Hættið orkufrekum veiðum

Auðvitað hækkar olíukostnaður útgerðar eins og annarra sem nota mikið af eldsneyti. Eldsneytiskostnaður er mikil hluti útgerðarkostnaðar en fer þó að sjálfsögðu eftir því hvaða veiðarfæri eru notuð. Það er súrt til þess að vita að sá hagnaður sem kann að koma til útgerðar af lækkandi gengi skuli nú hverfa í þennan útgjaldalið. Samt eru sjómenn, einir launamanna, að taka þátt í eldsneytiskostnaði útgerðar.

Kannski er nú kominn sá tími að útgerðarmenn hugi alvarlega að því hvort nauðsynlegt sé að eyða öllu þessu eldsneyti. Er ekki hægt að ná flestum fiskitegundum með ágætis árangri án þess að nota veiðarfæri sem krefjast mikillar eldsneytisnotkunar?

Það er kominn tími til að færa áhersluna frá togveiðarfærum yfir á kyrrstæð veiðarfæri. Efla hlut línu,- færa- og netaveiða við bolfiskveiðar. Reyna að ná sem mestu af uppsjávarfiski í nót í stað flottrolls o.s.frv. Það er hreinlega spurning hvort stjórnvöld eigi með einhverjum hætti að grípa þarna inn í. Óþarfa eldsneytisnotkun er ekkert einkamál útgerðarmanna. Þetta er stórt mál fyrir allt þjóðarbúið, bæði peningalega og vegna útblástursins. Auk þess eru fiskveiðiheimildir af skornum skammti ár hvert og því ekki knýjandi að djöfla sem mestum afla á land á sem skemmstum tíma. 

Á loðnumiðum


mbl.is Þreföldun olíukostnaðar hjá útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

......og á sama tíma, efla sjáfarþorpin nálægt fiskimiðunum, þá þarf síður að fara út í "sértækar björgunaraðgerðir"

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er ekki einfalt mál. Sumt gæti betur farið en annað er ekki hægt. Karfi og grálúða veiðist ekki nema í troll Það er hins vergar ekki hægt að gera  út á karfa eingöngu, því er togari notaður til veiða á karfa, þorski, ýsu og öllu í senn. 

Þó við slepptum karfaveiðum verður samt erfitt að ná öllum þorski þar sem línu og krókabátar stunda veiðar, Það er ekki um sömu mið að ræða. Halinn og kanturinn þar vestan við rýmir ekki marga línubáta en þar geta margir togarar athafnað sig og þannig aðstæður eru víða.

Það er margt í mörgu en vafalítið kennir neyðin naktri konu að spinna svo ég reikna með að hagkvæmnin komi sjálfkrafa. Það má ekki gleyma því að við kjöraðstæður geta togveiðar verið þar allra hagkvæmustu og stundum þær einu mögulegu t.d. í hafís. Helsti kostur togveiða er trygg hráefnisöflun allt árið.

Togari er minnst bundin af árstíðasveiflum allra fiskiskipa og togveiðar koma í veg fyrir hráefniskort í tíma og ótíma líkt og gerist hjá bátaflotanum sem er háðari verðri og vindum. Allt er þetta gott í bland, bara finna réttu blönduna.

Víðir Benediktsson, 11.6.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er rétt Víðir. Þetta er ekkert einfalt en samt held ég að nú sé kominn tími á að menn skoði aðeins áherslurnar. Togararnir hafa, eins og þú bendir á, verið tryggasta hráefnisöflunin og það varð gífurleg breyting fyrir alla vinnslu í landi þegar skuttogararnir komu á sínum tíma. Nú hefur hins vegar allt umhverfið breyst mikið. Ég er ekki að segja að við eigum alfarið að hætta togveiðum, heldur skoða umhverfið og spyrja okkur hver þörfin sé og hvernig hægt sé að spara eldsneytið sem mest. Stór línuskip hafa nú sýnt að þau geta tryggt hráefni nokkuð örugglega og það mjög gott hráefni. Svo er það spurning um þessi mið sem þú talar um og karfann. Auðvitað þarf botntroll ekki endilega að kalla á olíuaustur, það fer ef aðstæðum á hverjum stað. En örugglega getum við hægt á okkur með flottrollið án þess að verða fyrir skaða. Það er helvíti súrt að sjá stóran hluta þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn er að afla fara aftur í gjaldeyriseyðlsu vegna olíukaupa. Ég er viss um að á þessum tímapunkti verða áherslubreytingar, þetta er ekkert svart og hvítt, menn eiga bara að skoða hlutina.

Haraldur Bjarnason, 11.6.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband