Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Fádæma klúður

Það var mál til komið að hreppsnefndin í Reykjavík sá að sér í þessu fádæma klúðri og eiginhagsmunapoti sem allt þetta mál hefur verið. Auðvitað átti strax að semja við lægstbjóðanda, SÁÁ, sem eitt er fært um að sjá um svona mál af fullri ábyrgð. Nú á að ræða við alla fjóra sem sýndu áhuga. Getur hreppsnefnd Reykjavíkur virkilega ekki brotið odd af oflæti sínu og samið við þá sem kunna, geta og vilja. Þá sem vilja auk þess gera þetta fyrir minnstu peningana og hafa mesta fagþekkinguna. Skammist ykkar og semjið við SÁÁ strax.
mbl.is Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna heppin að hafa flugvöll í Reykjavík

Mikið er nú oddviti Reykjavíkurhrepps hún Hann Birna heppin að það skuli vera flugvöllur í Reykjavík. Ef hann væri ekki á sínum stað í Vatnsmýrinni núna þá hefði hún ekkert hlutverk í þessari móttöku. Nú hefur hún þó hlutverk sem Árni Sigfússon hefði eflaust sinnt ef lent hefði verið á Miðnesheiði. Annars verður þetta ábyggilega flott móttaka og Palli örugglega í silfurgalla að syngja með Valgeiri.
mbl.is Silfurvélin á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Met í Andakílsá: 23 laxar á stöng á dag

Það er víðar veiði en í Rangánum. Mér þykir ekki ólíklegt að í gær og fyrradag hafi hann Guðni Eyjólfsson frændi minn, 92 ára gamall og hans fjölskylduholl sett met en þeir fengu 47 laxa á einum degi á tvær stangir í Andakílsá. Allt á flugu. Líklega er þetta Íslandsmet í fluguveiði. Þeir voru með hálfan dag á mánudag og hálfan daginn í gær. Ekkert veiddist fyrr en um 6 síðdegis á mánudag. En meðaltalið er 4 laxar á klukkutímann á tvær stangir yfir veiðitímann. Í fréttinni er talað um 15 laxa á stöng á dag í Rangánum sem er auðvitað gott en þetta eru 23,5 laxar á stöng á dag. Með Guðna voru Guðni Steinar sonarsonur hans, Birgir sonur hans, Sverrir Heiðar tengdasonur Birgis og Gunnar Jónsson bróðursonur Guðna. Sjá nánar www.skessuhorn.is

ferðir og fl 2008 312 Guðni dregur lax í Andakílsá fyrr í sumar.


mbl.is „Er ekkert venjuleg veiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg hey - Ísland er stórasta land í heimi

Þetta að fá einhverja til að slá og hirða er mjög snjallt. Margir ungir menn í sveitum hafa nú atvinnu af því að slá og hirða fyrir bændur, sem geta sinnt bústörfunum á meðan. Þetta verður til þess að ungir menn með brennandi áhuga á búskap og vélum en engan búskap eða kvóta geta haft vinnu við sín áhugamál í heimabyggð. - Sniðugt á Íslandi! - Þessi setning mbl.is vekur hins vegar athygli: Meðal annars hafa verðhækkanir á rúllubakkaplasti  - Hvaða bakkar eru notaðir í þetta? - Nóg störf eru á Íslandi við landbúnað - "Ísland er stórasta land í heimi!"
mbl.is Ljúka heyskap á sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er löngu ljóst

Það er löngu orðið ljóst að óhætt er að veiða mun meiri þorsk við Ísland en leyft er nú. Starfsaðferðir og reiknikúnstir Hafró þurfa verulegrar endurskoðunar við enda hafa margir bent á það undanfarin áratug eða svo. Reiknilíkön Hafró eru einfaldlega ekki að virka og þorskur sem ekki heldur sig á fyrirfram ákveðnum svæðum er ekki til samkvæmt þeirra undarlegu kenningum. Nánast ekkert hefur heldur verið tekið tillit til breytinga á lífríki sjávar og þeirra áhrifa sem hlýnun sjávar hefur haft. Það er fyrst nú þegar allskyns tegundir nytjafiska, sem ekki voru hér við land áður, eru farnar að aukast í aflanum að Hafró talar um hlýnandi sjó. - Þessi stofnun hefur í áratugi að mestu leyti verið út á þekju. 


mbl.is Leggur til aukningu þorskkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátæknisjúkrahús fylgi flugvelli

Tek undir þessi mótmæli Vinstri grænna í Skagafirði. Ef Reykjavík ætlar að standa undir nafni sem höfuðborg þarf að hafa flugvöll þar. Ef þessar hugmyndir meirihluta hreppsnefndar í Reykjavík ganga eftir á ríkið einfaldlega að endurskoða uppbyggingu stjórnsýslunnar og heilbrigðisþjónustunnar. Er til dæmis rétt að byggja hátæknisjúkrahús í Reykjavíkurhreppi án flugvallar? - Er ekki bara rétt að byggja það þá í Keflavík fari innanlandsflugið þangað og flytja helstu opinberu stofnanir þangað líka.
mbl.is VG í Skagafirði mótmælir flutningi Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyringar taka vel á móti gestum

Auðvitað kunna andanefjurnar að meta gestrisni Akureyringa. Sú staðfasta trú hefur myndast meðal landans að Akureyringar séu seinteknir og erfiðir í viðkynningu. Það er einfaldlega rugl. Akureyringar eru gestrisnasta fólk og taka nýjum íbúum af kostgæfni. Það þekki ég af eigin reynslu. Ég er ekkert hissa á því að andanefjurnar skuli kunna vel við sig á Pollinum.
mbl.is Gestalæti á Pollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað æsingur er þetta?

Hvað er fólk að æsa sig yfir því þótt eitthvert flugfélag í eigu Íslendinga flytji einhverja riffla milli landa. Við erum daglega að taka þátt í vopnabísniss heimsins. Hér inn á Grundartanga framleiðum við járnblendi sem notað er til að herða stálið í vopnaframleiðslu heimsins. Í járnblendiframleiðslu er gangurinn alltaf bestur þegar einhversstaðar er stríð. Við erum að framleiða ál í stórum stíl og hluti þess fer í að framleiða herflugvélar. Við seljum fisk til að seðja þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Breta sem stunda stríðsrekstur út um allan heim....svona mætti lengi telja....við erum hluti af þessu öllu en eigum við að loka á viðskipti við umheiminn?
mbl.is Flutti vopn til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt ákvörðun

Auðvitað var hárrét að leggja hald á þennan bíl. Drengurinn sem ók honum hefur greinilega enga skynsemi í lagi til að hafa svona mörg hestöfl til að stjórna, hámark er vespa. Það vekur hins vegar athygli að í fyrstu hafi honum bara verið veitt tiltal en eftir að myndbandið var skoðað var farið að kanna málið betur. Trúði löggan ekki skólafólkinu sem hringdi? - Jú hann var undir áhrifum fíkniefna og var að leika sér með einhver 200 eða 300 hestöfl inn á skólalóð með fullt af krökkum í nágrenninu. Er ekki allt í lagi og hvers vegna er hægt að fara með bílinn á skólalóð og upp að dyrum eins og sést á myndunum? Eiga þær ekki að vera lokaðar farartækjum?


mbl.is Hald lagt á sportbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott móttaka

Þetta er snjallt. Miklu flottara en að fara með þá inn í eitthvert hús. Ef hann rignir, þá er bara að tjalda yfir drengina og hylla þá svo ærlega við Arnarhól.
mbl.is Ekið á vagni niður Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband