Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Frumkvöðlar á mörgum sviðum

Þetta eitt og sér sýnir að nafli alheimsins er ekki í Reykjavíkurhreppi. Það er hægt að gera ýmsa hluti utan 101. Þótt Reykjavíurhreppur sé ágætur út af fyrir sig, þá er mannlíf víðar. Háskólinn á Akureyri hefur sannað sig enda afburða fólk þar við störf og háskólasetur fyrir austan og vestan með tilstyrk hans og fleiri háskóla eru framtíðin. Háskólinn á Akureyri er að vinna frumkvöðlastarf og þar er fólk að standa sig vel.
mbl.is Metútgáfa í Háskólanum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að byrjunarlaun þessara stétta séu þau sömu

Er ekki læknanámið álíka langt og ljósmæðranámið? Hvort tveggja er í heilbrigðisstétt og því verið að fást við svipaða hluti. Er þá ekki bara eðlilegt að byrjunarlaun lækna verði hin sömu og byrjunarlaun ljósmæðra. Hvorki hærri né lægri.
mbl.is Síðasta hálmstráið á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marinó Bjarni þriggja ára

Afastrákurinn minn og uppáhaldið, hann Marinó Bjarni Magnason á afmæli í dag. Hann er orðinn þriggja ára strákurinn - Til hamingju með áfangann, elsku karlinn minn. - Sjáumst.

Að leika sér heima í Ásabyggð 

Heima í Ásabyggðinni að leika sér en uppáhaldið hún Lína Langsokkur tilbúin á skjánum

 


Stöndum saman Skagamenn!

Ég ætla rétt að vona að knattspyrnuforystan á Akranesi ráði þá Arnar og Bjarka áfram til starfa. Þeir eru gegnheilir Skagamenn og vita hvað þarf til að koma ÍA aftur í fremstu víglínu. Einhver spurning um próf og réttindi til knattpyrnuþjálfunar skipta þar engu máli. Menn verða ekki fagmenn af prófunum einum saman, þar skiptir reynsla og tilfinning mestu máli. Þeir vita að það þarf að byggja liðið upp á heimamönnum, ungum strákum, sem nú eru að gera góða hluti í öðrum og þriðja flokki. Það hefur alltaf reynst best. Munum hvað gerðist í þessi tvö skipti sem við féllum niður. Upp komu ný lið skipuð heimastrákum, sem gerðu góða hluti og urðu Íslandsmeistarar mörg ár í röð. Stöndum saman Skagamenn um Arnar, Bjarka og alla þá ungu stráka sem eiga eftir að spjara sig.
mbl.is Bjarki: „Okkar skylda að halda áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona getur þetta verið misjafnt

Hvar liggur misskilningurinn í þessu máli eða var hann einhver því oftast eru það karlar sem eru sakaðir um svona lagað? Var misskilningurinn hjá karlinum? Þá hlýtur hann að vera hálf svekktur með niðurstöðuna. Var misskilningurinn hjá forsvarsmönnum Landspítalans? sem nú þurfa að punga út peningum af naumum fjárveitingum. Eða misskildi Hæstiréttur allt málið og dæmdi því konunni í hag? - Annars vann ég einu sinni á vinnustað þar sem góð og skemmtileg kona var. Svo hætti hún störfum. Næst þegar hún kom að heilsa upp á okkur, gömlu vinnufélaganna, sögðumst við sakna hennar og spurðum hvers vegna hún hefði hætt, þá stóð ekki á svari. "Þetta var svo líflaust hérna, þið karlarnir sýnduð ekki einu sinni kynferðislega áreitni." - Svona getur þetta nú verið misjafnt.
mbl.is Fær 800 þúsund í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þetta ekki heyrst áður?

Augnablik! - Hefur Geir ekki sagt eitthvað álíka áður? - Sagði hann ekki fyrir nokkuð löngu að botninum væri náð og krónan færi fljótlega upp aftur. - Síðan hefur hann og hans lið ekkert gert. - Að sjálfsögði gerist ekki jákvætt með krónuna á meðan.
mbl.is Staða krónunnar tímabundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaust selsdráp

Þetta selsdráp í Fjarðará á Seyðisfirði verður undarlegra eftir því sem meira er fjallað um það. Mér hefur fundist að Lalli yfirlögga (Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði) væri ótrúlega mjúkur í viðtölum um þetta. Hann talaði um rétt veiðiréttareigenda til að drepa seli en mér er spurn mátti ekki fyrst reyna að fæla selinn úr ánni eða fanga hann með einhverjum hætti. Óli bæjó (Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri) er hins vegar ákveðnari í svörum. Þá var athyglisvert viðtal á Rás 2 í dag við konu sem býr á bökkum Fjarðarár og varð vitni að atburðinum. Burt séð frá silungaáti selsins og hugsanlegu tjóni veiðiréttareigenda þá finnst mér þetta selsdráp gjörsamlega siðlaust. - Nú er það verkefni sýslumannsembættisins á Seyðisfirði að rannsaka þetta vel og koma í veg fyrir að byssumenn gangi lausir í þéttbýli.

agust 002 Sýsluskrifstofan á Seyðisfirði


mbl.is Heimilt að skjóta sel en ekki án samþykkis lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn standa sig vel

Það hefur verið gaman að fylgjast með hve vel hefur tekist til með móttöku þessa fólks til Akraness enn sem komið er. Það er mikil vinna eftir bæði fyrir þessa einstaklinga og Akurnesinga. Ef haldið verður áfram af sama eldmóði er þó engu að kvíða í þeim efnum. Skagamenn standa sig vel sem fyrr, til hamingju með þetta.

IMG_8581 Frá Akranesi


mbl.is Flóttafólkið boðið velkomið á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð hvasst á Brekkunni

Hann hefur greinilega verið nokkuð hvass á Brekkunni á Akureyri í nótt. Varð hins vegar lítið var við þetta í Þorpinu. Fór um Brekkuna í morgun og sá nokkur tré á hliðinni, stór og mikil tré sem höfðu rifnað upp með rótum. Líklega er þá grunnur jarðvegur þarna. Þá voru víða brotnar greinar og ýmislegt lauslegt hafði farið af stað. Tók þessar myndir við Hrafnagilsstræti en þar rétt hjá við Ásabyggð var verið að fjarlægja tré sem fallið hafði yfir götuna.

Gasgrill á tæpasta vaði                                                    Reynitré á hliðinni

Þetta gasgrill rétt slapp við fall                                  Stórt reynitré á hliðinni


mbl.is Virðist vera að lygna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skjóta sel í Fjarðará????

Hvað hefur gengið að þessum manni? Að skjóta sel í Fjarðará á Seyðisfirði! Selir hafa oft verið augnayndi á Lóninu í Seyðisfirði og oft komið inn undir brúna og upp fyrir. Ég man aldrei eftir að selur hafi verið skotinn þar. Það er eins gott að ekki skuli vera svona byssuóður maður á ferð hér við Pollinn á Akureyri þessa dagana meðan andarnefjurnar gleðja augu okkar hér. Full ástæða fyrir lögregluna í embætti sýslumannsins á Seyðisfirði (þótt mogginn tali um lögguna á Egilsstöðum, sem er í sama umdæmi) að taka fast á þessu. - Upprætum svona ósóma. Líka fulgadráp í fjörum landsins. - Kannski var þetta kópurinn sem Einar Bragi sagði frá og birti myndir af á blogginu sínu um daginn: http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/636601/
mbl.is Selur skotinn í íbúðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband