Hvar stóð ég?

Það er undarlegt orðalag í þessari frétt. "norður við Hvamm í Skorradal". Jú vissulega má færa fyrir því rök að þetta sé hægt að segja en það fer auðvitað eftir því hvar þú ert þegar þú segir frá. Hvammur er jú norðan við Skorradalsvatnið og því rökrétt að segja þetta standi maður sunnan við vatnið en manni dettur auðvitað í hug við þennan lestur að Hvammur sé einhversstaðar á Norðurlandi. Þeir sem hafa lágmarkskunnáttu í landafræði vita hins vegar að Skorradalur er einn Borgarfjarðardala og telst því líklega til Suð-Vesturlands. - Þetta minnir mig svolítið á orðatiltæki ágæts manns ef hann týndi verkfærum sem hann var með "Hvar stóð ég" -Svo er þetta orðalag alltaf hvimleitt "Umferðaróhapp varð"....., "bílvelta varð".....o.s. frv. Einfaldast að segja bara: Bíll valt.
mbl.is Bíll valt í Skorradal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Ólafur ég þekki þekki til staðhátta. En blaðamaður í Reykjavík sem skrifar norður við Hvamm er smá villtur í landafræðinni.

Haraldur Bjarnason, 13.8.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....ekki við þessir eldri í kantinum....

Haraldur Bjarnason, 13.8.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Blaðamaðurinn hlýtur að eiga við „norðan við Hvamm“ eða „við Hvamm“. Annars er ótrúlegt að aka út af beinum vegi sem þarna er nema útafaksturinn hafi orðið í brekkunni skammt innan við Hvamm. Ekki fylgir það fréttinni hvort útlendingarnir hafi verið á leið inn eða út Skorradal. Brekkan er allbrött og varhugavert að aka hana hratt niður. Þegar Skorradalsvegur er ekinn í vestur má sjá Snæfellsjökul þarna ofarlega í brekkunni og e.t.v. hafa útlendingarnir gleymt sér og verið ekki með allan hugann við aksturinn eins og vera ber.

Gott væri að blaðamenn kynntu sér betur aðstæður og staðhætti þegar þeir rita fréttir.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband