Hrefnan hefur sporð

Það var kostulegt að hlusta á fulltrúa ferðaþjónustunnar í fréttum útvarps í kvöld þar sem hún kvartaði yfir því að ekki sæjust hrefnur í Faxaflóa. - Allt er þetta að hennar áliti hrefnuveiðunum að kenna.- Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir að hrefnan hefur sporð og leitar þangað sem hún hefur það best? - Eins og kemur fram í þessari frétt er nægt síli og mikið líf í sjónum aðeins 30 mílum utar og þar er auðvitað hrefnan eins og henni er tamt í eðlilegu árferði í sjónum. - Einhverra hluta vegna datt mér togararall Hafró í hug og ályktanir um stærð þorsksstofns út frá því að toga á sömu slóðum í áratugi án tillits til þess að þorskurinn hefur sporð líkt og hrefnan og leitar auðvitað þangað sem ætið er mest hverju sinni.
mbl.is ,,Þær eru þar sem maturinn er”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

HAFRÓ hefur verið bent á það í fjölda ára að þetta "togararall" þeirra og sú ofuráhersla sem þeir leggja á það við stofnstærðarmælingar, sé bara tóm þvæla en á þeim bæ er ekki hlustað á aðra jafnvel þótt færð séu góð rök fyrir gagnrýninni.  Ekki vilja þeir viðurkenna að "kúrsinn" hefur verið rangur í u.þ.b aldarfjórðung.

Jóhann Elíasson, 12.6.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband