Siðlaust selsdráp

Þetta selsdráp í Fjarðará á Seyðisfirði verður undarlegra eftir því sem meira er fjallað um það. Mér hefur fundist að Lalli yfirlögga (Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði) væri ótrúlega mjúkur í viðtölum um þetta. Hann talaði um rétt veiðiréttareigenda til að drepa seli en mér er spurn mátti ekki fyrst reyna að fæla selinn úr ánni eða fanga hann með einhverjum hætti. Óli bæjó (Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri) er hins vegar ákveðnari í svörum. Þá var athyglisvert viðtal á Rás 2 í dag við konu sem býr á bökkum Fjarðarár og varð vitni að atburðinum. Burt séð frá silungaáti selsins og hugsanlegu tjóni veiðiréttareigenda þá finnst mér þetta selsdráp gjörsamlega siðlaust. - Nú er það verkefni sýslumannsembættisins á Seyðisfirði að rannsaka þetta vel og koma í veg fyrir að byssumenn gangi lausir í þéttbýli.

agust 002 Sýsluskrifstofan á Seyðisfirði


mbl.is Heimilt að skjóta sel en ekki án samþykkis lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

naa saa der er en Lauritz betjent i Seyðisfjörður.  Kráin i Köben sem heitir LB er alltaf kölluð Lalli lögga af Íslendingum.  Þetta dráp á kópnum er algerlega ömurlegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Drepa þeir kanske kindur þarna líka?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.9.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

er selurinn orðin að kóp?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað fjandi ertu að verða viðkvæmur félagi. Heyrði viðtalið við Lalla og greinilegt að honum fannst þetta ekkert stórmál. lét Gísli Marteinn ekki skjóta sílamáva út og suður í hjarta Reykjavíkur. Þú vilt ekki vita hvar ég var staddur síðast þegar ég skaut sel.

Víðir Benediktsson, 17.9.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta minnir á söguna þegar austfirðingurinn bauð norðlendingnum á selungaveiðar og norðlendingurinn svaraði: Við köllum þá nú kópa heima hjá mér.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Veit ekki um heimaslátrun Kristján en kindur fara eflaust í slátrun til Húsavíkur, það er ekkert sláturhús á Austurlandi lengur. Kjartan Pétur ég held að þetta sé ábyggilega kópur eða í mesta lagi eins árs gamall miðað við myndirnar sem Einar Bragi tók af honum um daginn og þú getur séð hér http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/636601/

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir kræklingur kann ekki að skammast sín

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 20:23

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svona villimaður eins og þú, Víðir, hefur ábyggilega verið inni í miðri byggð. Mér finnst þetta samt klúður og ég er sammála þér að Lalla fannst þetta ekkert stórmál. Þarna voru krakkar búnir að vera að dást að selnum og þetta er nánast eins og skjóta sel í húsdýragarðinum. Hólmdís flámælskan hefur oft valdið messkelnenge. Til dæmis þegar Austfirðingurin keypti bíl frá Keflavík og kom svo til bifreiðaeftirlitsmannsins og vildi fá Ö númerið sitt á bílinn því hann þyldi ekki að vera með þetta Ö númer á honum - U fyrir austan hér áður fyrr en Ö í Keflavík.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 20:28

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Svona hegðun og viðbrögð er auðvita ekki annað en staðfesting á því hvað mannskeppnan er fjölbreitileg. Það sem einum þykir ekkert tiltökumál, þykir öðrum mjög alvarlegt.

Núna eru náttúruverndarsamtök úti í heimi að banna veiðar á þorski og heimta m.a. 1.5% af verðmæti aflans í vottunargjöld í sinn vasa svo að það megi selja fiskinn í búðum þarna úti!

Það er í raun ekki neitt annað en mafíustarfsemi!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 20:43

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Allt í góðu með það. Hólmdís, Ég er ekki Víðir kræklingur. Það er nafni minn Björnsson og sá hefur nú ekki aldeilis velt sérstaklega fyrir sér hvar hann er staddur þegar hann mundar hólkinn enda snillingur af Guðs náð.

Víðir Benediktsson, 17.9.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér með þessi vottunargjöld og válistann Kjartan en það er bara álíka siðleysi og selsdráp í miðir íbúðabyggð. 

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 20:54

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ok...fyrirgefðu misskilninginn....auðvitað átti ég að muna það Benediktsson.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:04

13 Smámynd: Gulli litli

Það er ekkert siðlaust við að drepa sel....en innanbæjar....jú.

Gulli litli, 18.9.2008 kl. 11:08

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nákvæmlega, gulli litli

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband