Er þeim allt leyfilegt?

Er þeim virkilega allt leyfilegt þessum olíufélögum? Þau þurfa aldrei að taka á sig nein áföll vegna breyttra aðstæðna eins og almenningur og flest fyrirtæki utan bankanna. Svo eru þessar krónu og túkallalækkanir. Þær eru alltaf í takt. Hvar eru Samkeppnisyfirvöld? Lentu olíufélögin kannski aftast á listanum yfir þá sem fylgjast ætti með eftir samráðsdóminn. Þau gera allt í takt og samkeppnin er engin. Framkoma þeirra er svívirða við neytendur og undarlegt hvað þau komast upp með.
mbl.is Olíufélög að vinna upp tap frá í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Haraldur, þeir hafa skoleyfi á almenning.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.8.2008 kl. 19:48

2 identicon

Já þeir leyfa sér hvað sem er! Og samkeppnisráð horfir á og gerir ekkert, tekur þá innan við klukkustund að hækka verð þegar heimsmarkaðsverð hækkar, og segjast þá vera að kaupa ólíu daglega. En þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eiga þeir svo miklar birgðir á hærra verðinu að þeir geta ekki lækkað verð...

Andrir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það eru náttúrlega við, neytendur, sem látum þetta yfir okkur ganga.... meðal annars. Við erum ekki með sterka neytendavitund og heldur ekki stöndum við saman sem eitt þegar við viljum mótmæla. Svo keyra þeir á því, að við þurfum jú bensín og olíu í stórum stíl.....

Lilja G. Bolladóttir, 21.8.2008 kl. 21:19

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Maður verður gasaður ef maður mótmælir.

Víðir Benediktsson, 21.8.2008 kl. 21:58

5 identicon

Ríkisrekna olíustöð, þannig fara peningarnir amk aftur út í samfélagið en ekki í nýjan range rover og einkaþotu fyrir forstjóraklúbbinn.

Finnur (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband