Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Allt annað en pólitík á bak við þetta

Úbbs!!! Ég vissi alltaf að það væri engin pólitík á bak við þetta í Reykjavíkurhreppsnefndinni. Er þetta kannski skýringin eins og kemur fram á myndinni á visir.is http://www.visir.is/article/20080814/LIFID01/163267448 Nei er þetta ekki bara djók?

Þarf ekki að stinga út úr framsóknarfjósinu?

Það er greinilegt á þessu að þrátt fyrir að fækkað hafi mjög í framsóknarfjósinu síðasta áratugin þá hafa menn ekki haft fyrir því að stinga út úr því. Er ekki komin tími til að moka þessum dreggjum út úr fjósinu sem Halldór og félagar skildu eftir sig. Framsóknarmaður með um 2% fylgi kominn í oddastöðu í Reykjavíkurhreppi. Ef þetta er lýðræði þá eru helstu einræðisherrar sögunnar (nefni ekki nöfn þeirra af tillitssemi við viðkvæma) orðnir boðberar lýðræðis. Einkahyggjan og einræðishyggjan sem viðgengist hefur í Reykjavíkurhreppi að undanförnu taka út yfir allan þjófabálk.
mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært farartæki í ferðalagið

Þetta er frábært farartæki sem Hollendingurinn notar og örugglega mjúkt og þægilegt að ferðast á, útsýnið er gott og ekki verða íslenskir "vegir" til vandræða. Það þurfa ekki eingöngu að vera hálendisvegir sem eru erfiðir yfirferðar á smábílum, bara venjulegir sveitavegir ef þeir hafa ekki númerið 1, eru það. Hann kemst að vísu ekki mjög hratt, kannski í 60-70 en það er nú bara sá hraði sem margir húsbíla- og skuldahalaeigendur eru á hér á hringvegi eitt og svo sér þessi örugglega vel aftur fyrir sig sem er öfugt við hina fyrrnefndu, sem ekkert sjá og hleypa ekki fram úr. Flott farartæki í ferðalagið.
mbl.is Ferðast um landið á traktor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalt í Danmörku!

Er svona asskoti kalt í Danmörku að prinsessan þurfi að vera í kuldavesti frá heimskautsklæðnaðarvörumerki. Frikki er þó í stuttbuxum. Veit ekki hversu íslenskt þetta er þótt vörumerkið sé íslenskt. Þetta er að minnsta kosti ekki saumað hér á Skaganum því langt er síðan saumastofu 66° norður var lokað hér. Eflaust kemur þetta frá einhverri láglaunaþjóðinni í Asíu. Hins vegar er Skagamaðurinn Sigurjón Sighvatsson aðaleigandi og hann hefur kunnað að koma þessu inn hjá fræga fólkinu.
mbl.is Mary prinsessa Dana í 66° Norður vesti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldfimir fundir enda brunastigar notaðir

Málið á viðvæmu stigi og væntanlega eldfimur fundur þarna eins og hinir fyrri fyrst menn þurfa alltaf að nota brunastigana. Eru þetta ekki stigar sem á að nota í neyð? - Kannski er neyðin svona mikil í hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps núna að notkun stigana sé réttlætanleg. - Hve lengi þessi kafli í farsanum í Reykjavíkurhreppi á eftir að standa er ekki gott að segja en það eru jú tæp tvö ár eftir af kjötrímabilinu þannig að gamanið getur haldið áfram í svoldin tíma ennþá.
mbl.is Óskar hefur fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpt stóð það

Tæpt stóð það að lokum eftir að hafa verið fimm mörk undir. Þetta er heldur mikil spenna svona snemma dags. Íslenska liðið stóð sig vel þótt það hafi klikkað á of mörgum færum en það er erfitt að spila á móti svona liði eins og Kóreumönnum sem sprikla út um allt og eru auk þess með þessi trix á dómarana að láta sig detta í tíma og ótíma. En þetta var gott hjá stráknum þótt auðvitað hefði verið gaman að fá boltann inn þarna í síðustu sókninni. Ég spái enn fimmta sæti.
mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er fréttin

Fyrst mbl.is sér ekki sóma sinn í að "linka" á fréttir sem teknar eru annars staðar frá þá er slóðin þessi á  fréttina http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=75363&meira=1 

 


mbl.is Lögðu hald á fíkniefni á Hellissandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýríkir tapa mestu - Best að vera jafnblankur

Mikið asskoti eru þeir brúnaþungir Magnús Þór og Addi Kitta Guj á þessari mynd, kannski von. Illt í efni því forræði sparisjóðs er að færast yfir til Kaupþings. Þetta er bara einfaldlega það sem óheft frjálshyggja býður upp á og spurningin er því hvort nafn Frjálslynda flokksins stendur fyrir frjálshyggju eins og við þekkjum hana úr íslensku máli. Svo eru nú þessar tölur um óðagróða og óðatap síðustu nokkurra ára svolítið mikill pappírsleikur. Hvað ætli þessi sparisjóður hafi grætt áður en allt hrundi á þessum pappírsmörkuðum? - Það eru engir raunhæfir fjármunir að baki neinu af þessu hvorki hjá þessum sjóði né öðrum einstaklingum og sjóðum sem urðu nýríkir á undanförnum árum. Það væri gaman að sjá hve margir nýríkir eru búnir að tapa milljörðum á þessu ári. Þeir eru ekki allir á landsbyggðinni. - Kapp er best með forsjá og allt sem fer upp kemur niður aftur. - Nýríkir tapa því mestu núna. - Sennilega best að vera jafnblankur.
mbl.is Fjölmenni á íbúafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar stóð ég?

Það er undarlegt orðalag í þessari frétt. "norður við Hvamm í Skorradal". Jú vissulega má færa fyrir því rök að þetta sé hægt að segja en það fer auðvitað eftir því hvar þú ert þegar þú segir frá. Hvammur er jú norðan við Skorradalsvatnið og því rökrétt að segja þetta standi maður sunnan við vatnið en manni dettur auðvitað í hug við þennan lestur að Hvammur sé einhversstaðar á Norðurlandi. Þeir sem hafa lágmarkskunnáttu í landafræði vita hins vegar að Skorradalur er einn Borgarfjarðardala og telst því líklega til Suð-Vesturlands. - Þetta minnir mig svolítið á orðatiltæki ágæts manns ef hann týndi verkfærum sem hann var með "Hvar stóð ég" -Svo er þetta orðalag alltaf hvimleitt "Umferðaróhapp varð"....., "bílvelta varð".....o.s. frv. Einfaldast að segja bara: Bíll valt.
mbl.is Bíll valt í Skorradal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framhald á farsa hreppsnefndarinnar í Reykjavík

Þessi farsi í hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps verður ótrúlegri með hverjum deginum sem líður. Sveitarstjóri hreppsnefndarinnar, gerir hvert axarskaftið á fætur öðru, ræður fólk og rekur á báðar hendur og allt undir verndarvæng hins fjölmenna flokks Sjálfstæðismanna, sem í hreppsnefndinni situr. Þótt ég trúi ýmsu á Framsóknarmenn þá finnst mér ótrúlegt að þeir hlaupi undir bagga núna til að ljúka þessum framhaldsfarsa.
mbl.is Fréttamenn bíða í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband