Einhæft fæði hjá bangsanum

Ætli bangsi fari ekki að verða leiður á eggja- og æðarungaáti? Þá er ekkert ólíklegt að hann leiti til sjávar. Þeir eru fisknir þessir bangsar og nóg af fæðunni fyrir hann í sjónum við Skaga. Þó er ekki gott að segja hvað hann gerir. Hver hreyfing í návist hans getur án efa haft áhrif á hann og hvernig hann bregst við því er ekki gott að segja. Ef það verður á versta veg þá má gasa hann, eða skjót´ann. Liðið hans Bangsa dáta er á staðnum, viðbúið hverju sem er.


mbl.is Allt með kyrrum kjörum að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Kallgreyið er náttúrlega þreyttur eftir sundsprettinn. Og æðaregg eru algjört lostæti. Veit ekki með æðarunga - hef aldrei smakkað þá.  Gleðilegan 17. júní  - og ertu fluttur á Vesturlandið?

Jóhanna Hafliðadóttir, 17.6.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Varstu einhverntíma að ræna eggjum frá æðarfugli púkinn þinn, það er alveg bannað ....en gæsaregg eru frábær  Fluttur og fluttur ekki??? - Ég ætla alla vega að vera á Skaganum í sumar.....kveðja í blokkina á grafarbakkanum á Héraði !!!  

Haraldur Bjarnason, 17.6.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Skrapp í ylinn í höfuðborginni í nokkra daga. Hér fyrir austan er skítkalt, held ég hafi verið blekkt - og þetta með eggin - ég meina - kollurnar borgðu jú egg og egg í aðstöðugjald... Engin kolla ræður t.d. við 7-8 bandsjóðandi óþekka unga - eða hvað?

Jóhanna Hafliðadóttir, 20.6.2008 kl. 15:29

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta eru rök sem hægt er að sætta sig við!!! - Getur verið að þessi spor sem Pólverjarnir sáu við Hveravelli séu eftir skaflajárnaða hesta að austan eða norðan?- Sko út af kuldanum, Jóhanna !!! - Farinn í stuttbuxurnar.

Haraldur Bjarnason, 20.6.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband