Það þarf hunda austur

Mér finnst bara ástæða til að óska Lalla löggu, Jóa toll og þeirra liði á Seyðisfirði til hamingju með þennan frábæra árangur. Það er ekkert hlaupið að því að finna fíkniefni í öllum þeim skúmaskotum sem eru í farartækjunum sem koma með Norrænu. Hvort þeir hafa haft grun um þetta fyrirfram eða ekki skiptir ekki máli, þótt það læðist að manni fyrst lögð var svona mikil áhersla á að bíða eftir aðstoð að sunnan og norðan.

En hvernig er það, eru ekki hundar fyrir austan lengur? Steinar lögga á Norðfirði hefur nú verið fremstur manna í að þjálfa hunda bæði til leitar að fíkniefnum og eins til leitar að fólki í rústum og snjóflóðum. Hann hefur jafnan verið með tvo hunda. Svo var nú einu sinni heil hundabjörgunarsveit á Norðfirði en ekki er víst að þeir séu þjálfaðir fyrir fíkniefni. Bjarni lögga á Eskifirði var líka með góðan leitarhund. - Ef enginn er núna þarf að fá góðan mann fyrir austan til að halda fíkniefnahund fyrir tollgæslu á Seyðisfirði og víðar. Það koma mörg skip til Reyðarfjarðar og millilandaflug er um Egilsstaðaflugvöll. Það er full þörf á öflugum fíkniefnaleitarhundum á Austurlandi. 

Viðbót: Að vísu hefur fréttin sem ég tengdi þetta við verið tekin út af mbl.is en hún fjallaði um hvort það var tilvikjun að svo mikill viðbúnaður var við komu Norrænu að þessu sinni eða ekki.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband