Þá höfum við það - Það er rétt að bregðast við með ofbeldi

Forsætisráðherra telur að lögregla hafi brugðist rétt við í dag. - Hvað á hann eiginlega við? - Er ofbeldi það sem koma skal hér á landi? - Ástæðan fyrir harkalegum árásum lögreglunnar í dag  er í raun aumingjaskapur liðsmanna Geirs. - Annar úr liði Geirs, sjálfur yfirmaður lögreglunnar Björn Bjarnason, segir lögregluna hafa sýnt langlundargeð fram að þessu. Hvað er langlundargeð í hans huga? Er það þolinmæði til að geta beðið þess að beita ofbeldi.

Málið snýst ekki bara um lögreglu og trukkabílstjóra. Það snýst um það að ráðamenn þjóðarinnar fari niður úr þeim fílabeinsturni sem þeir sitja í og þar er enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar undanskilinn. Þeir ætluðu að þegja trukkabílstjóra í hel en nú hefur lögreglunni verið beitt á þá og aðra sem fylgdust með. Stjórnleysið varð algjört um leið og lögreglan hóf "aðgerðirnar", bæði hjá lögreglu og öðrum sem á staðnum voru. Þessi djöfulgangur bauð hættunni heim og lögreglan virtist koma með þeim tilgangi á staðinn ef marka má orð lögreglumannsins, sem fréttamenn Stöðvar 2 og RÚV töluðu við í dag. "Við látum verkin tala". - Þetta voru þeirra verk - Þau voru ógeðsleg og eiga ekkert skylt við að halda uppi lögum og reglu. Þetta var ofbeldi- Skammist ykkar, bæði lögregla og yfirvöld. -

GAS!!! - GAS!!! - GAS!!! það er víst þannig sem á að bregðast rétt við.


mbl.is Lögregla brást rétt við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algerlega sammála.  Ásetningur lögreglu var augljós.

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þetta var ekki gott til eftirbreytni, það er deginum ljósara.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband