Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Þetta eru sko hnífstungur í bakið

Þær eru ótrúlegar þessar dagbókarfærslur Matthíasar sem hafa verið að birtast upp á síðkastið. Ekki hef ég neinar forsendur til að meta hvort þær eru réttar eða rangar enda er þettu einkasamtöl en ég efast þó um að nokkuð sannleikskorn sé í þeim, sérstaklega þar sem þær beinast gegn einum manni, núverandi forseta. Þarna er Matthías að brta úr einkasamtölum, þvílík lágkúra og aumingjaskapur. Þetta eru sko hnífstungur í bakið og sérstaklega þar sem maðurinn var ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins og naut þar með trúnaðar margra eins og blaðamenn gera oft. Nú er sá trúnaður rofinn og einhverjar vangaveltur í einkasamtölum settar fram sem fullyrðingar. Sem betur fer eru til menn sem geta rekið þetta ofan í karlinn.
mbl.is Ekkert fjármálamisferli innan Alþýðubandalagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að aka hratt í kringum alla þéttbýlisstaði?

Hvernig er þetta eiginlega, eru komnir hringvegir utan um alla þéttbýlisstaði landsins og hægt að aka hratt um þá? Um daginn var frétt um ökumenn tekna fyrir of hraðan akstur í kringum Blönduós og nú aka þeir í kringum Hvolsvöll. Þetta minnir á kosningaloforð Framboðsflokksins, O-flokksins, hér áður fyrr. Flokkurinn lofaði hringvegi um Ísland og síðan hringvegi í hverju kjördæmi.
mbl.is Hraðakstur í kringum Hvolsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misræmi í refsingum

Það er greinilega misræmi í refsingum vegna hraðabrota í umferðinni. Útlendingurinn sem tekinn var af Egilsstaðalöggunni á 149 km hraða var sviptur skírteininu á staðnum, sem er réttlætanlegt fyrst löggan má það en þessi sleppur við að missa skírteinið. Hef grun um að sama sé upp á teningnum með hraðamyndavélar annars vegar og hraðamælingar lögreglu hins vegar. Hef ekki heyrt um að lögreglan sé að sekta menn sem eru að aka á níutíu og fimm til hundrað kílómetra hraða þar sem hámarkshraði 90. Hins vegar veit ég dæmi þess að ökumenn fái sektir fyrir að vera á 76 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, þar sem hámarkshraðinn er sjötíu. Er ekki rétt að samræma þetta eitthvað?
mbl.is Tekinn á 150 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður lést þegar.....

Síminn hækkar. Þá er bara að athuga með hin símafyrirtækin. Skondinn myndatexti með þessari frétt: "Maður lést þegar farsími hans"....kannski vantar aftan á þetta....hækkaði í verði. - Viðbót: Búið að breyta myndatextanum.
mbl.is Símtölin verða dýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að sjá samnefnara

Það er erfitt að átta sig á framkomu fólks á þessum hátíðum víða um land. Á sama tíma og 10-13.000 manns voru í Hveragerði og allt fór fram með sóma, voru um 3000 manns í Stykkishólmi og allt vitlaust. Rólegt á Skagaströnd segir löggan en þar eru ekki nærri því eins margir - Getur verið að mat lögreglunnar ráði einhverju um? - Nú var ball og brekkusöngur í Hveragerði með fullt af fólki, Hólmarar voru líka með bryggjuball. Fyrir stuttu voru Írskir dagar hér á Akranesi með ró og spekt eftir að allt var vitlaust á þeim í fyrra. Akureyringar sluppu við öll læti um verslunarmannhelgina en allt vitlaust þar á bíladögum. - Það er erfitt að sjá neinn samnefnara í þessu öllu. 


mbl.is Þúsundir á Blómstrandi dögum í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað voru Svíarnir lélegir

Auðvitað voru sænsku dómararnir skítlélegir en mér fannst nú halla meira á íslenska liðið í þeim efnum og Danirnir voru líka búnir að komast upp með leikaraskap til að fá dæmd sóknarbrot á Íslendinga ekkert ósvipað því sem Kóreumenn komust upp með. Hvað með rauða spjaldið sem Logi fékk? Nei ég held að Wilbek geti verið sáttur við að ná jafntefli þótt það hafi verið Íslendinga að sækja það. Þá eru það Egyptarnir næst og það verður án efa verulega erfiður leikur. Stend enn við spána um 5. sætið.
mbl.is Wilbek æfur í leikslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver leyfir löggunni að taka skírteini án dóms

Það er furðulegt að Egilsstaðalöggan skuli hafa tekið ökuskírteinið af manninum, ekki einu sinni íslenskt ökuskírteini. Auðvitað var hægt að sekta hann á staðnum og jafnvel setja hann inn ef hann gat ekki borgað eða lagt fram tryggingu. Ég veit dæmi um að menn hafi verið teknir fyrir ölvunarakstur á Egilsstöðum og óskað eftir því að skila inn skírteininu á staðnum en löggan ekki sagst mega taka við því fyrr en að undangengnum dómi. Þetta er tvískinnungur og rugl.
mbl.is Tekinn á 149 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setja Jónsen í málið

Fangelsismálastjóra finnst takmarkaður áhugi hjá stjórnmálamönnum fyrir stækkun fangelsa. Það er líka spurning hvort tíma þeirra sé ekki betur varið í að vinna gegn fjölgun afbrota og um leið að fækka föngum. Það á alltaf setja menn í þau verk sem þeir þekkja best. Setjum Árna Jónsen í að redda þessu.
mbl.is Ný eining byggð við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökufantar fara kringum Blönduós

Ég er ekki hissa á því að löggan hafi stöðvað þessa ökufanta, því ef eitthvað er að marka fyrirsögnina þá voru þeir að keyra kringum Blönduós. Þetta er verulegur háskaakstur því þeir þurfa fram af klettum og úti í sjó til að geta farið kringum Blönduós. Þetta eru rosalegir ökufantar. 
mbl.is 10 stöðvaðir fyrir hraðakstur í kringum Blönduós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti á brauðfótum

Það er þá til staðfast fólk í hreppsnefndarmálum Reykjavíkurhrepps. Þessi kona er greinilega ekkert allt of upptekin af valdapotinu. Staðan er þá sama í hreppsnefndinni nú og var fyrir breytingu. Meirihlutinn á brauðfótum.
mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband