Löngu tímabært

Það var orðið löngu tímabært að sameina fréttastofurnar og undarlegt að það hafi verið gert fyrir mörgum árum. Langt er síðan fréttamenn svæðisstöðvanna fóru að vinna fréttir jöfnum höndum í útvarp og sjónvarp. Það hefur alla tíð gefist vel. Oft hefur manni fundist óþarfa tvíverknaður þegar fréttamenn frá sitt hvorri fréttastofunni hafa verið að vinna í sama máli. Þetta verður örugglega til að styrkja RÚV.
mbl.is Fréttastofur RÚV sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það gleðilegasta við þessa frétt er að útvarpsstjóri slysaðist til að setja afburðamann í greininni sem fréttastjóra en ekki einhvern pólitískan þræl eða vin Ceausescus Oddssonar. Að öðrum ólöstuðum er Óðinn Jónsson fremstur meðal jafningja í þetta starf. Til hamingju RÚV og til hamingju fréttastjóri!

corvus corax, 16.9.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óðinn Víkingur er góður í starfið

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 11:39

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já ég hef oft furðað mig á hvers vegna þetta væri ekki sameinað.. en nú hafa þeir sem sagt séð ljósið..  Gangi þeim sem best, það er gott fólk þarna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er úrvals lið fréttamanna hjá RÚV. Óðni hefur farnast vel í fréttastjórastarfinu, sama var um Elínu Hirst hjá fréttastofu Sjónvarps en ég er viss um að Óðinn Víkingur spjarar sig vel í þessu, aðalatriðið er að ná liðinu öllu saman. Þeir sem hafa verið lengi sjónvarps- eða útvarpsmeginn þurfa örugglega einhvern tíma til að ná þessu. Nokkrir þekkja til beggja miðla og þetta verður léttara fyrir þá.

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband