Á þessu þarf að taka líka

Það hefur nánast ekkert heyrst frá stjórnmálaflokkunum um bílalánin. Auðvitað verða þau að vera með í pakkanum. Það er ekki nóg að taka á húsnæðislánavandanum því fólk situr eftir sem áður uppi með bílalánin og getur ekkert gert annað en reyna að borga. Ekki er hægt að selja bílana og heldur ekki skila þeim því þá dæma fjármögnunarfyrirtækin þá svo mikið niður að lítið stendur eftir.

Það má vel vera að stjórnmálamenn líti enn á bíla sem munað og það er líka ljóst að hluti þeirra bíla sem keyptur var á þessum lánum er það. fyrstu aðgerðir ættu að miðast við lán af venjulegum fjölskyldubílum. Lúxusjeppanna má geyma í bili. Líklega tilheyra flestir þeirra þrotabúum í dag eða gera það fljótlega.


mbl.is Óska eftir upplýsingum stjórnmálaflokka vegna bílalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Það má líka deila um hvort nýja fína íbúðin var alltaf nauðsynleg, og hvort gáfulega var að staðið. Staðreyndin situr eftir, að í mörgum tilfellum eru það ekki íbúðalánin, sem eru að gera útaf við fjölskyldurnar, heldur bílalánin, sumarbústaðalánin eða eitthvað slíkt. Og gleymum því ekki, að þau voru tekin með ,,aðstoð og ráðleggingum" fjármála ráðgjafa bankanna og jafnvel ríkisstjórnarinnar.

Það verður að taka allann pakkann með í dæmið.

Það er til lítils að semja um eina skuld, ef önnur dregur þig í gjaldþrot hvort eð er.

Börkur Hrólfsson, 21.4.2009 kl. 09:14

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já ég er svo sem sammála þér Börkur. Þetta var allt tekið í góðri trú hjá fólki en það er kannski spurning um forgangsröðun í byrjun. Taka þá fyrst sem er í hættu á að missa heimili vegna bílalána.

Haraldur Bjarnason, 21.4.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Við hvað á að miða? Á að hjálpa fólki sem keypti sér nýjan bíl á þrjár milljónir en ekki þeim sem keyptu notaðan jeppa á þrjár milljónir?

Sigurður Haukur Gíslason, 21.4.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, að á einfaldlega að miða við Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, en samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. er óheimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Þetta kemur skýrt fram í athugasemdum með lagafrumvarpinu, sem þýðir að umræddir lánasamningar eru ógildir, allir með tölu.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf að breyta gjaldþrotalögunum.  Þar þarf að skilgreina stöðu lándrottna upp á nýtt og banna fjárnám í heimilum fólks,  öðrum en þeim sem lánað hafa til íbúðakaupa.  Þannig að þeir sem mokuðu út bílalánum beri ábyrgð á sínum þætti í dæminu.

Ég setti inn blogg 15. október hvernig bjarga mætti fjárhagsvanda heimilanna og er ekki frá því að sú aðferð myndi gefast heimilum, fyrirtækjum og ríki betur en skjaldborgin hennar Jóhönnu & co.

http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/day/2008/10/15/

Magnús Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 13:09

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir góðar upplýsingar Guðmundur og Magnús. Þetta er það sem þarf að koma fram.

Haraldur Bjarnason, 22.4.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband