Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Óbreytt 2% hjá Kananum - 15,5% hér

Það er allt í tjóni í fjármálakerfinu hjá Kananum. Samt ætla þeir að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Davíð og co. ákváðu líka að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru óvart í 15,5% hér á landi. Geir samþykkir og veit ekki að neitt sé að. Því til viðbótar er hér nokkuð sem kallast lánskjaravísitala, byggð á fáranlegum grunni. Hún leggst ofan á vexti sem almenningur og fyrirtæki þurfa að greiða. Verðbólgan hér mælist 14-15%. Ætli lánskjaravísitalan eigi ekki sinn hlut í því. Kaninn hefur ekkert svoleiðis og engin vestræn þjóð. Er þetta í lagi?
mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband