Frábært farartæki í ferðalagið

Þetta er frábært farartæki sem Hollendingurinn notar og örugglega mjúkt og þægilegt að ferðast á, útsýnið er gott og ekki verða íslenskir "vegir" til vandræða. Það þurfa ekki eingöngu að vera hálendisvegir sem eru erfiðir yfirferðar á smábílum, bara venjulegir sveitavegir ef þeir hafa ekki númerið 1, eru það. Hann kemst að vísu ekki mjög hratt, kannski í 60-70 en það er nú bara sá hraði sem margir húsbíla- og skuldahalaeigendur eru á hér á hringvegi eitt og svo sér þessi örugglega vel aftur fyrir sig sem er öfugt við hina fyrrnefndu, sem ekkert sjá og hleypa ekki fram úr. Flott farartæki í ferðalagið.
mbl.is Ferðast um landið á traktor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég var marga daga að jafna mig á því að fara sem farþegi á traktor frá Reykjavík norður í Skagafjörð.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það hefur varla verið svona flott græja Hólmdís! - Þessi er mjukur í fjöðrun og ekkert öðruvísi að keyra en þægilegasti bíll.

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 22:09

3 identicon

"Hann kemst að vísu ekki mjög hratt, kannski í 60-70 en það er nú bara sá hraði sem margir húsbíla- og skuldahalaeigendur eru á hér á hringvegi eitt og svo sér þessi örugglega vel aftur fyrir sig sem er öfugt við hina fyrrnefndu, sem ekkert sjá og hleypa ekki fram úr."

Ertu að djóka, þessi fer ekki hraðar en 45 !!

Gummi Gísla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:17

4 identicon

og svo er hann

á ódýru eldsneyti gleymið því ekki, ekur á litaðri olíu hugmynd fyrir ykkur i borgarumferðinni,

adolf (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Gummi ég er ekki að djóka. Þessi fer örugglega upp í 60-70 og hitt þekki ég af reynslu minni að húsbíla- og skuldahalaökumenn, bæði íslenskir og útlendir eru oft að keyra á þeim hraða og hafa ekki spegla til að sjá aftur fyrir sig eða nota þá ekki. Kannski bara uppteknir af útsýninu, enda í sumarfríi meðan við, sem erum í vinnu, viljum komast áfram á eðlilegum hraða. Ég hef verið meira og minna á þjóðvegunum síðustu 20 ár vegna vinnu minnar og þetta er bara það sem ég sé og veit, ekkert djók, sorrý, ef þú ert einn úr þessum hópi. Að vísu mega þeir með skuldahalana ekki keyra eins hratt og aðrir, sem mér finnst vitlaust því það er hvatning til hættulegs framúraksturs en það er ekkert mál að keyra húsbílana á umferðarhraða 90-95 km.

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 22:34

6 identicon

Sæll Haraldur,

Dráttarvélar til landbúnaðarstarfa eru venjulega ekki gerðar fyrir meiri hraða en 40km.  Hér áður fyrr voru þær venjulega bundnar við 25-30km.  Ástæðan er einfaldlega sú að þessar vélar hafa ekki fjörðrun eða dempara og ef ekið er á misjöfnur þá eiga þær til að vera ansi valtar ef einhver ferð er á þeim.  Ég vil taka fram að ég bjó í sveit í 35 ár og það skeði oftar en einu sinni að sá undir tvö hjól á sömu hlið þegar greitt var ekið um móa og mela og ekki alltaf farið varlega<g> 

Kveðja frá Texas,

Arnór Baldvinsson, San Antonio, Texas.

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband