Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Tekur þátt í stjórnarmyndun

Krían er klók. Hún hefur vitað af ástandi þjóðmála og kemur til Bessastaða til að flýta fyrir stjórnarsáttmála. Líklega er það skýringin á því hve snemma hún er á ferðinni og fer beint til Bessastaða. Hér á Skaganum var alltaf talað um það áður fyrr að hún kæmi á lokadaginn, 11. maí.
mbl.is Krían komin á Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum Hafró stríð á hendur

Jú jú hlýnunin felur í sér tækifæri. Ég get samþykkt það. Þau tækifæri felast þá fyrst og fremst í nýjum fisktegundum og aukum gróðri og lífvænlegri við strendur Íslands. Segjum Hafró stríð á hendur. Fiskistofnar vaxa. Við getum veitt meira. Það kemur í ljós með ári hverju.
mbl.is Hlýnunin felur í sér tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin um Fálkaorðuna?

"Svikin um Fálkaorðuna?" Það hafa þúsundir manna verið sviknir um þessa orðu hér á landi. Stór hluti þeirra sem hafa fengið orðuna eru opinberir starfsmenn ráðuneyta, prestar og prelátar, sem hafa fengið hana fyrir það eitt að mæta í vinnuna. Hvers vegna fá ekki sjómenn, bændur, verkafólk og húsfreyjur þessa orðu í eins miklum mæli og aðrir? Hins vegar er þetta óttalega léleg framkoma við þessa konu, hvort sem hún hefur átt orðuna skilda eða ekki.
mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir þingmenn úr gamla Austurlandskjördæmi

Gott til þess að vita að Austurlandskjördæmið gamla skuli eiga tvo þingmenn búsetta í kjördæminu. Úrslit prófkjöranna bentu ekki beint til þess. Þær Jónína og Þuríður eru verðugir fulltrúar landshutans. Til hamingju!
mbl.is Mikil gleði og spenna á kosninganótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolla atvinnulaus. Nú fer hún að tína fjallagrös

Þá fer hún bara að tína fjallagrös og auðvitað fer hún á reiðhjóli til  þess. Kolla má alls ekki eyða bensíni eða olíu.
mbl.is Ráðherra féll af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyringar tregir

Æi. Helvíti eru Akureyringar tregir til að kjósa. Hélt að Víðir, vinur minn, væri sá eini en þetta virðist loða við fleiri.
mbl.is Gengur hægt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eflum garðyrkju - Burt með mengunarstefnu íhaldsins

Hvers vegna ekki? Ávaxatatré, grænmeti og hvað sem er. Breytum kerskálum álveranna í gróðurshús. Flytjum út grænmeti og ávexti. Notum íslenska orku til góðs. Öflum gjaldeyris. Burt með mengunina sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar.
mbl.is Eplauppskeran góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með nagladekkin!

Umferðarstofa segir að þau hafi átt að fara undan 15. apríl. Við erum á Íslandi en ekki þeir.
mbl.is Víða hálka á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að hann standi sig vel

Mál til komið. Vona að hann standi sig vel.
mbl.is Nýr málfarsráðunautur Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með nagladekkin!

Nú eru níu dagar síðan nagladekkinn áttu að vera farin undan bílunum og áróður um það hefur hljómað í eyrum landsmanna. Ekki átta ég mig alveg á hverjum datt þessi dagsetning, 15. apríl, í hug en í gegnum tíðina hafa nú komið mörg hret eftir það. Nær væri að hafa þetta 15. maí. Þótt þessi dagsetning passi kannski á götum höfuðborgarsvæðisins þá er það nú þannig að bílar eru oft notaðir til að fara á milli landshluta. Þannig skiptir litlu máli núna hvort menn fara vestur á Snæfellsnesi, Vestfirði eða norður og austur. Á öllum þessum leið er full þörf fyrir velbúna bíla til vetraraksturs.
mbl.is Vetrarfærð á nokkrum leiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband