Hvað með auglýsendur?

Það er ekki svo einfalt að draga RÚV út af auglýsingamarkaði. Auglýsendur hafa marg lýst sig andsnúna því vegna þess að þeir vilja ná til sem flestra og það um land allt og miðin. Hvers eiga þeir að gjalda? - RÚV er nú einu sinni með mestu hlustunina með sínar tvær útvarpsrásir og Sjónvarpið hefur meira áhorf en aðrar stöðvar. - Svo eru það neytendur, sem myndu missa af tilkynningum sem þeir annars hefðu heyrt. - Auðvitað kemur þetta upp núna þegar kreppir að. - Það má skilja á ummælum Sigurðar Kára að nú þurfi að bjarga "frjálsu" stöðvunum, svona svipað og með bankana, þeim þarf að bjarga líka. Frekar væri að leggja niður afnotagjöld í þeirri mynd sem þau eru núna og lát alla 18 ára og eldri borga nefskatt, sem ætti þá að geta orðið talsvert lægra.

 


mbl.is Vilja endurskoða stöðu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fólk vill ríkisútvarp og sjónvarp. Það er búið að gera ótal kannanir og vilji almennings er augljós. Held að Sigurður Kári ætti að fara að átta sig á því. Hann lemur hausnum endalaust við stein því hann er haldinn þeirri frjálshyggjugrillu að ríkið megi helst ekki neitt. Hann þarf líka að skilja að við búum í lýðræðissamfélagi þar sem vilji almennings er virtur að öllu jöfnu. Ef Sigurður ætlar að sitja á þingi verður hann að gera sér grein fyrir því hjá hverjum hann vinnur. Ef hann hins vegar finnur sig knúinn til að taka upp hanskann fyrir einkavini á hann bara að starfa sem lögfræðingur úti í bæ.

Víðir Benediktsson, 19.6.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband