Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Gat verið.....falstónar Kananna hljóma enn
19.6.2008 | 22:48
Gat verið....Bandarískir þingmenn að mótmæla veiðum á nokkrum hrefnum....er þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi. Bandaríkjamenn drepa margfalt fleiri smáhveli en Íslendingar + allt fólkið sem þeir skjóta....svo segja þeir mengun ógna heiminum en neita að taka þátt í samþykktum og aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að sporna við mengun.
Getur einhver tekið mark á svona rugli frá Kananum? - Tvískinnungurinn og falsið er svo ótrúlegt að það nær ekki nokkru tali.
![]() |
Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað með auglýsendur?
19.6.2008 | 08:38
Það er ekki svo einfalt að draga RÚV út af auglýsingamarkaði. Auglýsendur hafa marg lýst sig andsnúna því vegna þess að þeir vilja ná til sem flestra og það um land allt og miðin. Hvers eiga þeir að gjalda? - RÚV er nú einu sinni með mestu hlustunina með sínar tvær útvarpsrásir og Sjónvarpið hefur meira áhorf en aðrar stöðvar. - Svo eru það neytendur, sem myndu missa af tilkynningum sem þeir annars hefðu heyrt. - Auðvitað kemur þetta upp núna þegar kreppir að. - Það má skilja á ummælum Sigurðar Kára að nú þurfi að bjarga "frjálsu" stöðvunum, svona svipað og með bankana, þeim þarf að bjarga líka. Frekar væri að leggja niður afnotagjöld í þeirri mynd sem þau eru núna og lát alla 18 ára og eldri borga nefskatt, sem ætti þá að geta orðið talsvert lægra.
![]() |
Vilja endurskoða stöðu RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eins og að fanga hvítabjörn, lítur vel út en er snúið
19.6.2008 | 07:54
![]() |
Kajakræðari hættur við hringferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hraðahindranir eru ekki vistvænar
18.6.2008 | 21:57
Að aka á jöfnum hraða er mikilvægt ef ökumenn ætla að spara eldsneyti, raunar grundvallaratriði. Þetta er hægt með góðu móti á þjóðvegum landsins allt þar til kemur að fjallvegum en þá dugar lítið annað en inngjafir til að koma sér upp. Innanbæjar er þetta sumstaðar snúið. Þetta er hægt á helstu umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að ljós eru samstillt. Alltaf koma menn þó að gatnamótum og öðrum hindrunum þar sem þarf að hægja á og síðan bæta hressilega við til að ná upp umferðarhraða aftur.
Hraðahindranir eru eitt dæmi um eldsneytisfrekar aðgerðir í gatnakerfum. Þær eru sérstaklega áberandi utan Reykjavíkur. Víða hefur þeim verið dritað niður með stuttu millibilli. Þetta er vel meint en gallinn er sá við þær að ekki er hægt að aka yfir þær á löglegum hraða. Draga þarf verulega úr ferð og nánast stoppa við sumar þeirra. Þetta gerir það að verkum að mikið óþarfa eldsneyti er notað til að koma sér af stað aftur. Ég held að sveitarfélög landsins ættu nú að endurskoða þetta hraðahindranafár og leita annarra leiða til að halda hraða niðri.
![]() |
Vistaksturskennsla styrkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er þetta einhver álbaktería?
18.6.2008 | 16:12
Hvurn fjandann ætli þeir hafi verið að eta þarna á Reyðarfirði fyrst matareitrun er allt í einu orðin algeng þar? - Í eina tíð var Reyðarfjörður sá staður á Austurlandi sem öflugastur var í framleiðslu matvara á neytendamarkað. Þar var góð kjötvinnsla og þar var gott matvælafyrirtæki sem vann neysluvörur úr kjöti, síld og öðrum fiski. Ekki man ég eftir dæmum um matareitrun. Nú er þessi matvælavinnsla liðin tíð en álið komið í staðinn.
Er þetta einhver álbaktería, sem hrjáir Reyðfirðinga eða eru þessi fyrirtæki sem elda oní þá ekki með allt á hreinu í orðsins fyllstu merkingu? - Annars kemur ekkert fram í fréttinni hvort þessi matareitrun tengist álverinu og starfsmönnum þess eða er bara meðal íbúa á staðnum almennt, svo það er best að fullyrða ekkert í þessum efnum. En skrítið er þetta.
![]() |
Skæðar matareitranir skjóta upp kollinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er það ljóst
18.6.2008 | 07:56
Já bangsi fallinn og ekki annað hægt í stöðunni en að fella hann að mati eins helsta sérfræðingsins í þessum málum. - Þá er það ljóst. - Það var þá ekki svo einfalt mál eftir allt saman að fanga hvítabjörn. Það var gott mál að þetta var reynt núna því eflaust minnkar eitthvað gagnrýni þeirra sem hvað harðast gengu fram í að mótmæla því að fyrra dýrið var fellt.
Svo kom í ljós að dýrið var illa haldið og ekki víst að það hefði þolað deyfingu. Nú eru menn reynslunni ríkari. Búið að reyna allt sem hægt er með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Eflaust verða Íslendingar samt gagnrýndir annarsstaðar fyrir þetta, jafnvel þótt leitað hafi verið aðstoðar dansks sérfræðings.
![]() |
Eini kosturinn í stöðunni að aflífa dýrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gleðilega þjóðhátíð
17.6.2008 | 11:25
Gleðilega þjóðhátíð gott fólk. - Hér á Akranesi byrjaði fólk þjóðhátíðardaginn á safnasvæðinu að Görðum í besta veðri, sól og blíðu. Strax kl 10 var fólk farið að streyma þangað, kaffi og meðlæti í boði auk þess sem krakkarnir fengu andlitsskreytingu í fánalitunum og hestamenn teymdu gæfa klára undir þeim.
Síðan halda herlegheitin áfram á Akratorgi í dag, torginu sem í fyrstu var kallað Skuldartorg. Ekki vegna áhvílandi skulda heldur vegna þess að þarna stóð í eina tíð húsið Skuld. En ég tók nokkrar myndir upp í Görðum í morgun og læt sýnishorn fylgja hér með. Bæti svo fleiri myndum inn síðar í dag.
1. Sæljónið hans Magga í Efstabæ (romm) í forgrunni, sér í Sandahúsið gamla, Sýrupart og minningarturninn í kirkjugarðinum (það er verið að laga fleiri turna en hjá séra Hallgrími á Skólavörðuholti)
2. Hestamenn voru mættir með gæðinga sína og teymdu undir krökkunum.
3. Þær tóku sig vel út í góða veðrinu þessar prúðbúnu konur.
4. Það krefst fullrar einbeitingar að taka við íslenska fánanum á kinnina.
5. Glæsilegar eru þær þarna uppáklæddar, systurnar Sigurbjörnsdætur.
Hátíðarhöldin á Akratorgi hófust kl. 14. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri og Herdís Þórðardóttir alþingismaður fluttu stuttar ræður en ávarp fjallkonunnar var að þessu sinni flutt af Þórgunni Stefánsdóttur. Síðan var haldið í skrúðgöngu að Akraneshöllinni á Jaðarsbökkum, þar sem sérstök hátíðardagskrá fer fram. - Hér eru nokkrar myndir til viðbótar.
1. Þórgunnur Stefánsdóttir flytur ávarp fjallkonur
2. Fánahylling skáta á Akratorgi
3. Kórsöngur á torginu
4. Skagamenn fylgjast með ávörpum á Akratorgi
5. Skrúðgangan leggur af stað frá Akratorgi. Skátar í fararbroddi.
6. Lúðrasveitir eru ómissandi í skrúðgöngum og trommarar þeirra enn mikilvægari til að slá taktinn.
7. Þessar huldu andlitið með íslenska fánanum.
8. Jói Kalli og Fedda létu sig ekki vanta.
9. Aðaltöffarinn í skrúðgöngunni; Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður á Skessuhorni.
10. Skrúðgangan komin á Garðabrautina á leið sinni upp á íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er þessi mynd ekki tekin úr flugvél?
17.6.2008 | 11:07
![]() |
Flugbann ekki virt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einhæft fæði hjá bangsanum
17.6.2008 | 07:42
Ætli bangsi fari ekki að verða leiður á eggja- og æðarungaáti? Þá er ekkert ólíklegt að hann leiti til sjávar. Þeir eru fisknir þessir bangsar og nóg af fæðunni fyrir hann í sjónum við Skaga. Þó er ekki gott að segja hvað hann gerir. Hver hreyfing í návist hans getur án efa haft áhrif á hann og hvernig hann bregst við því er ekki gott að segja. Ef það verður á versta veg þá má gasa hann, eða skjót´ann. Liðið hans Bangsa dáta er á staðnum, viðbúið hverju sem er.
![]() |
Allt með kyrrum kjörum að Hrauni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hann yrði flottur í Hallargarðinum
17.6.2008 | 00:06
![]() |
Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)