Að skjóta sel í Fjarðará????

Hvað hefur gengið að þessum manni? Að skjóta sel í Fjarðará á Seyðisfirði! Selir hafa oft verið augnayndi á Lóninu í Seyðisfirði og oft komið inn undir brúna og upp fyrir. Ég man aldrei eftir að selur hafi verið skotinn þar. Það er eins gott að ekki skuli vera svona byssuóður maður á ferð hér við Pollinn á Akureyri þessa dagana meðan andarnefjurnar gleðja augu okkar hér. Full ástæða fyrir lögregluna í embætti sýslumannsins á Seyðisfirði (þótt mogginn tali um lögguna á Egilsstöðum, sem er í sama umdæmi) að taka fast á þessu. - Upprætum svona ósóma. Líka fulgadráp í fjörum landsins. - Kannski var þetta kópurinn sem Einar Bragi sagði frá og birti myndir af á blogginu sínu um daginn: http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/636601/
mbl.is Selur skotinn í íbúðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja... Þetta hefur nú tíðkast í ósi Blöndu, sem er eins og flestir vita í miðjum bænum.  Enda er selur ekki velkominn þar sem menn/konur stunda stangveiði

Sá sem veit betur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér fynnst það verst að hann skuli ekki hafa hyrt feng sinn og nýtt.

Það ekki að skjóta neitt sem ekki á að nýta að einhverju eða öllu leiti. Það sem er með skilagjald á sér eins og Refur, Minkur og Útselur teljast þar ekki inn í, en þá er nú samt betra að ganga frá hræinu almennilega.

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei en stangveiði er sáralítil í Fjarðará á þessum árstíma og efast um að viðkomandi sé að verja silung sem þangað gengur. Það býr eitthvað annað að baki. Selir í stórum hópum geta að vísu verið skaðræði við silungs- go laxveiðár en það á auðvitað ekki að vera að skjóta þá við þéttbýli, hvort sem er í Blöndu eða annars staðar. Sums staðar hafa þeir verið fældir burtu með púðurskotum úr byssum sem skjóta með reglulegu millibili. Man eftir svoleiðis við laxveiðiár í Dölum og Borgarfirði áður fyrr. Sama aðferð hefur verið notuð við gæsir við Egilsstaðaflugvöll, en þá við misjafna aðdáun íbúa sem heyra hvellina á nóttunni.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar, þetta var nú örugglega saklaus landselur og líklega kópur.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þá á líka einungis að skjóta hann (selinn) ef veiðimaðurinn ætlar að nýta hann. flá af honum skinnið og eta ketið. Ekki bara skjóta sér til gamans og engum til gagns.

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æi heldur er nú nöturlegt að skjóta greyið sem hefði án efa glatt ungviðið á Seyðisfirði

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

við ættum nú ekki að kenna börnum okkar að selir séu eitthvað góðir og fallegir. ekki frekar en að við ættum að kenna þeim að minkar eða rottur séu góðar og fallegar. því þetta eru jú minkar hafsins.

Fannar frá Rifi, 16.9.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fannar auðvitað skoða börn dýr með jákvæðni í huga og ég gerði það líka. Lömbin eru falleg að vori, hreindýr eru falleg í austfirskri náttúru, mýs geta verið fallegar, meira að segja minkar og refir. Hvalir eru líka fallegir, jafnvel loðna síld, silungur, lax, þorskur og ýsa. Nautin líka og svínin. Kálið er fallegt og grænmetið í blóma. Hvað er svo slæmt við að kenna þeim að þetta sé hluti af lífríkinu eins og við. Segja þeim að matvæli og annað í lífríkinu verði ekki til í búðunum eins og margir halda um peningana og Seðlabankann. - Raunveruleikann upp á borðið - Ekkert fals.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Tek undir þetta Haraldur.

það er orðið svo algengt að börn í dag séu alveg sambandslaus við náttúruna. maturinn verður til útí búð hugarfar. 

síðan eru margir sem reyna að gera dýr að mannlegum verum. reyna búa til einhverjar tilfinningar í dýrum sem ekki eru til staðar. svona eins og maðurinn sem sagði birnir væri góð dýr og vinir sínir, stóð í áraraðir vörð um birnina, eða alveg þangað til einn af björnunum varð svangur og át hann. 

oft eru foreldrar hræddir við að segja börnum sínum að litla sæta lambið verður að steik að hausti á borðinu heima. fyrringing er mikil í samfélaginu. 

Fannar frá Rifi, 17.9.2008 kl. 10:22

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Halli áin er einmitt full af fiski á þessum tíma....en það réttlætir þetta ekki að mér finnst.

Einar Bragi Bragason., 17.9.2008 kl. 13:57

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jú það getur verið en ég held að einn kópræfill geri ekki stóran skurk í fiskistofninn. Sama má svo sem  segja Pollinn hér á Akureyri. Hann er fullur af seiðum og eflaust er þar líka síld. Engum dettur samt í hug að skjóta andarnefjurnar sem moka þessu upp í sig. Svo er nú yfirleitt bannað að skjóta úr byssu innan bæjarmarka, nema með sérstöku  leyfi. það sama hlýtur að gilda á Seyðisfirði, hvort sem selir eru réttdræpir eða ekki eins og mér heyrðist Lalli yfirlögga segja í hádegisfréttum.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband