Óbreytt 2% hjá Kananum - 15,5% hér

Það er allt í tjóni í fjármálakerfinu hjá Kananum. Samt ætla þeir að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Davíð og co. ákváðu líka að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru óvart í 15,5% hér á landi. Geir samþykkir og veit ekki að neitt sé að. Því til viðbótar er hér nokkuð sem kallast lánskjaravísitala, byggð á fáranlegum grunni. Hún leggst ofan á vexti sem almenningur og fyrirtæki þurfa að greiða. Verðbólgan hér mælist 14-15%. Ætli lánskjaravísitalan eigi ekki sinn hlut í því. Kaninn hefur ekkert svoleiðis og engin vestræn þjóð. Er þetta í lagi?
mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Davíð hefur tekið sömu afstöðu og kaninn það er Ekki neitt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.9.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta er nú merkilegt í ljósi þess að Davíð og félagar hafa alltaf verið svo heillaðir að öllu sem gert er í BNA  Kannski kaninn sé klárari í peningamálum en við. Nú er bandaríska ríkið komið með puttana í málið, hvað segir Hannes Hólmsteinn við því? það hlýtur að vera rétt fyrst Bandaríkjamenn gera það eins vitlaust og það er nú í Evrópu.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kaninn er að þjóðnýta. Davíð, Hannes Hólmsteinn og fleiri ættu að skoða það. Hvers vegna að hjálpa bönkunum? Það gengur ekki að þeir sem fengu þetta gefins á sínum tíma fái allt upp í hendurnar aftur. Það er þá bara að hira þá og hluthafar sem héldu þetta gróðavon missa bara þá von. Ekki eru þeir að tapa á okkur hér á landi með lánskjaravísitöluna, sem girðir þá bæði með belti og axlaböndum.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..hirða þá...átti það að vera

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband