Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Þvílíkt rugl

Hvað eru mennirnir í þessu félagi að rugla? Þeir segja ráðherra hóta þjóðnýtingu aflaheimilda. Vita þeir ekki að í fyrstu grein fiskveiðilaga segir að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar? Með ákvörðunum misvitra stjórnmálamanna hefur hins vegar ákveðnum einstaklingum verið veitt heimild til að braska með þessa sameiginlegu auðlind. Verið leyft að selja óveiddan fisk í sjó og veðsetja hann líka. Þannig meðferð á sameign heillar þjóðar er þjófnaður. Þjófnaður með vilja og leyfi ráðamanna. Það þarf að afnema og hefði verið gert ef sjálfstæðismenn hefðu ekki kjaftað stjórnarskrárfrumvarpið í hel.
mbl.is Hótanir ráðherra ekki við hæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott sumar!

Hef trú á að vetur og sumar hafi frosið saman hér á Akranesi. Allavega var gráttt í rót í morgun. Veit á gott sumar hér. Trúi því.

Í sturtu á Langasandi Á Akranesi í fyrrasumar


mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfbæra nýtingu olíu

Æi Kolla. Er ekki allt í lagi? Kolbrún talar um sjálfbæra nýtingu. Ef olía finnst á Drekasvæðinu þá er það sjálfbær nýting. Það verður aldrei tekið meira en sjávarbotninn skilar af sér. Hvurslags rugl er þetta? Það er líka olía og gas við Norðurland og Austurland. Vísindamenn benda á austasta hluta Austurlands; Borgarfjörð, Loðmundarfjörð. Veit Kolla ekki hvað er lífrænt. Ég veit ekki um neitt lífrrænna en oíu, gamlar jurtaleifar. Olía er ekki eins hættuleg og margir halda. Hún er líka nýtanleg í margt fleira en brennslu.
mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er krummi ránfugl?

Það er greinilegt að einhverjir í Reykjavíkurhreppi eru ekki alltof hrifnir af þeim ágæta fugli sem krummi er. Hrafninn er skemmtilegur fugl og klókur. Mér finnst það líka illa gert af Mogganum að kalla krumma ránfugl. Hann er og hefur alltaf verið spörfugl. Auðvitað þarf hann að borða eins og aðrir og einhvers staðar verður hann að hnupla því en aðrir fuglar, menn og dýr gera það líka án þess að fá á sig ránfuglsstimpil.


mbl.is Steypt undan krumma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Þetta er nú óttaleg sýndarmennska hjá Möllernum að afhenda þetta nú korteri fyrir kosningar. Þetta eru peningar sem Fljótsdalshérað hefur verið svikið um í 5 ár og átti að vera búið að afhenda sveitarfélaginu fyrir löngu. Það er líka óskiljanlegt að tengja þessa greiðslu á einhvern hátt við hugmyndir um sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Það er allt annað mál og ótengt þeirri sameiningu sem varð árið 2004 og þessi greiðsla átti að fylgja.
mbl.is Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þessu þarf að taka líka

Það hefur nánast ekkert heyrst frá stjórnmálaflokkunum um bílalánin. Auðvitað verða þau að vera með í pakkanum. Það er ekki nóg að taka á húsnæðislánavandanum því fólk situr eftir sem áður uppi með bílalánin og getur ekkert gert annað en reyna að borga. Ekki er hægt að selja bílana og heldur ekki skila þeim því þá dæma fjármögnunarfyrirtækin þá svo mikið niður að lítið stendur eftir.

Það má vel vera að stjórnmálamenn líti enn á bíla sem munað og það er líka ljóst að hluti þeirra bíla sem keyptur var á þessum lánum er það. fyrstu aðgerðir ættu að miðast við lán af venjulegum fjölskyldubílum. Lúxusjeppanna má geyma í bili. Líklega tilheyra flestir þeirra þrotabúum í dag eða gera það fljótlega.


mbl.is Óska eftir upplýsingum stjórnmálaflokka vegna bílalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulbúin skattahræðsluáróður íhaldsins

Það er með ólíkindum hve íhaldið ætlar lengi að halda uppi endalausum áróðri til að hræða eldri borgara og almenning í þessu landi. Engin flokkur nema Sjálfstæðisflokkur hefur hækkað skatta á almenning. Sá flokkur hefur hækkað almenna launaskatta um allt að þriðjung af hundraði í stjórnartíð sinni síðustu 18 ár.

Sami flokkur bjó til lög um einkahlutafélög sem gerðu það að verkum að þeir sem þau eiga borga engin útsvör til sinna sveitarfélaga en nota alla þjónustu sem þar fer fram, gatnakerfi, leikskóla, grunnskóla, sorphreinsun, holræsi og allt það sem við almennir launamenn borgum með okkar útsvari. Þvílikir hræsnarar.

Nú er verið að tala um hátekjuskatt og eignaskatt. Ekki eignaskatt á íbúðarhúsnæði eldri borgara eða annarra heldur á þá sem hafa umtalsverðar tekjur af því að eiga aukahúsnæði, sama á hvaða aldri þeir eru. Það er ekki verið að tala um hátekjuskatt á venjulegar launatekjur, heldur ofurlaun. Skammist ykkar sjálfstæðismenn fyrir auglýsingaskrum og villu vegar. Þið bjugguð til leikreglurnar fyrir einkavæðingu bankanna og útrásarvíkinganna. Gerið skil á ykkar málum.


mbl.is Samfylkingin svarar auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þu ert ótrúlegur Bjarni

Þú ert ótrúlegur Bjarni. Þetta er þó öllu skárra en framsókn og miklu skárra en misheppnað framboð þitt.
mbl.is Bjarni Harðarson styður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dólgsleg árás á andstæðinga

Björn Bjarnason lætur ekki að sér hæða. Í Fréttablaðinu í dag, málgagni Baugsmiðla eins og sjálfstæðismenn hafa alltaf sagt, er heilsíðuauglýsing frá frænda Björns dáta um upptöku Evru með aðstoð alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þetta blæs fulltrúi Evrópusambandsins á. Þarna er önnur auglýsing undir dulnefni um skattahækkanir Samfylkingar og Vinstri grænna. Þvílíkar blekkingar. Ætlar þetta fólk í Sjálfstæðisflokknum aldrei að skammast sín. 
mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðakvótinn auðveldar brask

Ekki er annað að skilja á þessum nafna mínum, sem er í forsvari fyrir fiskvinnsluna á Bíldudal, en byggðakvótinn auk i á kvótabraskið og hlaði undir sægreifana, sem ekki eru að nýta kvóta þann sem þeir hafa að láni frá þjóðinni, í annað en brask. Þetta er haft eftir honum í fréttinni: "Haraldur segir að byggðakvótinn geri það mögulegt að leigja dýran kvóta fyrir vinnsluna." Ekki kemur hins vegar fram í fréttinni að áform Steingríms J. Sigfússonar ganga út á að fresta úthlutun byggðakvóta á næsta fiskveiðiári og meta að því loknu áhrifin af þessum breytingum. Erfitt er að átta sig á áhrifum þessara hugmynda strax en byggðakvótinn hefur víða valdið argaþrasi og verið notaður í allskonar brask. Má vera að sama verði uppi ef strandveiðihugmyndirnar verða að veruleika. Einfaldast er að banna allt brask milli útgerða með aflaheimildir og að þeir sem ekki nýta sér það sem úthlutað er skili því aftur til eigandans; þjóðarinnar.

Annars væri ágætt að bæði blaðamenn og viðmælendur, í þessu tilfelli, kynntu sér það sem um er að ræða. Það má finna hér. http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9637


mbl.is Allar forsendur bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband