Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Framanverð halarófa

"Fjör í hinsegin halarófu," segir í fyrirsögn. Fyrirsagnir eru alltaf skemmtilegar og verða oft tilefni smá útúrsnúninga og vangaveltna. Hinsegin er eitthvað þveröfugt við það sem venjulegt er. Þess vegna hlýtur hinsegin halarófa að vera að framanverðu. Hali og rófa, sem þetta orð er sett saman úr, eru að sjálfsögðu að aftanverðu á dýrum. - Sé núna nákvæmlega fyrir mér þessa hinsegin halarófu! FootinMouth ... annars verður ábyggilega skemmtilegt þarna hjá þeim sem mæta og ég óska þátttakendum góðrar skemmtunnar.
mbl.is Fjör í hinsegin halarófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túkallabísnissinn er lélegur brandari

Maður hélt nú að einhver alvöru lækkun kæmi hjá olíufélögunum fyrst þau voru að bíða með þetta fram yfir verslunarmannahelgi. Þessi túkallabísniss í lækkunum þeirra er nú einfaldlega lélegur brandari.
mbl.is Eldsneyti lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þá lítið fjölmenni?

Búin að vera flott helgi hér á Akureyri og öllum til fyrirmyndar sem að hátíðarhöldum standa. Fjölmenni að fylgjast með rakettum í gær enda Akureyringar ákaflega rakkettuglaðir menn. En ég spyr mbl.is að því hvernig lítið fjölmenni er? Í textanum segir að mikið fjölmenni hafi fylgst með flugeldasýningu, hvernig er þá lítið fjölmenni?
mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúldrast ekki í smáskúrum

Úff, best að koma sér eitthvert annað. Nenni ekki að kúldrast í einhverjum smáskúrum, sennilega bárujárnsskúrum....nei takk!
mbl.is Búist við smáskúrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir af Norðfirði en þumbari á Egilsstöðum

Flott að fá fréttir af því að allt gengur eins og í sögu á Norðfirði. Var að heyra viðtal á Rás 2 við yfirlögregluþjóninn á Egilsstöðum og mér skyldist að allt væri í sóma þar. Annars var ótrúlegt að hlusta á þennan mann. Hann var þumbaraskapurinn uppmálaður og svaraði varla því sem hann var spurður um. Það er slæmt fyrir Egilsstaði að hafa svona mann í forsvari sem heldur að hans hlutverk sé að hunsa fjölmiðla og almenning í landinu. 


mbl.is Áfallalaust í Neskaupstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt óvænt en þó

Engan þarf að undra að fylgi ríkisstjórnarinnar skuli minnka. Mest furðar mig þó á því að það sé Sjálfstæðisflokkurinn frekar en Samfylkingin sem tapar, líklega eru þar áhrif úr borgarstjórn Reykjavíkur. Mér finnst aðgerðarleysið núna og það að sætta sig við aukið atvinnuleysi frekar vera það sem íhaldið hefur alltaf boðað, að hæfilegt atvinnuleysi sé gott fyrir þjóðarbúið. Hvers vegna vinstri grænir bæta við sig skil ég ekki, sá flokkur hefur aldrei þurft að taka ábyrgð á nokkrum hlut en Framsókn á sama stað, það er ósköp eðlilegt því Framsókn var búinn að hafa áratugi til sanna sig en án árangurs. Sem sagt fátt óvænt í þessu en þó.
mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru Einar Már og Möllerinn?

Löngu hættur að átta mig á Samfylkingarforystunni. Það er svo sem góðra gjalda vert  að setja allan pakkann nyrðra í mat á umhverfisáhrifum en hvers vegna var það ekki gert í Helguvík? Hvar eru Einar Már og Möllerinn núna? - Munið svo: Mat á umhverfisáhrifum er gert fyrir framkvæmdir. - Umhverfismat eftir framkvæmdir!
mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú jú eflaust einhver bros

Var að koma úr miðbænum á Akureyri. Örfáar hræður þar um miðjan dag á laugardegi, ekki mikið meira en um venjulega helgi. Sá hins vegar að troðfullt var á bílastæðum Glerártorgs, kannski eru allir þar í sólarleysinu. Ágætis veður hér en sólarlaust og svona 15 stiga hiti. Eflaust er talsvert af brosum enda ekki ástæða til annars.
mbl.is „Brosin eru óteljandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir 23 ára?

Það er athyglisvert að nú skuli svona lagað koma upp í Húsafelli. Þar er nú eingöngu harðfullorðið fólk og í gær voru þar um 400 manns í 150 húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum, engir unglingar í venjulegum tjöldum. Þetta er gott til umhugsunar fyrir þá sem hafa sett aldurstakmörk á tjaldsvæði, hve gamlir ætli þeir hafi verið þessi ólánsömu menn sem flippuðu svona illa út? - Voru þeir undir 23 ára takmarkinu? - Kannksi utanaðkomandi yngri en 23.
mbl.is Vopnaðir höfðu í hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíða hinir fram yfir helgi?

Atlantsolía að lækka eldsneytisverði. Ætli hinir bíði ekki með lækkun fram yfir verslunarmannahelgi. Það er ekki ólíklegt þó það sé úr takti við allar yfirlýsingar "olíufurstanna" um að eldsneytisverð hér fylgi heimsmarkaðsverði. Þeir finna örugglega einhverjar afsakanir.
mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband