Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Allt samkvæmt bókinni

Spár manna um auknar veiðar á vorgotssíld virðast nú vera að rætast. Ég man eftir að ég talaði við Jakob Jakobsson fiskifræðing þegar vorgotssíldin var farin að veiðast með sumargotssíldinni fyrir austan fyrir einum 10 árum og taldi hann þá allar líkur á að stofninn væri að ná sér að fullu og þetta stefndi bara í eina átt, aukna veiði og það í íslenskri lögsögu.

Að vísu eru miðin svolítið langt frá landi ennþá og það sem verra er að vinnsluskipin eru öll að veiða þetta í troll, sem bæði er gagnrýnivert veiðarfæri og krefst mikillar orku. Hins vegar kemur fram að Sigurður VE sé kominn með fulfermi í nót og vonandi að fleiri snúi sér að nótaveiðum, sem gerist örugglega þegar miðin færast nær landi og þau skip geta flutt síldina vinnsluhæfa til lands.  


mbl.is Norsk-íslenska síldin veiðist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra

Farið hefur fé betra - Varla getur það verið að Ingibjörg Sólrún sakni mikið vinslita þessarar amerísku stríðskerlingar, sem virðist ekki meta mannslíf mikils. Það er bara hið besta mál ef tekist hefur með þessu að reita hana til reiði og alla hennar meðreiðarsveina. Tvískinnungurinn og falsið er svo mikið frá þessu liði að það þrætir fyrir þrælahaldið og pyntingar í fangabúðunum á Kúbu en hefur á sama tíma miklar áhyggjur af því að Íslendingar skjóti nokkur smáhveli. Svo við minnumst nú ekki á öll mannvígin sem Condolezza og co standa fyrir víða um heim.
mbl.is „Faux pas" í samskiptum við Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta atvik staðfestir orð Guðjóns

Eftir þetta atvik og brottrekstur Stebba Þórðar í leik ÍA gegn HK í dag er ég ekki lengur í nokkrum vafa um að allt sem Guðjón Þórðarson sagði um dómarana um daginn var hárrétt. Að vísu grunaði mig það alltaf en vildi ekki trúa því að dómarar gætu verið svo skyni skorpnir að vera með samantekin ráð gegn einum leikmanni og í raun heilu liði. - En svona virðist þetta vera í dag. - Hvað svo sem veldur. - Guðjón stendur eftir með pálmann í höndunum, ég var rétt að vona um tíma að þetta hefði bara verið augnabliks reiði hjá honum en nú er ég sannfærður. - Íslenska knattspyrnu setur niður við þetta.
mbl.is Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tröllvaxnir "dónar" verða teknir í Laugardalnum

Ég er alveg viss um að þessi 8 marka sigur dugar ekki Makedónunum (segir maður það ekki) til að standa uppi sem sigurvegarar eftir seinni leikinn. Ísland á að geta unnið þetta lið með 10-12 marka mun á heimavelli. Það var eiginlega allt á móti okkur í þessum leik. Ótrúlega léleg nýting á marktækifærum, sem unnið hafði verið vel að og markvarsla dónanna góð. - Þessir menn eru tröll að vexti og það þarf að beita öðrum ráðum á þá en venjulegar medium eða large stærðir. Treysti því að Guðmundur finni þau ráð fyrir seinni leikinn.
mbl.is Ísland tapaði með átta marka mun, 34:26, fyrir Makedónum í Skopje
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagsmálatexti

Burt séð frá öllum fæting á Akureyri þá lesið þennan texta yfir og leiðréttið Moggamenn. Þetta er ekki nokkrum bjóðandi, dæmi: Um þrjúleytið varp maður fyrir líkamsárás gerð utan veitingastaðinn Kaffi ....annað dæmi: Þá brutust út hópslagsmál fyrir utan veitingastaðinn Dátann, eftir að honum lokaði eftir þrjú....þriðja dæmið: Að sögn lögreglu hefur skapast ónæði af ölvuðu fólki fram á morgun og hefur lögregla fengið mikið af hávaðatilkynningum. Treysti Moggamönnum til að laga þetta, þeir hljóta að sjá hvar villurnar eru. Svo er klúður að nota orðið  aðili þegar verið er að segja frá manni.

Það eru eiginlega hálfgerð slagsmál við íslenska tungu að komast í gegnum þetta.


mbl.is Hópslagsmál og líkamsárás á Akureyri í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ætti fólk að missa störf?

Auðvitað kemur niðurskurður á aflaheimildum niður á öllum sem starfa að sjávarútvegi jafnt á sjó sem í landi. Annars mætti ætla að starfsmannafækkunin hefði orðið strax í fyrra, þar sem þorskkvótinn var skorinn niður þá en er hinn sami nú. Þess vegna ætti enginn að missa störf núna.

Hvort forsvarsmenn fyrirtækjanna ætla að notfæra sér þetta sem yfirskin til að segja upp fólki, skal ósagt látið en óneitanlega lyktar þetta svolítið af því. Í fyrra var fólki fækkað og ekkert hefur verið skorið niður af kvóta síðan þá.


mbl.is Ekki meira mótvægi vegna aflasamdráttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Las hún bloggið mitt?

Var bara að hugsa um hvort Solla hefði lesið bloggið mitt um þetta áður en hún sendi frá sér yfirlýsinguna? - Ég er ótrúlega sammála henni núna.
mbl.is Rannsókn og ákæra ekki í samræmi við tilefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki allt pólitík?

Þetta eru athyglisverð viðbrögð íslenska dómskerfisins, sem lesa má um í þessari frétt. Ekki síst í ljósi Baugsmálsins, sem búið er að strögla við síðustu 6 árin. Getur verið að geðþótti stjórnmálamanna og framganga stjórnmálaflokka í einstökum málaflokkum hafi meira vægi í íslensku dómskerfi en menn vilja vera af láta. Við vitum jú um álitamál um skipan dómara í gegnum tíðina, bæði til hæstaréttar og héraðsdóm.

Annar kapituli í þessu máli er svo seinagangur stjórnvalda í að svara mannréttindanefndinni. Kannski vefst það fyrir mönnum, þótt þeir gefi annað í skyn? - Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur greinilega minna gildi á þeim bæ en öryggisráðið.


mbl.is Hæstiréttur hafnaði endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á leið á Skagann

Jæja þá er komið að því að hugsa sér til hreyfings. Dagurinn fer að mestu í að undirbúa flutning til Akraness þar sem ég ætla að mestu leyti að vera í sumar við afleysingar hjá héraðsfréttablaðinu Skessuhorni . Það gekk erfiðlega að finna húsnæði, þótt ekki væru kröfurnar stórar, en leigumarkaður virðist vera umsetinn á Akranesi. En búið að leysa málið.

Þetta árið hef ég verið við störf á Akureyri, aðallega prófarkalestur en einnig blaðamennsku og skyld störf. Nú tekur fréttamennskan við á ný en síðustu 30 árin hefur hún nær eingöngu verið mitt hlutskipti með smá hliðarsporum þó. Það verður spennandi að takast á við verkefnin hjá Skessuhorni, sem þjónar Vesturlandi öllu. Ekki ósvipað og er með Ríkisútvarpið á Austurlandi sem er með allt gamla Austurlandskjördæmið undir, en þar var ég í 18 ár og áður hjá héraðsfréttablaðinu Austurlandi, sem hafði sama hlutverk.

Vona að ég eigi skemmtilegt "comeback" á Skagann. Ég flutti þaðan árið 1986 eftir að hafa stýrt Bæjarblaðinu í 8 ár í samvinnu við góða menn.


Samkvæmt bréfum Þjóðskrár er Árni að brjóta lög

Árni er klárlega að brjóta lög. Sjálfur fékk ég hótunarbréf frá þjóðskrá þegar ég hafði í hálft ár haft aðsetur á öðrum stað en lögheimilinu. Mér var bent á að mér bæri að hafa lögheimili þar sem ég byggi og tilkynnt að það yrði flutt af stofnunni færði ég ekki rök fyrir mínu máli. - Það er skítt af fjármálaráðherranum sjálfum að sniðganga þetta og ástæða þess ekki sjáanleg, nema að vera skyldi einhver græðgi.

Þetta er svo sem þekkt meðal þingmanna. Páll á Höllustöðum fékk sérstaka undanþágu á sínum tíma en var það ekki Halldór Ásgrímsson, sem lenti í vandræðum með lögheimili á Hornafirði þegar foreldrar hans fluttu á elliheimilið? - Sumir þeirra hafa hins vegar klárlega verið að halda heimili á tveimur stöðum og í fullum réti hvað þetta varðar.


mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband