Hraðahindranir eru ekki vistvænar

Að aka á jöfnum hraða er mikilvægt ef ökumenn ætla að spara eldsneyti, raunar grundvallaratriði. Þetta er hægt með góðu móti á þjóðvegum landsins allt þar til kemur að fjallvegum en þá dugar lítið annað en inngjafir til að koma sér upp. Innanbæjar er þetta sumstaðar snúið. Þetta er hægt á helstu umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að ljós eru samstillt. Alltaf koma menn þó að gatnamótum og öðrum hindrunum þar sem þarf að hægja á og síðan bæta hressilega við til að ná upp umferðarhraða aftur.

Hraðahindranir eru eitt dæmi um eldsneytisfrekar aðgerðir í gatnakerfum. Þær eru sérstaklega áberandi utan Reykjavíkur. Víða hefur þeim verið dritað niður með stuttu millibilli. Þetta er vel meint en gallinn er sá við þær að ekki er hægt að aka yfir þær á löglegum hraða. Draga þarf verulega úr ferð og nánast stoppa við sumar þeirra. Þetta gerir það að verkum að mikið óþarfa eldsneyti er notað til að koma sér af stað aftur. Ég held að sveitarfélög landsins ættu nú að endurskoða þetta hraðahindranafár og leita annarra leiða til að halda hraða niðri.


mbl.is Vistaksturskennsla styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hraðahindrun er stolt Kópavogs. Maður verður sjóveikur eftir eina ferð um Digranesveginn.

Víðir Benediktsson, 18.6.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér sýnist þetta vera orðið svipað hér á Vesturgötunni á Skaganum. Hún er hátt í þriggja kílómetra löng og ætli það séu ekki svona frá 100 og 500 metrar á milli hindrana. það er sök sér hafa þrengingar, þá þarf ekki að stoppa nema bíll komi á móti en þessir stökkpallar eru hvimleiðir. Þetta er nú svolítið um þetta á Akureyri, eins og t.d. á Skarðshlíðinni og Mýrarveginum en þó er það hátíð miðað við það sem er hér og á Austfjörðunum, þar eru þær fjallbrattar sumstaðar á fjörðunum. Sem dæmi um þær má nefna að nokkrir hressir piltar á Egilsstöðum keyptu gamla límonsíu fyrir nokkrum árum. Svo voru brúðhjón sem vildu fá hana til notkunar eftir brúðkaup en það gekk því limman komst ekki yfir hraðahindranir sem voru á öllum leiðum að kirkjunni. Hún einfaldlega tók niðri á þeim. - Þessum hólum hefur hreinlega verið dritað skipulaust og óheft niður í gegnum árin og þetta eru orkufrekar aðgerðir.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...átti að vera: gekk ekki....

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sorry! á svolítinn þátt í þessari nr. 1 við Vesturgötuna.  En það hlýtur að vera fyrnt.

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:16

5 identicon

Sagan um limmann sem tók niðri á hraðahindrun finnst mér vera mjög trúleg. Ég hef það fyrir satt að fyrsta hraðahindrun, sem sett var upp í einu ónefndu bæjarfélagi varð til þess að stöðva sjúkrabíl í útkalli, því að svo kröpp var hún að hann vó salt ofan á henni. Allavega var mjög snarlega skafið ofan af þessari hraðahindrun á sínum tíma en svo var einhverjum tugum slíkra hindrana dritað niður hér og hvar í bænum.

Hraðahindranir (og umferðarljós) eru einhver mesta orkusóun og mengunarvaldur sem hægt er að hugsa sér. Flestar þeirra eru þannig að til þess að stórskaða ekki farartækið og þá sem í því eru þarf að hægja á niður í 20 km/klst eða svo. Ennfremur eru þær flestar á stöðum þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Ég held að þeir sem telja sig sjá vit í þessu geti varla talist heilvita.  

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún. Þessi fyrsta var núbeint fyrir framan heima hjá mér á móts við íþróttahúsið. Hún er bara brot af því sem er núna. Þeim virðist fjölga nær daglega. - Ætla að taka rúnt og telja þær!!!! - Nýjustu tölur eftir hálftíma.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér sleggjudómari um þessar hraðahindranir þær eru misskildar framkvæmdir. Þó er það nú þannig að umferðarljós eru yfirleitt stillt saman svo að þú getur haldið grænu ef ekið er við eða rétt undir hámarkshraða. Þetta er öllu verra þar sem stök ljós eru. - Sigrún ég fór og taldi hraðahindranirnar sem komnar eru á Vesturgötuna. Þær eru 7 talsins og að auki 2 þrengingar, önnur þeirra beint fyrir framan húsið sem þú bjóst í. Vesturgatan er að vísu heldur styttri en ég hélt eða rétt rúmir 2 km. Þannig að meðaltal á milli hindrana er um 300 metrar. Heldur lengra á milli innan til en mjög þétt á niðurskaganum, þar sem í eina tíð var ekið hægast. Menn sprettu yfirleitt úr spori eftir að komið var inn fyrir Merkigerði en þetta breyttist víst með árunum og það er skýringin á þéttleika þeirra neðst. Þetta er afleit þróun og þrengingar væru betri lausn til að halda niðri hraða. 

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband