Er þetta einhver álbaktería?

Hvurn fjandann ætli þeir hafi verið að eta þarna á Reyðarfirði fyrst matareitrun er allt í einu orðin algeng þar? - Í eina tíð var Reyðarfjörður sá staður á Austurlandi sem öflugastur var í framleiðslu matvara á neytendamarkað. Þar var góð kjötvinnsla og þar var gott matvælafyrirtæki sem vann neysluvörur úr kjöti, síld og öðrum fiski. Ekki man ég eftir dæmum um matareitrun. Nú er þessi matvælavinnsla liðin tíð en álið komið í staðinn.

Er þetta einhver álbaktería, sem hrjáir Reyðfirðinga eða eru þessi fyrirtæki sem elda oní þá ekki með allt á hreinu í orðsins fyllstu merkingu? - Annars kemur ekkert fram í fréttinni hvort þessi matareitrun tengist álverinu og starfsmönnum þess eða er bara meðal íbúa á staðnum almennt, svo það er best að fullyrða ekkert í þessum efnum. En skrítið er þetta.


mbl.is Skæðar matareitranir skjóta upp kollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Einhverju er greinilega ábótavant. Ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.6.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála, er þetta ekki oftast nær spurning um hreinlæti?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband