Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Er ekki nóg af sérfræðingum hér á landi?
16.6.2008 | 23:03
![]() |
Ísbjörninn rólegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keppendur í sundmóti ísbjarna skila sér á land
16.6.2008 | 14:53
Þá hefur annar keppandinn í sundmóti ísbjarna þetta árið skilað sér á land og spókar sig í æðarvarpi norður við Hraun á Skaga. - Hvað gera menn nú?- Friðaður ísbjörn að gæða sér á afkvæmum friðaðra fugla. Nú er úr vöndu að ráða. - Ætli Hjörtur dýralæknir á Egilsstöðum sé klár með byssuna og svæingarlyfin? - Hann kann að svæfa birni og fleiri stórar skepnur, með reynslu frá Norður-Svíþjóð.
Bangsi er rólegur enn og slakar á sæll og glaður eftir æðareggjamáltíð. - Verður hann skotinn svæfingarskoti eða banaskoti?
![]() |
Þar sem er einn er von á öðrum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frumvinnslugreinar í vanda en byrlega blæs í álinu
16.6.2008 | 09:14
Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir hve víða hækkað eldsneytisverð hefur áhrif. Það er ekki nóg fyrir stjórnvöld að hvetja þá sem selja almenningi varning til að halda verðlagi niðri. Þar breytir engu hvort það eru matvörur eða annað. Þetta hefur gífurleg áhrif í frumframleiðslunni, bæði landbúnaði og sjávarútvegi.
Áhrifin eru ekki eins afgerandi í stóriðjunni. Þar hækkar afurðaverð eins og í sjávarútvegi vegna fallandi krónu. En kostnaðurinn er ekki að aukast að sama skapi og í sjávarútvegi. Álverð er hátt á heimsmarkaði. Rafmagnið til stóriðjunnar er hins vegar ekki að hækka, það er ekki tengt eldsneytisverði og því eykst munurinn álverunum í hag. Launakostnaðurinn verður líka lægra hlutfall af heildinni með lækkandi krónu. Að vísu hækkar rafmagnsverð til álvera eitthvað í takt við hækkandi álverð en það ætti ekki að íþyngja þeim en heldur fleiri krónur koma á móti hækkandi skuldum Landsvirkjunnar.
Hefðbundnu undirstöðuatvinnugreinar okkar eru því í vanda en byrlega blæs hjá þriðju undirstöðunni og þeirri sem vegur sífellt þyngra í útflutningi okkar.
![]() |
Verðhækkanir koma hart niður á bændum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lágkúruleg blaðamennska og þjófnaður
15.6.2008 | 20:14
Það er svolítið athyglisvert að lesa hér á mbl.is frétt, sem maður hefur sjálfur skrifað fyrir annan fjölmiðil og það nánast orðrétta alla fréttina. Við önnur greinarskil er tekið fram að þetta megi lesa á fréttavef Skessuhorns og þar með má ætla að það eigi við það sem á undan er ritað. Síðan kemur afgangurinn af fréttinni og hann er áfram orðréttur. Ekki hef ég gefið leyfi fyrir þessari birtingu og ekki heldur ritstjóri Skessuhorns.
Þarna er höfundarréttur einskis virtur og fjölmiðill sem þykist vera ábyrgur stelur frá öðrum. Lætur aðra hafa fyrir að vinna þá vinnu sem hann á að vinna og það án greiðslu. Þessi lágkúra í blaðamennsku gengur gjörsamlega fram af mér. Að vísu er greinilegt að mbl ber traust til mín fyrst ekkert er haft fyrir því að leita heimilda frá fyrstu hendi. Ekki myndi ég birta frétt frá mbl með sama hætti. Ég man eftir álíka dæmum fyrir 20-30 árum. Þá var það einmitt Mogginn sem var gjarn á að stela frá héraðsfréttablöðunum. Taldi og telur sig eflaust enn yfir það hafinn að leita leyfis fyrir slíku. Ég hefði sætt mig við að fyrsti hluti fréttarinnar væri birtur en síðan "linkað" á vef Skessuhorns. Þetta er ósvífni og aumingjaskapur hjá mbl. Hafið skömm fyrir. Nú ætla ég að kanna frekar minn rétt í höfundarlögum.
Hér er fréttin með mynd sem fylgdi.
![]() |
Sumarbústaður skemmist í eldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Norskir skattsvikarar og guðhræddir Írar
15.6.2008 | 13:34
Mér er eiginlega nokk sama hvaða skoðun rektor Háskólans í Reykjavík eða Sagnfræðingafélagið hafa á þessum landnámsmönnum. Ég er eiginlega ennþá sannfærðari en áður um að þessir landnámsmenn hafi bara verið norskir skattsvikarar, sem neituðu að borga nafna mínum hárfagra það sem honum bar. Síðan þá hefur það ekki þótt stór synd meðal hérlendra að svíkja undan skatti. Í bland við þetta komu svo víkingarnir, sem voru auðvitað bara ótíndir glæpamenn, ræningjar og nauðgarar. Þeir voru skæruliðar sem engu eirðu.
Heilsteyptastir allra hafa líklega verið blessaðir Írarnir; guðhræddir en ölhneigðir, sem meðal annarra staða námu land á Akranesi, þar sem kristni hefur verið í heiðri höfð frá landnámi. Enda eru Skagamenn með eindæmum prúðir og til fyrirmyndar á allan hátt.
![]() |
Yfirvöld með úrelta söguskoðun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Akureyri rokkar!!!!!
15.6.2008 | 07:34
![]() |
Erfið nótt á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Einstakir hræsnarar
15.6.2008 | 00:18
Þeir eru alltaf eins Kanarnir. - Tvöfaldir í roðinu og falskir.- Alveg einstakir hræsnarar. - Nú heimila þeir að hræða eða jafnvel skaða dýr sem þeir eru nýbúinir að setja á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Fyrir stuttu mótmæltu þeir veiðum á nokkrum hrefnum sem skipta þúsundum hér í hafinu og alls ekki eru í útrýmingarhættu. Annars er athyglisvert þetta að það megi skaða ísbirnina, hvað þýðir það? - Má kannski særa þá?- Ekki er hægt að skilja þetta á annan veg, kannski er þetta vitlaust þýtt í fréttinni.
Allt er þetta í þágu olíunnar, sem Kanarnir ætla sko síður en svo að minnka notkun á, enda taka þeir ekki þátt í alþjóðlegum samningum um umhverfismál eins og Kyoto bókuninni. Bandarísk stjórnvöld eru hræsnarar. Vonandi verður einhver breyting til batnaðar ef Obama kemst að, þó það sé kannski til of mikils ætlað í svo menguðu þjóðfélagi.
Nýskotin hrefna úr Faxaflóa. Sjá nánar á www.skessuhorn.is
![]() |
Mega hrekja ísbirni á brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sérfræðingar í norðlenskum lögum
14.6.2008 | 21:24
![]() |
HA útskrifar lögfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Banna bara svona samkomuhald
14.6.2008 | 08:38
Hvernig stendur á þessu? - Allt vitlaust á Akureyri, fangageymslur fullar og mikið að gera hjá lögreglunni. - Var ekki búið að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir? - Engum nema rígfullorðnum leyft að tjalda á tjaldstæðum. Með því bætast enn við verkefni hjá löggunni að eltast við fólk sem tjaldar á auðum svæðum, leikvöllum og fleiru. - Eru hömlurnar og höftin þá ekki að virka?
Nei það er best hjá yfirvöldum á Akureyri að banna bara svona samkomuhald, sem gæti dregið að sér snarvitlaust aðkomufólk. - Þá hlýtur málið að leysast.
![]() |
Fangageymslur fullar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta virkilega hámarkstala?
13.6.2008 | 19:52
Fimmtíu þúsund krónur á dag í dagsektir fyrir sóðaskap og illa umgengni. Getur verið að ekki sé heimild fyrir hærri sektum? - Ætli þeim sé ekki nokk sama um það Ítölunum. Þeir eru að verða búnir með öll verk þarna og skeyta eflaust engu um fráganginn. Þá munar ekkert um nokkra fimmtíu þúsund kalla og svo geta þeir ábyggilega dregið að borga þar til þeir eru farnir með allt á burtu, nema það sem þeir skilja eftir af mengun eins og Kaninn gerði í herstöðvunum fyrir vestan og austan.
Hver er svo ábyrgð Landsvirkjunar? - Þessir slóðar eru í vinnu hjá Landsvirkjun. Hún hlýtur að bera einhverja ábyrgð. - Það á að beita fullri hörku í þessum málum. - Allt of mikill slóðaskapur hefur verið liðinn hingað til.
![]() |
Dagsektir lagðar á Impregilo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)