Byggðakvótinn auðveldar brask

Ekki er annað að skilja á þessum nafna mínum, sem er í forsvari fyrir fiskvinnsluna á Bíldudal, en byggðakvótinn auk i á kvótabraskið og hlaði undir sægreifana, sem ekki eru að nýta kvóta þann sem þeir hafa að láni frá þjóðinni, í annað en brask. Þetta er haft eftir honum í fréttinni: "Haraldur segir að byggðakvótinn geri það mögulegt að leigja dýran kvóta fyrir vinnsluna." Ekki kemur hins vegar fram í fréttinni að áform Steingríms J. Sigfússonar ganga út á að fresta úthlutun byggðakvóta á næsta fiskveiðiári og meta að því loknu áhrifin af þessum breytingum. Erfitt er að átta sig á áhrifum þessara hugmynda strax en byggðakvótinn hefur víða valdið argaþrasi og verið notaður í allskonar brask. Má vera að sama verði uppi ef strandveiðihugmyndirnar verða að veruleika. Einfaldast er að banna allt brask milli útgerða með aflaheimildir og að þeir sem ekki nýta sér það sem úthlutað er skili því aftur til eigandans; þjóðarinnar.

Annars væri ágætt að bæði blaðamenn og viðmælendur, í þessu tilfelli, kynntu sér það sem um er að ræða. Það má finna hér. http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/9637


mbl.is Allar forsendur bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

snýst ekki allt málþóf sjálfstæðismanna um að þjóðin sé EKKI eigandi auðlindanna,annars er eitt skelfilegt við þessa hugmynd um strandveiðiflotann og það er sú staðreynd að einu sem eiga fjármuni til að kaupa báta til að veiða þennan fisk eru aðilar sem hafa þegar selt sig út úr greininni-þeir eru þegar með fullar hendur fjár sem þeim áskotnaðist við að selja óveiddan fisk...

zappa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:29

2 Smámynd: Einar Karl

Merkilegt að margir vilja viðhalda þessu leiguliðakerfi, m.a. Sj-flokkurinn samkvæmt opinberri stefnu, en flokkurinn geymir nú þrátt fyrir allt  margt skynsamt fólk... (eða er það allt flúið af hólmi?)

Einar Karl, 20.4.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband