Lágkúruleg blaðamennska og þjófnaður

Það er svolítið athyglisvert að lesa hér á mbl.is frétt, sem maður hefur sjálfur skrifað fyrir annan fjölmiðil og það nánast orðrétta alla fréttina. Við önnur greinarskil er tekið fram að þetta megi lesa á fréttavef Skessuhorns og þar með má ætla að það eigi við það sem á undan er ritað. Síðan kemur afgangurinn af fréttinni og hann er áfram orðréttur. Ekki hef ég gefið leyfi fyrir þessari birtingu og ekki heldur ritstjóri Skessuhorns.

Þarna er höfundarréttur einskis virtur og fjölmiðill sem þykist vera ábyrgur stelur frá öðrum. Lætur aðra hafa fyrir að vinna þá vinnu sem hann á að vinna og það án greiðslu. Þessi lágkúra í blaðamennsku gengur gjörsamlega fram af mér. Að vísu er greinilegt að mbl ber traust til mín fyrst ekkert er haft fyrir því að leita heimilda frá fyrstu hendi. Ekki myndi ég birta frétt frá mbl með sama hætti. Ég man eftir álíka dæmum fyrir 20-30 árum. Þá var það einmitt Mogginn sem var gjarn á að stela frá héraðsfréttablöðunum. Taldi og telur sig eflaust enn yfir það hafinn að leita leyfis fyrir slíku. Ég hefði sætt mig við að fyrsti hluti fréttarinnar væri birtur en síðan "linkað" á vef Skessuhorns. Þetta er ósvífni og aumingjaskapur hjá mbl. Hafið skömm fyrir. Nú ætla ég að kanna frekar minn rétt í höfundarlögum.

Hér er fréttin með mynd sem fylgdi.


mbl.is Sumarbústaður skemmist í eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þú verður nú að skilja það að Morgunblaðið í kjölfarið á samdrætti og þrengingum hefur ekki lengur efni á prófarkalesurum og skv. þessu ekki blaðamönnum heldur. Ef þú ert nægilega aumingjagóður komast þeir upp með þetta og spara sér penna. Ekki það að rithæfir blaðamenn virðast vera deyjandi stétt jafnt þar sem annars staðar.

Ævar Rafn Kjartansson, 15.6.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Ævar Rafn aumingja Mogginn. Nú er hins vegar aumingjagæsku minni nóg boðið. Öllu má ofgera.

Haraldur Bjarnason, 15.6.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ekki vorkenna mogganum Halli. Þeir hafa alltaf haldið að þeir geti komist upp með svona ritstuld. Við þekkjum það bæði.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.6.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta var líka óvenjuvel skrifuð frétt ... Hlaut að vera.

Guðríður Haraldsdóttir, 15.6.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta heita samlegðaráhrif. Þú ert of viðkvæmur Halli. Einu sinni skrifaði ég blaðagrein í kosningabaráttu og stuttu síðar gaf ónefndur stjórnmálaflokkur út stefnuskrá sína. Einn liðurinn var tekinn orðrétt upp úr grein minni og næst þegar ég hitti forsprakkann benti ég honum á að það hefði verið kurteisi að breyta orðalaginu. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á honum en sljákkaði aðeins þegar ég sýndi honum hvers kyns var. Hræddur um að einhver hafi fengið á baukinn þar innandyra.

Víðir Benediktsson, 15.6.2008 kl. 22:11

6 identicon

Þetta er ansi augljóst sem þú ert að segja. Auk þess tók ég eftir þessu í fréttinni um hana Susan Atkins:

Atkins var á sínum tíma í svonefndri Mansonfjölskyldu, hálfgerðum sértrúarsöfnuði sem Charles Manson stýrði. Manson fékk fjögur úr fjölskyldunni, Atkins, sem var 22 ára, Charles „Tex" Watson, sem var 25 ára, Patriciu Krenwinkel, 22 ára og and Lindu Kasabian, 20 ára, til að  myrða Tate og vini hennar.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/06/15/vill_fa_frelsi_adur_en_hun_deyr/ 

Mogginn er ekki alveg besta heimildin hugsa ég. 

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband