Þeir bara tóku af skarið

Er þetta ekki svolítil einföldun hjá afbrotafræðingnum að segja þetta bundið við aðstæður einyrkja í atvinnurekstri? Þar hefur þetta vissulega mikil áhrif en víða annarsstaðar líka. Hann telur þarna upp atriði sem hreinlega eiga við allan almenning, ekki bara eldsneytisverðið heldur lækkun krónunnar, sem ekki veldur bara því að gjaldeyristengd lán hækka heldur allur innfluttur varningur líka.

Þetta allt saman kemur svo inn í hina illræmdu lánskjaravísitölu því forsendur fyrir henni eru þannig að eftir því sem því sem almenningur hefur það verr, þá hækkar hún. Hinir sem feitari eru fjárhagslega fitna hins vegar enn frekar. Þetta verður kannski ekki allt eins áþreifanlegt strax og hækkun gengistryggðu lánanna.

Þetta, ásamt fleiru sem stjórnvöld hafa látið reka á reiðanum, hefur valdið því að aðgerðir bílstjóranna fengu talsverða samúð almennings. Jafnvel þótt aðferðirnar bitnuðu á almenningi. Slagsmál, eggjakast, lögregluofbeldi og allt það sem fylgir eru svo bara aukaverkanir sem koma upp við svona mótmæli og geta líka komið upp við fullkomlega lögleg mótmæli eins og verkföll.

Bílstjórarnir voru fyrstir til að finna þetta á eigin skinni eins og afbrotafræðingurinn bendir á. Þeir létu til skarar skríða en í raun hefði verið ástæða fyrir margar aðrar starfsstéttir að fara af stað.


mbl.is Mótmælin ekki merki um breytt viðhorf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú þetta er nú líklega svolítil einföldun hjá honum, en hann er einmitt að benda á að mótmælin séu kannski farinn að snúast meira um slæma stöðu hjá litlum fyrirtækjum í þessum bransa. Og bendir einnig á að sú staða sé líka hjá almenningi.

Ég held að það sé mikið til í þessu hjá honum enda virðist þetta ekki vera mjög stór hópur manna sem er eftir af upprunalegu mótmælendunum.

Einnig held ég að síðustu aðgerðir bílstjóra hafi orðið til þess að almenningur stendur ekki lengur á bakvið þá.

Andrir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Áróðursmaskína stjórnvalda hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og spunameistarar hafa verið á fullu við að gera lítið úr "meintum" ástæðum atvinnubílstjóra fyrir þessari uppreisn.  Skollaleikurinn við Rauðavatn var vatn á millu stjórnvalda, því miður, en til þess var leikurinn gerður

Ef það kemur í ljós að yfirvöld ætli að "berja á" á öllum þeim, sem kunna að koma með "óraunhæfar" kröfur að þeirra mati, mun langlundargeð landans bresta með hvelli og erfitt er að sjá hvernig spunameistarar munu spinna sig út úr því

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband