Hvað æsingur er þetta?

Hvað er fólk að æsa sig yfir því þótt eitthvert flugfélag í eigu Íslendinga flytji einhverja riffla milli landa. Við erum daglega að taka þátt í vopnabísniss heimsins. Hér inn á Grundartanga framleiðum við járnblendi sem notað er til að herða stálið í vopnaframleiðslu heimsins. Í járnblendiframleiðslu er gangurinn alltaf bestur þegar einhversstaðar er stríð. Við erum að framleiða ál í stórum stíl og hluti þess fer í að framleiða herflugvélar. Við seljum fisk til að seðja þjóðir eins og Bandaríkjamenn og Breta sem stunda stríðsrekstur út um allan heim....svona mætti lengi telja....við erum hluti af þessu öllu en eigum við að loka á viðskipti við umheiminn?
mbl.is Flutti vopn til Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Rifflar eru ekki hættulegir, heldur mennirnir sem halda á þeim.

Víðir Benediktsson, 25.8.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband