli, hæsta fjallinu í Möðrudalsfjallgarðinum, hafi verið lokað án fyrirvara. Hann sagði þetta setja bókunarkerfi Ferðafélagsins í rúst en það er með skála við Snæfell og ásamt Þingeyingum með skála í Kverkfjöllum. Í þeirri frétt var ekkert minnst á nýjan GSM-sendi á Slórfelli, sem væntanlega tekur yfir sama svæði og fyrrnefndur NMT-sendir. - Þarna vantaði að fréttamaður RÚV virti þá eðlilegu reglu að leita svara hjá Símanum líka. - Er ekki bara málið það að gamla NMT-símanúmerið hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs verði fært yfir í gsm-kerfið? - Það er einfalt og málið er dautt. - Það eiga líka miklu fleiri gsm en NMT-síma.

Snæfell Snæfell Snæfell  Snæfell. Þar nú líklega gsm-samband


mbl.is Síminn setur upp GSM senda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Möllerinn á hálum ís

Jæja Möller, enn ein ohf-væðingin. - Er þetta ekki bara skref í átt til einkavæðingar eins og með þær ríkisstofnanir, sem hingað til hafa fengið þetta aftan við nafnið? - RÚV, Póstur og sími, o.sv.frv. Allt í klúðri - Er þetta að skila einhverju fyrir almenning eða landsbyggðina, sem við sem þar búum höfum treyst þér fyrir? -  Möllerinn er á hálum ís í þessum efnum. Hvar er félagshyggja Samfylkingarinnar? Er henni fórnað fyrir ráðherrastóla í skjóli Sjálfstæðisflokksins sem má ekkert sjá í eigu samfélagsins til heilla yfir alþýðu fólks? - Er nema von að spurt sé?
mbl.is Opinbert hlutafélag um rekstur á Keflavíkurflugvelli stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennafótbolti þótti í eina tíð móðgun við íþróttina

Framfarirnar í íslenskri kvennaknattspyrnu eru ótrúlegar á síðustu árum, sérstaklega hjá landsliðinu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er greinilega réttur maður á réttum stað. Ég ætla rétt að vona að hann láti ekki glepjast af þjálfaratilboðum hjá karlaliði á næstunni, hvort sem er félagsliði eða landsliði. Hann þarf í það minnsta að klára þetta dæmi og fylgja liðinu áfram til loka Evrópukeppninnar.

Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum að ég gæti setið við sjónvarp og horft á kvennalið spila fótbolta. Sú var hins vegar raunin eftir vinnu í dag. Fannst raunar slæmt að hafa misst af fyrri hluta leiksins. Hér áður fyrr sögðum við félagarnir gjarnan að kvenfólk í fótbolta væri móðgun við íþróttina. Eina ástæðan fyrir að horfa á slíkt væri að stelpurnar væru í stuttbuxum. Þetta segi ég núna með fullri virðingu fyrir þeim ágætu stelpum sem lögðu grunninn að íslenskri kvennaknattspyrnu, meðal annars jafnöldrum mínum hér á Skaganum, sem voru í fararbroddi kvennafótboltans. - Stelpurnar sem eru að spila í dag eru einfaldlega svo miklu betri í fótbolta og skjóta þar stórþjóðum ref fyrir rass. - Til hamingju Ísland!


mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að skilja þetta

Ég skil ekki alveg þessa frétt um að sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafi brotið reglur með því að bjóða ekki út viðbyggingu við grunnskólann. Fram kemur þarna að kostnaður sé áætlaður 1.600 milljónir en reglur Evrópska efnahagssvæðisins segi skylt að bjóða út framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem kosti meira en 390 milljónir króna. Þarna munar miklu og allt bendir til þess að þetta sé ekki reglum samkvæmt.

Haft er eftir Soffíu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar, að þetta sé allt lögum samkvæmt og ég á erfitt með að trúa að það sé rangt hjá henni. Ég held að stjórnendur sveitarfélagsins og starfsmenn hljóti að hafa kynnt sér þetta til hlítar. Svo átta ég mig ekki á hvers vegna hægt er að fullyrða að ódýrara sé að bjóða ekki verkið út þegar ekki er látið reyna á það.

Egilsstaðir 009 Frá Egilsstöðum. Grunnskólinn fyrir miðri mynd og bráðabirgðaskólastofur á lóðinni.


mbl.is Útboðsreglur brotnar á Egilsstöðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðfiskur verður að saltfiski.

Þetta er heldur betur flottur harðfiskur á þessari mynd sem fylgir fréttinni! - Flattur saltfiskur, sennilega fullverkaður. - Ef menn þekkja ekki mun á harðfiski og saltfiski, þá er hún ekki merkileg þekkingin á fiskunum.

Viðbót kl: 13:34: Jæja nú er búið að taka myndina út af vefnum. Þeir hafa sennilega ekki átt mynd af harðfiski mbl. menn en þannig myndum má nú ná í næstu búð eða sjoppu.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela harðfiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að eiga góða granna

Hún er sannarlega rausnarleg þessi samþykkt hjá Byggðaráði Skagafjarðar að vilja eftirláta Hafíssetrinu á Blönduósi jarðneskar leifar hvítabjörnsins frá Hrauni. - Þeir Húnvetningar geta nú glaðst yfir því að eiga góða granna og ekki efast ég um að hún Þórunn Sveinbjarnardóttir fer að þessari ósk þeirra. - Gott hjá ykkur Skagfirðingar!


mbl.is Vilja hvítabjörn á Hafíssetrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju berjast þeir fyrir?

Einhvern veginn hef ég nú minni áhyggjur af þessum fyrirhuguðu verkföllum flugumferðastjóra heldur en boðuðu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga. Auðvitað er slæmt ef flug raskast, það getur haft áhrif víða fyrir okkur. Hitt er verra ef heilbrigðisþjónustan lamast að einhverju leiti, þá er meira í húfi.

En hvernig er það annars. Ætli þessar tvær starfsstéttir, flugumferðarstjórar og hjúkrunarfræðingar séu að berjast fyrir svipuðum kjarabótum? Mig grunar að himinn og hafa sé á milli þess sem þessir hópar hafa í laun. Gaman væri að vita hver sá munur er. Hef ekki séð neinar tölur um laun flugumferðarstjóra og því forvitnilegt að vita hverju þeir eru að berjast fyrir.


mbl.is Verkföll geta truflað ferðir tugþúsunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegasta stofnun í heimi

Þetta Hvalveiðiráð er örugglega ein undarlegasta stofnun í heimi. Þetta hefur í langan tíma verið tómt rugl. Það hefur nánast ekkert haft með veiðar að gera frekar verið á bandi ofstækisfullra manna sem skilja ekki að viðhalda þarf jafnvægi í lífríki hafsins. Til þess að tryggja það hafa í gegnum tíðina landluktar þjóðir, sem aldrei hafa hvali séð, verið keyptar til fylgilags. Nú er þetta ráð sammála um að gera ekki neitt í neinu og láta allt reka á reiðanum í þessum málum. Á meðan dunda hvalastofnar sér við að hreinsa upp fiskistofna og það sem fiskurinn lifir á hér í norðurhöfum.

Hrefna Hrefna sem veiddist um 30 mílur vestur af Akranesi fyrir stuttu.


mbl.is Hvalveiðideilum slegið á frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgæslan er í meiriháttar rugli.

Það var ótrúlegt að sjá þetta atvik í leiknum í gær og ég minnist þess ekki að nokkur leikmaður hafi sloppið með gult spjald fyrir að slá annan leikmann. Ekki verður dómaranum sagt til málsbóta að hann hafi ekki séð þetta, þá hefði hann ekki gefið gula spjaldið. Rauða spjaldið var það eina rétta. Ég hef nú ekki fylgst með leikjum í úrvalsdeildinni í mörg ár en er nú búinn að sjá tvo leiki á stuttum tíma. Það verður að segjast eins og er að ég hreinlega átta mig ekki á dómgæslunni. Það er dæmt á furðulegustu hluti og öðrum augljósum sleppt. Ekkert samræmi í neinu. Í þessum leik í gær komst Þróttarmarkmaðurinn upp með það allan fyrri hálfleikinn að fara út fyrir teiginn þegar hann sparkaði út á móti vindinum. Þetta var undarlegt að sjá. Svo held ég hreinlega að Stebbi Þórðar verði fyrir einelti af hálfu dómaranna og þetta atvik í gær sýnir að þeir hafa gefið skotleyfi á hann. Það er eitthvað mikið að í dómaramálunum. Dómgæslan er i meiriháttar rugli.
mbl.is „Hann sló mig í andlitið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síld í Hvalfirði - Ætli Hafró skoði það?

Ríkisútvarpið sagði frá því í fréttum í dag að fundist hefði síld inn á Hvalfirði. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item214483/

Jónas Georgsson vélstjóri og sjómaður í tæpa hálfa öld telur fullvíst að talsvert sé af síld í Galtavíkurdýpi en þar var einmitt góð veiði fyrir um 60 árum þegar Hvalfjarðarsíldin var og hét. Nú er það spurningin hvort Hafrannsóknarstofnun afskrifar þetta strax sem smásíld eða kannar málið. Því miður hefur stofnunin áður orðið uppvís að því að horfa framhjá ábendingum sjómanna um síld, eins og á Breiðafirði, en þar veiddist svo allur síldarkvótinn í fyrra og það nánast allur inn á einum firði; Grundarfirði. Nú er stutt fyrir Hafró að fara frá Reykjavík og olíukostnaður ætti ekki að hindra skoðun á þessum síldarfregnum. Hrefnuveiðimenn sögðust líka hafa orðið varir við síld um 30 mílur vestur af Akranesi í síðustu viku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband