Fádæma klúður

Það var mál til komið að hreppsnefndin í Reykjavík sá að sér í þessu fádæma klúðri og eiginhagsmunapoti sem allt þetta mál hefur verið. Auðvitað átti strax að semja við lægstbjóðanda, SÁÁ, sem eitt er fært um að sjá um svona mál af fullri ábyrgð. Nú á að ræða við alla fjóra sem sýndu áhuga. Getur hreppsnefnd Reykjavíkur virkilega ekki brotið odd af oflæti sínu og samið við þá sem kunna, geta og vilja. Þá sem vilja auk þess gera þetta fyrir minnstu peningana og hafa mesta fagþekkinguna. Skammist ykkar og semjið við SÁÁ strax.
mbl.is Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er kannski ekki alveg sammála þér hér, Haraldur, því ég veit af eigin raun að Heilsuverndarstöðin hefur upp á mjög raunhæfan og góðan kost að bjóða. Það var ekki þeim að kenna að þeirra samningsaðilar sviku þá um lofað húsnæði. Þetta mál hefur verið í vinnslu hjá Heilsuverndarstöðinni síðan vorið 2007 og mikið hefur verið lagt í það. Á Heilsuverndarstöðinni vinnur LÍKA fólk sem komið hefur að afeitrun og endurhæfingu þessa hóps skjólstæðinga, en hefur kannski aðeins aðra sýn á það heldur en SÁÁ. Ég er alls ekki að mæla gegn SÁÁ, síður en svo, en ég hef unnið þar og þeirra starf er svolítið einsleitt og þröngsýnt og sýnir í raun ekkert svo góðan árangur þegar litið er á heildina. Mér finnst í góðu lagi, og finnst það í raun nauðsynlegt í baráttunni við umtalað vandamál, að sem flestir nálgist vandamálið og á sem fjölbreyttastan hátt, vegna þess að það sem hentar einum hentar ekki endilega næsta manni, eins og dæmin sýna sem best.

Mér finnst heldur ekkert lögmál að alltaf eigi að taka lægsta tilboði, ekki frekar en að maður kaupir sér ekkert endilega skó í Hagkaup bara af því að þeir eru ódýrari, maður kaupir meiri gæði fyrir meira verð. Ég skal alls ekki segja að gæði SÁÁ séu lítil, enda eru þau það ekki, en það er vel pláss fyrir aðra á þessu sviði. Aðra sem hafa jafnvel aðrar og kannski betri hugmyndir um það hvernig eigi að standa að svona starfi.

 Bara mín skoðun, kallinn minn

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..og þetta er bara mín skoðun Lílja mín...held að aðrir hagsmunir en þú ert að nefna hafi ráðið þarna.

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 21:20

3 identicon

Allt sem Jórunn Frímannsdóttir tekur að sér fyrir Reykjavíkurborg er klúður og ávísanir á vandræði. Getur einhver beint mér á eitt atriði sem þessi kona hefur gert með sóma???

Péttur Svavarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er sammála Haraldi, held að eitthvað annað hafi legið að baki en fagleg vinnubrögð þótt ég efist ekki um að Heilsuverndarstöðin hafi hæft fólk.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nei Pétur.....man ekki eftir neinu...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.8.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband