Afskiptaleysið fyrirfram ákveðið

Hvar er heilbrigðisráðherra? - Það er engu líkara en honum komi ekki við þegar stór hluti nauðsynlegrar þjónustu stærsta sjúkrahúss landsins lamast. - Eða ríkisstjórnin öll og þingheimur? Líklega hefur nú verið boðað til sérstaks fundar á Alþingi af minna tilefni en þessu.

Allt virðist í hnút. Forsvarsmenn spítalans hnika ekki frá áður teknum ákvörðunum, sem hátt í hundrað hjúkrunarfæðingar geta ekki sætt sig við. Því virðist ljóst að hjúkrunarfræðingarnir hætti störfum á baráttudegi verkalýðsins 1. maí.

Afskiptaleysi ráðamanna bendir til þess að þeim sé nokk sama þótt neyðarástand skapist á Landspítalanum. Þar geti verið gott að hafa allt í kaos og leysa svo málið með ohf eða einkavæðingu. Skítt með allt það fólk sem hefur unnið óeigingjarnt starf við að byggja upp þá frábæru heilbrigðisþjónustu sem þar er.


mbl.is Stál í stál á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Átúnaðargoð þessarar sjálfsstæðiskynslóðar er Thatcher. Það á að beita hennar aðferð og svelta skrílinn til hlýðni. Alveg merkilegt hvað sumir urðu heillaðir af norninni.

Víðir Benediktsson, 26.4.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er bara talað um "mannauðinn" á hátíðis- og tyllidögum og svona rétt fyrir kosningar.

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég verð að segja, mig undrar hvað þetta fær litla athygli. Staðan er grafalvarleg.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 13:17

4 identicon

Alveg makalaus framkoma stjórnavalda nú orðið.  Þetta fólk telur sig yfir allt og alla hafið . Ég veit sjálfur að hellingur af Elítunni fær  allt aðra þjónustu á sjúkrahúsunum en  fólk almennt, ég  hvet einhverja sem vinna þarna að staðfesta það.

Þessi sveltistefna er alveg með ólíkindum en þetta er líklega planað löngu fyrr svo langþráð einkavæðing verði "lausin" hjá sjálfstæðismönnum.

Það er markvisst stefnt að því að eyðileggja heilbrigðiskerfið, lífeyrissjóði og réttindakerfi hér.

Þetta er gert með þögn og afskiptaleysi eða er vankunnáttan svona rosaleg? 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er sammála Magnúsi að ráðamennirnir hafa fengið aðra þjónust og fara alveg örugglega til læknis án þess að borga tíeyring.

Guðlaugur var í viðtali fyrir nokkru 1-2 dögum, viðtal tekið í síma þar sem hann var staddur í London.

Gleymum því ekki að 47% landsmann kusu XD, ef við þyrftum að kjósa í dag myndi það engu breyta því þeir sem kjósa XD vita ekkert um hvað pólitík snýst.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband