Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Óbreytt 2% hjá Kananum - 15,5% hér

Það er allt í tjóni í fjármálakerfinu hjá Kananum. Samt ætla þeir að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Davíð og co. ákváðu líka að halda stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru óvart í 15,5% hér á landi. Geir samþykkir og veit ekki að neitt sé að. Því til viðbótar er hér nokkuð sem kallast lánskjaravísitala, byggð á fáranlegum grunni. Hún leggst ofan á vexti sem almenningur og fyrirtæki þurfa að greiða. Verðbólgan hér mælist 14-15%. Ætli lánskjaravísitalan eigi ekki sinn hlut í því. Kaninn hefur ekkert svoleiðis og engin vestræn þjóð. Er þetta í lagi?
mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásmundur heggur á hnútinn

Það er vonandi að þessi tillaga ríkissáttasemjara gefi ljósmæðrum eitthvað í aðra hönd. Líklegt er þó að hún gangi ekki út að uppfylla allar kröfur þeirra en jafn líklegt að hún sé skárri kostur en það sem ríkisvaldið hefur boðið hingað til. Ásmundur er þarna að höggva á þann hnút sem duglaus fjármálaráðherra og ríkisstjórn hafa ekki getað leyst.
mbl.is Verkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært

Það var orðið löngu tímabært að sameina fréttastofurnar og undarlegt að það hafi verið gert fyrir mörgum árum. Langt er síðan fréttamenn svæðisstöðvanna fóru að vinna fréttir jöfnum höndum í útvarp og sjónvarp. Það hefur alla tíð gefist vel. Oft hefur manni fundist óþarfa tvíverknaður þegar fréttamenn frá sitt hvorri fréttastofunni hafa verið að vinna í sama máli. Þetta verður örugglega til að styrkja RÚV.
mbl.is Fréttastofur RÚV sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar til að semja - Geir segir enga kreppu

Það er þó góðs viti í allri þessari skömm ríkisstjórnarinnar að boðað hefur verið til nýs samningafundar í fyrramálið. Árni Matt., Geir, Solla og allir hinir farið nú að skammast ykkar í eitt skipti fyrir öll og semjið við ljósmæður!! - Þetta er óþolandi ástand og reynið ekki að verja ykkur með einhverju krepputali. Geir segir að það sé engin kreppa.


mbl.is Samningar náðust ekki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna kemur skýringin á lyktinni

Þess vegna hefur þessi lykt alltaf verið í Reykjavík. Ég hélt alltaf að hún kæmi af heita vatninu og borholunum sem blésu í borginni, eins og við Stýrimannaskólann og víðar. En þrumarinn er sem sagt skýringin.
mbl.is Reykvíkingar sólgnir í þrumara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eimskip í djúpum.....

Eimskip virðist vera í frekar djúpum skít núna og miðað við það sem breskir fjölmiðlar eru að segja frá og kom fram í hádegisfréttum RÚV þá hefur eitthvað gruggugt verið á ferðinni. KPMG var alla vega ekki tilbúið að skrifa upp á þessar gjörðir. Ljótt er ef satt er. En Björgólfarnir ætla víst að bjarga málum. Spurning hvort það er of seint.
mbl.is Eimskip lækkaði um 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hætta á að Flugfélag Íslands fari á hausinn

Það virðast öll flugfélög vera að fara á hausinn. Hvað með Icelandair (Flugleiðir) og Iceland Express? Það er engin hætta á að Flugfélag Íslands fari á hausinn. Það getur alltaf velt sínum kostnaði út í verðlagið og hefur gert það rausnarlega í gegnum árin.
mbl.is Viðræður hjá Alitalia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með milljón undir koddanum

Við erum að halda uppi fólk sem er með frá 200 þúsundum til 1, 6 milljóna króna undir koddanum. - Halló - halló!!! - hvorki ég né fleiri erum með svoleiðis peninga heima fyrir. - Úr landi með það lið strax en látið hina vera sem ekkert fannst hjá.
mbl.is Hælisleitandanum ekið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gott að búa í Kópavogi"

"Það er gott að búa í Kópavogi", líklega eru þessi orð Gunnars J. Birgissonar rétt. Fjölgun um 10.000 á 10 árum er nokkuð gott. Akureyringum fjölgaði um 400 á síðasta ari og þótti gott, Akurnesingum fjölgaði um 600 á sama tíma og þykir enn betra. Á meðan fækkar víða um land, eðlilega, allir eru að flytja í Kópavog.
mbl.is Kópavogsbúar þenja sig í 30 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann ökklabrotnaði

Þyrlur Gæslunnar hafa marg sannað sig að undarnförnu og vonandi að þessi gangnamaður jafni sig sem fyrst.  Hitt er annað. Málfarið hjá mbl.is Skoðum þetta: Hlaut hann opið ökklabrot og var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að flytja hann á sjúkrahús. Að hljóta eitthvað er yfirleitt tengt happi; hlaut lottóvinning, hlaut happdrættisvinning...o.s.frv. Ég held að maðurinn hafi alls ekki verið heppinn að ökklabrotna. - Var ekki bara einfaldlegra að segja þarna að maðurinn hefði ökklabrotnað? 
mbl.is Gangnamaður slasaðist á afrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband