Jón og séra Jón

Ríkisstarfsmennirnir Jón og séra Jón búa við sömu götuna. Jón er með 200 þúsund á mánuði og séra Jón 700 þúsund krónur. Þeir eru ríkisstarfsmenn með meðaltalslaun upp á 450 þúsund. Þeir ættu því að hafa það að meðaltali gott. Eða er það ekki?  

Þetta meðaltalsrugl á engan rétt á sér. Nær væri að birta hve margir ríkisstarfsmenn eru með 150-250 þúsund á mánuði og svo framvegis og láta viðmiðun hópanna hlaupa á hundrað þúsund krónum. 


mbl.is Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Heyr, heyr!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.12.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hárrétt athugað.  Ég sé að vinur minn Guðbjörn er á sama máli og hlýtur því að styðja breytingar á skattkerfinu sem nýta skattkerfið til tekjujöfnunar til að verja hér, fyrirgefið, koma hér á velferðarkerfi.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.12.2009 kl. 22:34

3 Smámynd:

Eins og talað út úr mínu hjarta.

, 9.12.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú hefur starfshlutfallið hjá séra Jóni verið skert í 70% frá og með áramótum, hann fær því aðeins tæpa hálfa milljón á mánuði, en Guði sé lof, vinnumálastofnun mun greiða honum 25.000 í atvinnuleysisbætur.

Jóni var sagt upp Vinnumálastofnun mun griða honum 160 þús á mánuði í atvinnuleysisbætur.

En þá er það blessunin hún Jóna sem hefur 150 þús á mánuði hún verður léttari í febrúar og fær fæðingarorlof, að vísu verður hún að fresta töku eins mánaðar  til 2013. 

Guð sé lof velferðinni að norrænni fyrirmynd.

Magnús Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband