Norskir skattsvikarar og guðhræddir Írar

Mér er eiginlega nokk sama hvaða skoðun rektor Háskólans í Reykjavík eða Sagnfræðingafélagið hafa á þessum landnámsmönnum. Ég er eiginlega ennþá sannfærðari en áður um að þessir landnámsmenn hafi bara verið norskir skattsvikarar, sem neituðu að borga nafna mínum hárfagra það sem honum bar. Síðan þá hefur það ekki þótt stór synd meðal hérlendra að svíkja undan skatti. Í bland við þetta komu svo víkingarnir, sem voru auðvitað bara ótíndir glæpamenn, ræningjar og nauðgarar. Þeir voru skæruliðar sem engu eirðu.

Heilsteyptastir allra hafa líklega verið blessaðir Írarnir; guðhræddir en ölhneigðir, sem meðal annarra staða námu land á Akranesi, þar sem kristni hefur verið í heiðri höfð frá landnámi. Enda eru Skagamenn með eindæmum prúðir og til fyrirmyndar á allan hátt. Smile


mbl.is Yfirvöld með úrelta söguskoðun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað segir þú Halli? Voru það ekki Skallagrímur sálugi kvennamorðingi og Egill sonur hans sem réðu ríkjum þarna á Skaganum. Ef ég man rétt var Egill ekki beint geðprýðismaður.

Víðir Benediktsson, 15.6.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki get ég nú í fljótu bragði séð að það komi neitt nýtt fram þarna en þetta rifjaði upp skemmtilega sögu:  Árið 1982 var ég stýrimaður á togara sem kviknaði í úti fyrir ströndum Skotlands, þegar við vorum á heimleið úr "siglingu".  Við vorum fjórir, sem vorum fluttir í land með þyrlu á sjúkrahús í Dundee.  Ég var sá eini okkar sem var meira en "mellufær" í ensku, svo það kom að mestu í minn hlut að "túlka" fyrir lækna og annað starfsfólk sjúkrahússins.  Eitt sinn er ég var að spjalla við einn lækninn þarna og segja honum frá því að Íslendingar væru komnir af Norðmönnum og Írum, svaraði hann;"Það hlaut að vera það var mjög Írskt blóðið í honum þessum" sagði hann og benti á einn skipsfélaga minn.

Jóhann Elíasson, 15.6.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekki ertu sterkur í landafræðinni Víðir, sennilega skárri í sgilingafræðinni eins og Egill sonur Gríms hins sköllótta sem sigldi til Hafnar að höggva mann og annan. Það voru hinir írsku Bresasynir sem námu land á Skaga. Skalla-Grímur og hans hyski sátu að Borg á Mýrum, við Borgarnes, þess vegna eru nú Borgnesingar eins og þeir eru kallinn minn.

Haraldur Bjarnason, 15.6.2008 kl. 15:35

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Vissi reyndar um Borg á Mýrum, hélt bara að þeir hefðu ráðið ríkjum á öllu þessu svæði. Er búinn að standa í þeirri trú að Gaui Þórðar sé afkomandi Egils í beinan karllegg.

Víðir Benediktsson, 15.6.2008 kl. 15:44

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei þeir skallar voru Mýramenn, þá var engin Borgarfjarðarbrú þannig að spölur var niður á Skaga. Fyrst þú minnist á Gauja þá er hann Skagamnaður í föðurætt en Ólafsfirðingur í móðurætt. Pabbi hans er á mynd í albúmi á þessari síðu en hann var skipstjóri á Önnu SI-117. 

Haraldur Bjarnason, 15.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband