SVN stendur sig

Þetta er til fyrirmyndar hjá Síldarvinnslunni og ástæða til að óska Gunnþóri Ingvarssyni framkvæmdastjóra og stjórn SVN til hamingju með þessa ákvörðun. Síldarvinnslan var á sínum tíma stofnuð á félagslegum grunni til atvinnuuppbyggingar á Norðfirði og hefur alltaf staðið undir þeim kröfum sem gerðar hafa verið til hennar af samfélaginu. Margir voru farnir að óttast að samfélagsstuðningurinn glataðist þegar Samherji eignaðist ráðandi hlut í fyrirtækinu en Samherji hefur sýnt á Akureyri að menn gleyma ekki upprunanum og það sýnir sig núna.

Til hamingju Norðfirðingar með að eiga ennþá traust fyrirtæki sem hugsar um þá sem vinna hjá því og byggja það upp sem og samfélagið allt.


mbl.is Síldarvinnslan greiðir launauppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta.  Þessi ákvörðun er mjög góð hjá Gunnþóri og félögum.


Jón Halldór Guðmundsson, 22.12.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband