Sjómenn taka þátt í olíukostnaðinum

Auðvitað minnkar núna áherslan á togveiðar. Olían kemur ekki til með að lækka aftur og rétt hjá útgerðinni að huga að olíusparandi veiðum með kyrrstæðum veiðarfærum. Taka uppsjávarfiskinn í nót, gleyma kolmunna, leggja línu og net, veiða á færi, sem er náttúruleg vænlegasti kosturinn. - Ég var á Snæfellsnesi í vikunni og talaði meðal annars við þá Runna og Rikka hjá útgerð Guðmundar Runólfssonar. Þar er verið að taka í notkun nýja toghlera sem spara orku Poly-Ice hlera með nokkurs konar flöpsum, sem minnka mótstreymi. www.skessuhorn.is - Svo er Eggert hjá HB-Granda að tala um olíustyrki, hvurslags bull. Eina útgerðin sem fær olíustyrki er sú íslenska og hún fær þann styrk frá sjómönnum sem borga hluta launa sinna í olíukostnað útgerðar. Það þekkist hvergi annarsstaðar.

Á loðnumiðum Á nótaveiðum, þær eru orkusparandi


mbl.is Olíuverð minnkar veiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég hef nú varann á mér þegar Poly-Ice kemur með fullyrðingar um eigið ágæti. Sjálfur var ég búinn að henda öllum hlerum frá þeim í land og notaði danska Thyboron hlera sem voru mun léttari í drætti. Gat minkað hlerana sem ég var að nota um 2 fermetra og samtals 2,5 tonn með betri árangri en fyrr. Náði niður olíueyðslu um 50 lítra á klst. Fór inn á vef Skessuhorns en fann ekki fréttina yfir þessa hlera sem þú talar um, ekki það að ég er búinn að heyra þennan söng frá Hampiðjunni svo oft að ég er næstum farinn að trúa þeim.

Víðir Benediktsson, 28.6.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Víðir það getur vel verið að þetta sé sölumennska hjá þeim en þeir eru að reyna. Fréttin er á vef skessuhorns. Málið er bara það að svo margt fer þar inn að þessi er komin í eldri frétti. Farðu neðst í  hægra hornið og fyrirsögnin er Nýir toghlerar spara olíu - kveðja Halli

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er nú svo svartsýnn strákar, að mér lýst djöfullega á framtíð togveiðanna undir þessum aðstæðum sem nú eru. Það lengist auðvitað eittvað í snörunni með nýjungum í hlerum, vírum o.fl. og helvítis fjöruskarkið hérna gefur áfram eitthvað af sér, en þetta lítur ekki vel út í heildina, finnst mér?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband