Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Spái fimmta til sjötta sæti

Hef fulla trú á að íslenska liðinu takist að verða í 5.-6. sæti á Olympíuleikunum. Verst að þurfa að rífa sig upp á miðjum nóttum til að horfa á leikina, en það hefur svo sem gerst áður.
mbl.is Brunum yfir Rússana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í annan skóla

"Þurfa að sækja nám í öðrum skóla" segir í fyrirsögn. Einhversstaðar hefði þetta nú verið talin þágufallssýki. Ætli það sé ekki betra að hafa fyrirsögnina: "Þurfa að sækja nám í annan skóla."
mbl.is Þurfa að sækja nám í öðrum skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð tilraun í Jöklu

Það er spennandi að fylgjast með þessum laxaræktartilraunum í Jöklu. Hún á öruggleg eftir að verða fínasta laxveiðiá. Hvernig ætli þróunin verði með hliðarár Lagarfljóts, sem flestar eru ágætis silungsveiðiár? Nú hefur Lagarfljótið litast meira af Jökulvatni en gaman væri að fá fregnir af silungnum og hvort laxastiginn við Lagarfossvirkjun virkar.
mbl.is Tíu laxar úr Jöklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enginn grunaður um neitt lengur?

Af hverju er allir meintir eitthvað í fregnum frá lögreglunni? Ég sá meira að segja í einhverri frétt í vikunni, að mig minnir frá Vestmannaeyjum, að sagt var frá meintum þolanda kynferðisofbeldis. - Hvað er að meina, ég hélt að það væri að hafa skilning eða skoðun á einhverju. Hef annars ekki kíkt í orðabók, en er enginn grunaður um neitt sakhæft lengur?
mbl.is Meintur fíkniefnasmyglari í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnendur Reykjavíkurhrepps taki sig á

Allt þetta mál er til skammar og stjórnendur í Reykjavíkurhreppi ættu að taka sig saman í andlitinu. Viðurkenna mistök sín. Það eru örugglega allir tilbúnir að fyrirgefa þeim að þeir hafi látið einkahagsmuni vina og vandamanna ganga fyrir í þessu máli, út frá peningahyggju einni saman. Enginn er betur til þess fallinn í landinu en SÁÁ að hjálpa þessu fólki. SÁA hefur reynsluna, allt fagfólkið, sem aðrar þjóðir leita nú ráða hjá enda SÁÁ framarlega á heimsvísu. Húsnæðismálin verður hægt að leysa. Auk þess var tilboð SÁÁ lægra þótt peningamálin eigi ekki að vera aðalatriðið þegar um líf fólks er að tefla. Þorleifur á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á þessu rugli.
mbl.is Vímuefnasjúklingar á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl

Þvílíkt rugl sem kemur fram í þessari frétt. Þetta er með eindæmum vitlaust. Hún tekur stórt upp í sig formaður Félags íslenskra leiðsögumanna að stækkun Norrænu sé eitt stærsta slys sem íslensk ferðaþjónusta hafi orðið fyrir. Ef það kallast slys, hvað þá með allt annað sem hefur stækkað í kringum ferðaþjónustuna, flugstöðina í Keflavík og stærri farkosti; flugvélar og rútur, eru það ekki slys líka? - Ekki bætir nýskipaður ferðamálastjóri upp vitleysuna þegar hún segir að uppselt sé á helstu ferðamannastaði. Hvernig má það vera þegar ekki er selt inn á þá, nema Kerið í Grímsnesi, þar sem eigendur rukka fyrir aðstöðuna sem Vegagerðin hefur útbúið. Nei er ekki nær að horfa til þess að gera breytingar til samræmis við aukinn fjölda ferðamanna. Það má alveg selja inn á einhverja ferðamannastaði og líka setja hópum skilyrði um að hafa íslenska leiðsögumenn.
mbl.is Uppselt á ferðamannastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóðir liðin tíð?

Jamm þannig er það. Sennilega eru sparisjóðir á Íslandi að renna sitt skeið. Hvað veldur, hvort það er kreppan í fjármálaheiminum núna eða græðgi ákveðinna einstaklinga? ekki gott að segja. Í það minnsta virðist ekki ganga upp lengur að allur almenningur eða sveitarfélög eigi fjármálastofnanir. Það er greinilega liðin tíð.
mbl.is Samruninn samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svoldið hinsegin réttarkerfi

Hvurslags skepnur eru þessir bresku lordar? Hafa þeir ekkert skánað síðan í þorskastríðunum? - Aumingja Hannes á horninu þarf þá að punga út fullt af peningum til Jóns bæjó. - Er það ekki annars? - Þetta er svoldið hinsegin réttarkerfi þarna í Bretlandi að láta einhverja lorda ráða öllu á endanum.
mbl.is Lávarðadeildin fjallar ekki um mál Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta á Ómar sko skilið

Ómar Ragnarsson á svo sannarlega skilið að hljóta viðurkenningu fyrir að vekja athygli á ýmsum hættum sem steðjað hafa að íslenskri náttúru að undanförnu af manna völdum. Hann hefur verið ósérhlífinn í framgöngu sinni en jafnframt sanngjarn í umfjöllunum. Samt sem áður hafa margir lagt sig niður við að hreyta skít í Ómar fyrir hans góðu og öflugu umfjöllun. Það er leitun að öðrum eins málsvara íslenskrar náttúru og öðrum eins orkubolta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Auk þess er hann manna fróðastur um landið og nánast sama hvar drepið er niður í þeim efnum. Það er öruggt að fjárhagslega hefur Ómar ekki riðið feitum hesti frá þessum verkum sínum og fórnað sér á því sviði sem öðrum. - Til hamingju Ómar!
mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf einhvern í staðinn?

Segjum sem svo að Bjarni hafi rétt fyrir sér og Davíð hætti. Er þá endilega nauðsyn að ráða einhvern í stað Davíðs? Eru ekki tveir aðrir bankastjórar þarna og haugur af "sérfræðingum". Nú er tækifærið að fækka í brúnni það er enginn þörf fyrir fleiri en einn skipstjóra þarna, nema kannski til afleysinga!
mbl.is Nýr seðlabankastjóri í vetur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband