Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Aftur í gamla farið

Það er ótrúlegt að lesa um það nú á 21. öld að öryggisverðir skuli látnir sitja yfir geðsjúkum. Engu líkara en litið sé á veikt fólk sem glæpamenn. Þetta minnir mann á sögur sem sagðar eru af meðferð geðsjúkra í byrjun síðustu aldar og raunar lengi fram eftir henni. Getur verið að við séum að fara í sama gamla farið? - Nokkuð sem ég hélt að enginn vildi sjá aftur. - Nei þetta er til skammar og öryggisverði eða lögreglu á ekki að nota nema neyðarástand og hætta skapist.
mbl.is „Fráleitt“ að öryggisverðir sitji yfir geðsjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf hunda austur

Mér finnst bara ástæða til að óska Lalla löggu, Jóa toll og þeirra liði á Seyðisfirði til hamingju með þennan frábæra árangur. Það er ekkert hlaupið að því að finna fíkniefni í öllum þeim skúmaskotum sem eru í farartækjunum sem koma með Norrænu. Hvort þeir hafa haft grun um þetta fyrirfram eða ekki skiptir ekki máli, þótt það læðist að manni fyrst lögð var svona mikil áhersla á að bíða eftir aðstoð að sunnan og norðan.

En hvernig er það, eru ekki hundar fyrir austan lengur? Steinar lögga á Norðfirði hefur nú verið fremstur manna í að þjálfa hunda bæði til leitar að fíkniefnum og eins til leitar að fólki í rústum og snjóflóðum. Hann hefur jafnan verið með tvo hunda. Svo var nú einu sinni heil hundabjörgunarsveit á Norðfirði en ekki er víst að þeir séu þjálfaðir fyrir fíkniefni. Bjarni lögga á Eskifirði var líka með góðan leitarhund. - Ef enginn er núna þarf að fá góðan mann fyrir austan til að halda fíkniefnahund fyrir tollgæslu á Seyðisfirði og víðar. Það koma mörg skip til Reyðarfjarðar og millilandaflug er um Egilsstaðaflugvöll. Það er full þörf á öflugum fíkniefnaleitarhundum á Austurlandi. 

Viðbót: Að vísu hefur fréttin sem ég tengdi þetta við verið tekin út af mbl.is en hún fjallaði um hvort það var tilvikjun að svo mikill viðbúnaður var við komu Norrænu að þessu sinni eða ekki.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart

Nú er það svart.......Einar steiktur í sólinni í Afríku, samkvæmt tölvupóstum, kemst hvergi og spáir engu. - Allur fjandinn getur nú gerst í þessu.
mbl.is Ný tegund Nígeríusvindls herjar á netföng Gmail
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....líka sem forsætisráðherra?

....var hann ekki líka hálfur sem forsætisráðherra???.....skál!!! --- Bermúdaskál!!!
mbl.is Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagn til almennings hækkað en ekki til stóriðju

Kárahnjúkastífla Kárahnjúkastífla í smíðum

Það er nú svo að allt virðist vísitölutryggt í þessu samfélagi okkar nema launin. Landsvirkjun er með tryggingu í neysluvísitölu um sölu á rafmagninu til þeirra sem selja almenningi. - Er það ekki annars rétt munað hjá mér að fyrir stuttu hafi verið frétt um að engar svona tryggingar væru í samningum Landsvirkjunar um rafmagnssölu til stóriðjufyrirtækja? - Þar er allt neglt niður á lágmarksprísum og hæsta verðbólga í átján ár skiptir engu þegar verið er að selja útlendum gæðingum íslenska orku. Hvað þá hækkandi orkuverð um allan heim. Það erum við sem blæðum í báðum tilfellum.


mbl.is Rafmagnsreikningurinn hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnan hefur sporð

Það var kostulegt að hlusta á fulltrúa ferðaþjónustunnar í fréttum útvarps í kvöld þar sem hún kvartaði yfir því að ekki sæjust hrefnur í Faxaflóa. - Allt er þetta að hennar áliti hrefnuveiðunum að kenna.- Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir að hrefnan hefur sporð og leitar þangað sem hún hefur það best? - Eins og kemur fram í þessari frétt er nægt síli og mikið líf í sjónum aðeins 30 mílum utar og þar er auðvitað hrefnan eins og henni er tamt í eðlilegu árferði í sjónum. - Einhverra hluta vegna datt mér togararall Hafró í hug og ályktanir um stærð þorsksstofns út frá því að toga á sömu slóðum í áratugi án tillits til þess að þorskurinn hefur sporð líkt og hrefnan og leitar auðvitað þangað sem ætið er mest hverju sinni.
mbl.is ,,Þær eru þar sem maturinn er”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið orkufrekum veiðum

Auðvitað hækkar olíukostnaður útgerðar eins og annarra sem nota mikið af eldsneyti. Eldsneytiskostnaður er mikil hluti útgerðarkostnaðar en fer þó að sjálfsögðu eftir því hvaða veiðarfæri eru notuð. Það er súrt til þess að vita að sá hagnaður sem kann að koma til útgerðar af lækkandi gengi skuli nú hverfa í þennan útgjaldalið. Samt eru sjómenn, einir launamanna, að taka þátt í eldsneytiskostnaði útgerðar.

Kannski er nú kominn sá tími að útgerðarmenn hugi alvarlega að því hvort nauðsynlegt sé að eyða öllu þessu eldsneyti. Er ekki hægt að ná flestum fiskitegundum með ágætis árangri án þess að nota veiðarfæri sem krefjast mikillar eldsneytisnotkunar?

Það er kominn tími til að færa áhersluna frá togveiðarfærum yfir á kyrrstæð veiðarfæri. Efla hlut línu,- færa- og netaveiða við bolfiskveiðar. Reyna að ná sem mestu af uppsjávarfiski í nót í stað flottrolls o.s.frv. Það er hreinlega spurning hvort stjórnvöld eigi með einhverjum hætti að grípa þarna inn í. Óþarfa eldsneytisnotkun er ekkert einkamál útgerðarmanna. Þetta er stórt mál fyrir allt þjóðarbúið, bæði peningalega og vegna útblástursins. Auk þess eru fiskveiðiheimildir af skornum skammti ár hvert og því ekki knýjandi að djöfla sem mestum afla á land á sem skemmstum tíma. 

Á loðnumiðum


mbl.is Þreföldun olíukostnaðar hjá útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður hann afmyndaður í blöðunum?

Þessi frétt um heimsókn Ólafs F. til Færeyja rifjar upp eina af fyrstu Færeyjaferðum mínum fyrir rúmum 30 árum. Á sama tíma var Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi borgarstjóri, í heimsókn þar ásamt fríðu föruneyti. Á forsíðu Dimmalætting birtist mynd og textinn var eitthvað á þessa leið: Nokkrir limir af borgarstýrinum í Reykjavík afmyndaðir á flogvöllinum. - Ætli Ólafur F verði afmyndaður núna í færeysku blöðunum en ekki blörraður?
mbl.is Borgarstjóri í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggja áherslu á nótaveiðarnar

Ég held að menn ættu að huga vel að orðum Kristbjörns Árnasonar um flottrollsveiðarnar. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þessa veiðarfæris í gegnum tíðina. Lítil gagnrýni hefur þó verið á kolmunnaveiðar enda sá fiskur ekki veiðanlegur í nót. Annað mál er með síld og loðnu. Engin vissa er fyrir hver áhrif skakstur með flottrolli hefur á síldar- og loðnutorfur og göngumynstrið, þannig að skynsamlegast er, ef mögulegt er, að veiða síldina í nót. Vinnsluskipin geta það jafnt og önnur og engin ástæða til að síldin úr nótaveiðinni fari öll í bræðslu, nema að markaðsaðstæður krefjist þess. Svo er það allur olíuausturinn. Það hlýtur að fara hrollur um útgerðarmenn flottrollsskipanna núna. Það er gaman að sjá frétt af þessu 48 ára gamla skipi, Sigurði, koma með fullfermi af síld. Systurskipið Víkingur AK liggur við bryggju á Akranesi núna, vonandi fer hann af stað líka.
mbl.is Fyrsti síldarfarmurinn á Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur þetta orðskrípi: "loftrými"

Mér dettur alltaf í hug háaloft eða eitthvert herbergi upp á lofti þegar þetta orðskrípi "loftrými" sést. Hvers vegna er ekki hægt að tala um lofthelgi eins og landhelgi eða bara eftirlit í háloftunum yfir og við landið. Þetta nýyrði er óttalega hvimleitt en greinilega komið til að vera í bókum kerfiskarla og möppudýra.

Annars er gaman til þess að vita að Geir hafi getað lifað sig inn í gamla tíma í morgun. Hvað þá með Björn Bjarnason. Hann hlýtur að vera í skýjunum núna.


mbl.is Fylgst með rússneskum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband