Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Skynsamlega staðið að veiðum

Athyglisverðast við þessar hrefnuveiðar er að allt kjötið er selt jöfnum höndum og veiðinni hefur verið stýrt eftir sölunni. Þarna er skynsamlega staðið að veiðum. Það virðist lítið mál að ná í hrefnurnar enda mikið af hrefnu við landið, ætið virðist nóg, allsstaðar síli og vaðandi síld víða, makríll kominn um allt og almennt virðist lífríkið við Ísland blómlegt. Þess vegna koma fregnir af dauðum lundapysjum og kríuungum talsvert á óvart, nóg ætti að vera af sílinu.

Njörður KÓ 7 Njörður KÓ kemur með hrefnu til Akraness fyrr í sumar


mbl.is Þrjár hrefnur veiddust í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikkuðu Héraðsmenn?

Hverju eru Héraðsmenn að klúðra? Fyrir meira en 10 árum voru gerðar tilraunir með að taka safa úr birkitrjám og ég flutti fréttir af þessu 1. apríl eitthvert árið. Edda og Hlynur í Miðhúsum söfnuðu safa og Friðjón Jóhannsson mjólkurfæðingur frá Finnsstöðum bruggaði. - Hvað klikkaði, hvers vegna eru sunnlendingar komnir fram fyrir í þessu?
mbl.is Birkivínið ljúffengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin rætist

Auðvitað er það slæmt þegar leikmenn slasast en þetta atvik réði engu um úrslit. Ég held að spá mín um fimmta sætið gangi eftir og að við förum jafnvel hærra. Rússar og Þjóðverjar eru fallnir en líklega verða það Egyptar og Suður-Kóreumenn sem verða erfiðir. Danir liggja fyrir okkur enda reynslan sú að Íslendingar geta alltaf lagt þá að fótum sér ef viljinn er fyrir hendi.
mbl.is Pascal Hens leikur ekki meira á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki peningalaus stofnun?

Ætli Landsspítalinn hafi efni á þessu? Ekki virðist vera til peningur þar til að semja við ljósmæður og hjúkrunarfræðingar þurftu heldur betur að hafa fyrir því að ná samningum. Hvernig væri að láta stjórnendur líka sækja sitt með kjarbaráttu frekar en rétt þeim þetta upp i hendurnar frá svo peningalusri stofnun?
mbl.is Laun forstjóra Landspítala hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bangsabanar með sprey

Hvað eru svona þaulvanir ísbjarnabanar að gera með eitthvert ómerkilegt sprey. - Nei segi nú bara svona en kannski hefði verið ráð að prófa spreyið á bangsa forðum...ef til vill verður það gert næst.
mbl.is Beittu varnarúða gegn skemmdarvargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalegt væl

Óttalegt væl er þetta þótt einhverjum flugvélum seinki til og frá útlöndum. Það er nú bara ekkert langt síðan að þótti ekki tiltökumál að bíða einn tvo sólarhringa til að komast milli landshluta hér í innanlandsflugi. Flugfélagið stendur sig hins vegar vel í því núna enda með vélar sem henta og bila sjaldan eða aldrei.
mbl.is Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeljasoð í tugir þúsunda

Jamm...... tugir þúsunda fara um langan veg til þess eins að sötra í sig skeljasoð og kannski soð af einhverjum öðrum sjávarkvikindum......merkilegt nokk....er eitthvað annað að gera þarna út með Eyjafirðinum þessa dagana?
mbl.is Um 20 þúsund manns á fiskisúpukvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neinn hefur ekki undan að breyta

Já greinilega misjafnt verð hjá Neinum. Tók í dag bensín á Akranesi á, að ég held, 162 lítrann. Kannski eru þeir búnir að átta sig á skilaboðunum á skiltinu við vegamótin á Akranesi eins og kom fram hjá mér í síðustu bloggfærslu. - Eða þá að þeir Neinsmenn hafa ekki undan að breyta.
mbl.is Misjafnt bensínverð á stöðvum N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð á Vegagerðarskilti

Það er ágætis ábending til Neins inn á vef Skessuhorns í dag www.skessuhorn.is Þar eru greinilegar ábendingar um þjóðarsátt. Ljósaskilti Vegagerðarinnar sem sýnir annars vegar SA +14 (Samtök atvinnulífsins 14 upp) og hins vegar sýnir skiltið N1-14 (N1 lækka um 14). Þarna eru þessi skilaboð á hreinu.

Mynd_0414692 Skilaboðin eru skýr við Akranesveg


mbl.is Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er erfitt að átta sig á Ingibjörgu

Þau virðast ekki samstíga núna skötuhjúin Ingibjörg Sólrún og Geir. Ekki hefur verið annað á Geir að skilja en það besta sem til væri í efnahagsmálunum væri að ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Nú fagnar Ingibjörg frumkvæði ASÍ, sem formaður Samtaka atvinnulífsins hefur líka tekið undir. Hún þvertekur líka fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, sem allir hafa tekið eftir nema hún, meira að segja Geir. Enn sem fyrr er erfitt að átta sig á Ingibjörgu.
mbl.is Fagnar frumkvæði ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband