Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Guðni haltu þig bara á Selfossi

Hvaða ferð er Guðni að fara í? Manni dettur helst í hug einhver síðbúin sumargleði. Varla hefur þessi maður, sem hefur haft áratugi til að framkvæma, eitthvað fram að færa. Svona sýndarmennska framsóknarmanna er bara hlægileg. Hvað boðar hann: Hækkað verð á landbúnaðarvörum, eða meiri niðurgreiðslur? Hvorugt er girnilegt. Nei Guðni þú og þín efnahagsstefna eru löngu liðin undir lok. Farðu bara heim á Selfoss og haltu þig þar. 
mbl.is Guðni í fundaherferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

Frábær árangur. Tap í úrslitaleiknum er smáatriði miðað við allt sem á undan er gengið. Ég spáði fimmta sæti í upphafi leika og mörgum þótti ég bjartsýnn. Hreint út sagt frábær árangur.Wizard
mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Full ástæða til að hrósa Birni

Það er full ástæða til að hrósa Birni Bjarnasyni fyrir að ætla að láta taka efnislega á þessu máli, hvort sem þetta með nýju upplýsingarnar er fyrirsláttur eða ekki. Vonandi er að maðurinn fái nú mannlega meðferð í þessu furðulega máli og verði leyft að setjast hér að.
mbl.is Lögmaður Ramsesar þakkar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það gullið

Enn og aftur kemur íslenska liðið manni þægilega á óvart. Strax eftir 5 mínútur komnir í 5:0 og eftir það var á brattann að sækja fyrir Spánverjanna allan leikinn þótt þeir næðu tvisvar að jafna fór íslenska liðið alltaf fram úr aftur og að enda með 6 marka mun er stókostlegt. Þetta gerðist þrátt fyrir að markvörður Spánverjanna verði hvert skotið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum og íslendingar væru oftar en ekki einum færri inn á vellinum. - Glæsilegt! Nú er það gullið
mbl.is Íslenska þjóðin fagnar sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að taka til hjá Hafró

Er þetta ekki bara ósköp einfalt? Þorskurinn sem Hafró hefur undarfarin ár haldið fram að væri ekki til er að éta upp rækjuna, sem heldur átti ekki að vera til. - Tekur virkilega einhver mark á þessum "vísindum" lengur? Þar virðist ekki gert ráð fyrir lífríki sjávar, einfaldlega hvert kvikindi fyrir sig skoðað og ekkert samhengi þar á milli. Togararall á sömu slóð með sömu skipum ár eftir ár og út frá því er verið að meta stærð þorksstofnsins. Rækjan, þorskurinn og önnur sjávardýr passa einfaldlega ekki inn í reiknilíkön Hafró. Er einhvers staðar í þessum reiknilíkönum gert ráð fyrir skötusel og makríl sem nú hafa veiðst í stórum stíl við Ísland? - Nei, það er fyrir löngu kominn tími til að taka til hjá Hafró og endurskoða allar aðferðir. Búið er að benda þessu liði á breytingar í lífríkinu í mörg ár og hlýnandi sjó. Það þarf að taka til hjá Hafró ef einhver ætlar að taka mark á þessari stofnun.


mbl.is Stofnvísitala rækju svipuð og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þeim allt leyfilegt?

Er þeim virkilega allt leyfilegt þessum olíufélögum? Þau þurfa aldrei að taka á sig nein áföll vegna breyttra aðstæðna eins og almenningur og flest fyrirtæki utan bankanna. Svo eru þessar krónu og túkallalækkanir. Þær eru alltaf í takt. Hvar eru Samkeppnisyfirvöld? Lentu olíufélögin kannski aftast á listanum yfir þá sem fylgjast ætti með eftir samráðsdóminn. Þau gera allt í takt og samkeppnin er engin. Framkoma þeirra er svívirða við neytendur og undarlegt hvað þau komast upp með.
mbl.is Olíufélög að vinna upp tap frá í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athvarf fyrir löggurnar

Miðborgarathvarf lögreglu. Er þetta svona athvarf sem hægt er að leita skjóls í? Svona svipað og kvennaathvarf. Athvarf fyrir þjakaða og misbeitta lögregluþjóna í miðborginni. Veitir ábyggilega af svoleiðis löguðu þarna.
mbl.is Miðborgarathvarf formlega tekið í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Romero veit af Óla

Spánverjinn þekkir Íslendinga vel og segir að þeir hafi á að skipa Ólafi Stefánssyni einum besta handknattleiksmanni heims. Auðvitað er það rétt en Óli er ekki að spila stærsta hlutverkið inn á vellinum þar sem hann er tekinn úr umferð langtímum saman eins og í leiknum í morgun þegar okkar menn voru oftar en ekki einum færri. Vonandi veit hann ekki um alla hina. Þótt Óli hafi ekki verið að skora mikið, nema kannski á mikilvægum stundum þá eru það hann og Guðmundur Guðmundsson sem eru að skipuleggja hlutina. Það er málið. - Allir hinir strákarnir hafa verið að standa sig vel undir dyggri stjórn þjálfarans og fyrirliðans - Ætla rétt að vona að Rómeró átti sig ekki fyrir leik.
mbl.is Óttast ekki Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur vinur getur gert kraftaverk

"Traustur vinur getur gert kraftaverk," söng framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson einu sinni og gott ef textinn er ekki eftir Hauk Ingibergsson annan framsóknarmann. Þarna var flokksbróðir þeirra Bingi og svo Villi, Haukur og allir þessir félagar sem eru traustir vinir en tæplega gamlir vinir eins og Haukur hefur látið hafa eftir sér. Auðvitað fer maður með vinum í laxveiði, þar eru bara litlar flugur, engin hnífasett. Heilbrigðisráðherrann var líka með og hann hefur aðgang að læknum, sem geta náð svona eggvopnum (eins og flugum) úr baki manna. - Hvaða helvítis tuð er þetta? - Bara vinarboð!!!
mbl.is Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei betur stemmdir en nú

Þetta var hreint ótrúlegur leikur. Að halda 3-5 marka forystu mest allan leikinn var ótrúlegt og jafnvel þótt Pólverjarnir næðu að minnka niður eins mark náðu strákarnir að hífa sig aftur upp. Það er fullkomlega ljóst eftir þennan leik að íslenska liðið getur unnið hvaðar lið sem er. Liðið hefur líklega aldrei verið betur undirbúið og betur stemmt en einmitt nú. Ég verð að éta ofan í mig spána um 5. sætið frá því fyrir mót, það er orðið ljóst fyrir nokkru. Ætla ekki að spá neinu. Með leik eins og áðan gæti íslenska liðið spillað um gullið. - Frábært.
mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband