Undir 23 ára?

Það er athyglisvert að nú skuli svona lagað koma upp í Húsafelli. Þar er nú eingöngu harðfullorðið fólk og í gær voru þar um 400 manns í 150 húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum, engir unglingar í venjulegum tjöldum. Þetta er gott til umhugsunar fyrir þá sem hafa sett aldurstakmörk á tjaldsvæði, hve gamlir ætli þeir hafi verið þessi ólánsömu menn sem flippuðu svona illa út? - Voru þeir undir 23 ára takmarkinu? - Kannksi utanaðkomandi yngri en 23.
mbl.is Vopnaðir höfðu í hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór í Húsafell í júní og flúði þaðan eftir 2 nætur vegna fyllerísláta annarra gesta.  Megnið af því var ungt fólk, sem annaðhvort var þarna blindfullt með börnin sín, eða var á ferð með eldra fólki, kannski foreldrum sínum.  Þá var mjög mikið um að "gestir" væru að koma þarna að heimsækja þá sem voru í fellihýsum og hjólhýsum.  Það var stanslaus bílatraffík alla nóttina.  Og þetta var í júní, þ.e. ekki um neina "vinsæla ferðahelgi" svo ég þori varla að hugsa hvernig ástandið er þarna um verslunarmannahelgi.

Whatsername (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fífl finnast á öllum aldri

Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hér áður fyrr voru nú miklar sukkhátíðir í Húsafelli og uppistaða fólks þar frá 16 ára og upp úr. Þá voru nú 4000 en ekki 400 manns þar og ekkert svona upp á teningnum.

Haraldur Bjarnason, 2.8.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Freyja

Það er nú bara 18 ára aldurstakmark á Húsafelli og ég sá fullt af fólki þarna á þeim aldri. Þessir gaurar litu nú út fyrir að vera kannski um 23

Freyja, 3.8.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband