Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ruglukollar að sunnan rugla landsbyggðina

Alltaf gerist það þegar kemur að "hagræðingu" hjá stórum fyrirtækjum að byrjað er á þeim sem eru smæstir. Þannig er alþekkt að skúringakonum er sagt upp þegar spara þarf. Nú leggur Sparisjóðurinn í Keflavík niður útibú á Borðeyri. Eflaust reikna þeir þetta þannig að þarna séu lítil innlegg og fáir komi miðað við það sem gerist suður á Reykjanesi. Ætli að það sé ekki hægt að taka til hjá þeim syðra og spara meira en segja upp einum starfsmanni þarna. Sama gerði Ríkisútvarpið ohf þegar Palli Magg og kó taldi að best væri að spara með því  að fækka, þá var fréttamönnum á svæðisstöðunum fækkað, sem varð til þess að einn besti og traustasti fréttamaður okkar á landsbyggðinni, Edda Óttarsdóttir á Egilsstöðum sagði upp störfum. Auðvitað hefði verið að hægt að spara laun fréttamanna á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi með smá hagræðingu í höllinni í Efstaleitinu. Það er ömurlegt hvernig einhverjir ruglukollar á suðvesturhorninu geta ruglað samfélögum á landsbyggðinni með einu pennastriki.
mbl.is Sparisjóðsafgreiðslu lokað á Borðeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðist samt

"Þetta á ekki að geta gerst", segir öryggisstjórinn en það gerðist. Nú þarf að kanna hvort svona spennistöðvar eru víða. Þær eru nauðsynlegar en það hlýtur að vera hægt að koma loftræstingunni þannig fyrir að ekki sé hægt að stinga einhverju þar inn og valda tjóni. Þarna var barn að gera þetta en vel gæti hugsast að þeir sem vildu valda tjóni myndu gera þetta af einhverjum annarlegum ástæðum. - Vona að stelpan litla nái sér að fullu eftir þetta.
mbl.is „Þetta á ekki að geta gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreppsnefndarmenn í Reykjavík, hugsið aðeins

Hreppsnefndin í Reykjavíkurhreppi er löngu búin að gleyma hlutverki sínu. Ef Reykjavík ætlar að standa undir nafni sem höfuðstaður þá fylgja því ýmsar skyldur. Þetta með strætó og frítt í hann fyrir námsmenn er eitt dæmi, flugvöllurinn er annað og lengi mætti telja. Ætli hreppsnefndarmenn þarna hafi gert sér grein fyrir hvaða tekjur Reykjavíkurhreppur hefur af framhaldsskólum, háskólum og allri þjónustu í kringum það. Hverjir borga? - Jú landsmenn allir vegna þess að þessir skólar eru þar sem fjöldinn er og flestir geta haft aðgang að þeim. - Voru það Reykvíkingar einir sem byggðu upp Háskóla Íslands árið 1911. - Nei þá voru hreppsbúar svo fáir þar og engan vegin sjálfbjarga um lifibrauð. - Hanna Birna og þið hreppsnefndarmenn allir í Reykjavík hugsið aðeins!
mbl.is Stúdentar færa lögheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig spennistöðvar eru þetta?

Þetta er stórfurðulegt. Hvernig má það vera að hægt sé að stinga einhverju inn í spennistöð, þar sem innan dyra er mikil spenna. Þetta hljóta að vera meingallaðar spennistöðvar. Ástæða er til að skoða það nánar ef mikið er af svona ófullkomnum spennistöðvum í landinu.
mbl.is Barn fékk mikið raflost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórar andarnefjur í Pollinum

Andarnefjustofninn í Norður-Atlantshafi er greinilega búinn að uppgötva hversu mikill sælureitur Eyjafjörðurinn er. Nú eru þær orðnar fjórar andarnefjurnar í Pollinum. Ég skrapp inn undir leirurnar í hádeginu. Þar var fjöldi fólks eins og fyrri daginn að fylgjast með og um tíma var þetta orðið spurning hver væri að horfa á hvern því hvalirnir komu alveg upp að landi. Annars virtust þeir alltaf synda ákveðinn hring sem tók svona tíu til fimmtán mínútur. 

Andarnefjur_4 Andarnefjur_3 Andarnefjur Andarnefjur_1


Treystir Árni dómstólum eða ekki

Hann er ótrúlegur hann Árni Mathiesen. Hann tekur ekki mark á dómstólum varðandi greiðslur ríkisins til Impregilo á sama tíma og hann kærir ljósmæður til dómstóla fyrir að vilja ekki vinna hjá ríkinu á þeim launum sem eru í boði þar. Samkvæmt þessu má ekki búast við að hann taki mark á niðurstöðu þess dóms.
mbl.is Segir endurgreiðslukröfu Impregilo óljósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira mannvirki en margir halda

Hraunaveita er mun meira mannvirki en margir gera sér grein fyrir. Einhvern veginn fór bygging Ufsarstíflu mjög hljótt en hún er ekkert smá mannvirki með 40 metra háum turni. Ekki er langt inn að Eyjabökkum frá lóninu og blasa þeir við þaðan. Þarna er eiginlega komin gamla hugmyndin um Flljótsdalsvirkjun að stórum hluta inn í Kárahnjúkadæmið.
mbl.is Jökulsá í Fljótsdal virkjuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var að þessum flugmanni?

Hvernig getur það gerst að flugvél hitti ekki á flugvöllinn á Egilsstöðum, besta flugvöll landsins, þar er ekkert sem hindrar og aðflugsbúnaður sá besti á landinu. Þetta þarf að athuga vel og ekki síst ástand flugmannsins. Sem betur fer er vítt til veggja við Egilsstaðaflugvöll en hálfur kílómetri er svoldið mikið og þá er stutt í byggð.
mbl.is Flugvél lenti utan flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt

Hvar er restin af ríkisstjórninni? -  Hvað segir eini málsvari almennings í þessari ríkisstjórn; Jóhanna Sigurðardóttir, við þessari svívirðilegu framkomu fjármálaráðherra? - Þetta er hreint út sagt ótrúlega svívirðilegt. - Málshöfðun - Fyrir það eitt að vilja hætta störfum vegna lélegra kjara. - Árni dýralæknir og félagar hans í ríkisstjórninni kunna hreinlega ekki að skammast sín. Eitt orð yfir þetta: ÖMURLEGT
mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleira til en álver

Þessi aflþynnuverksmiðja í Krossanesi er dæmi um góða stóriðju, sem skapar fjölmörg störf. Svona verksmiðja er umhverfisvæn og á allan hátt vænlegur kostur. Svipað er uppi á teningnum í Skagafirði með skoðunina á koltrefjaverksmiðjunni og netþjónabúið á Miðnesheiði. Allt skapar þetta gjaldeyri og vinnu fyrir fjölda fólks. - Það er ýmislegt fleira til en orkufrekar, mengandi álverksmiðjur.
mbl.is Vilja tvöfalda framleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband